Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Áfram er rætt um möguleikann á friði í Úkraínu, þó ekkert samkomulag liggi fyrir. Þó ríki á Vesturlöndum hafi beitt Rússa viðskiptaþvingunum allt frá innrásinni er Pútín Rússlandsforseti ekki óvelkominn alls staðar. Indversk stjórnvöld tóku á móti honum með pompi og pragt fyrir helgi. Við ræddum um samband þessara tveggja stóru ríkja, og um stöðu friðarviðræðna við Val Gunnarsson sagnfræðing og rithöfund.
Bandarísk stjórnvöld gáfu út nýja þjóðaröryggisstefnu á föstudag. Þar er mikið talað um Evrópu - að álfan geti orðið óþekkjanleg eftir 20 ár - og Evrópusambandið er harðlega gagnrýnt. Björn Malmquist fréttamaður í Brussel fjallaði um þessa nýju stefnu og viðbrögðin við henni. Björn ræddi líka önnur Evrópumál, og við heyrðum í Jónínu Rós Hjartardóttur og Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur frá Átaki - félag fólks með þroskahömlum, sem voru í Brussel í síðustu viku.
Í síðasta hluta þáttarins var talað um streitu. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá embætti landlæknis, fór yfir mælingar á henni hér á landi. Ungar konur eru sá hópur sem finnur oftast og mest fyrir streitu, og leita þarf leiða til að jafna álag. Dóra gaf einnig góð ráð til að takast á við streituna á aðventunni.
Tónlist:
Laufey - Bewitched.
John Lennon - Woman.
Pikknikk - Gerum betur.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög með nokkrum hljómsveitum sem voru flokkuð á meðal Sólskinspoppara (Sunshine Pop) á sínum tíma. Að þessu sinni verða eftirfarandi lög fyrir valinu: Cry Like A Baby með Box Tops, Mony Mony, Crimson and Clover og Crystal Blue Persuasion með Tommy James and the Shondrells, Just Like Me, Kicks og Hungry með Paul Revere and the Raiders, Let's Go To San Fransisco með Flower Pot Men og að síðustu lögin This Diamond Ring, Count Me In og She's Just My Style með Gary Lewis and the Playboys. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Óli Gränz er eyjapeyi og grallari. Hann missti aleigu sína í Heymaeyjargosinu og ástarlíf hans var stundum umtalað í Eyjum. Hjá Óla hefur gleðin alltaf haft yfirhöndina en stundum hefur þó gefið á bátinn. Í ævisögu sinni segir hann á hispurslausan og skemmtilegan hátt frá lífshlaupi sínu sem er engu öðru líkt. Við hittum Óla og rifjuðum upp með honum áhuaverðar sögur.
Hingað komu svo tveir leikarar, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Erling Jóhannesson, en þau komu ekki til að tala neitt um leiklistina, heldur sögðu þau okkur frá Glóð kertastjakanum, sem seldur er til styrktar Konukoti, en Ólafía Hrönn tilheyrir hópi leikhúslistakvenna sem selja kertastjakana á laugardaginn í Hjartagarðinum. Erling er líka gullsmiður og hann hannaði einmitt kertastjakann. Þau sögðu okkur betur frá þessu í þættinum.
Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Sólveig Jónsdóttir stjórnmálafræðingur og rithöfundur, en hún var að senda frá sér bókina Móðurlíf II, framhald af bókinni Móðurlíf, sem var örsagnasafn um allar mögulegar og ómögulegar tilfinningar tengdar móðurhlutverkinu. Við fengum hana til þess að segja okkur um nýju bókina og svo auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Hver á mig? e. Hörpu Rún Kristjánsdóttur
Jórvík e. Þorstein frá Hamri
Ireland in Iceland e. Manchán Magan
On Writing e. Stephen King
Antarctica e. Claire Keegan
Ferð Eiríks til Ásgarðs og Ferð Eiríks til Jötunheima e. Lars Henrik Olsen
Tónlist í þættinum í dag:
Jólasnjór / Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms (Livingston & Evans, texti Jóhanna G. Erlingsson)
Jólin held ég heima / Ellen Kristjánsdóttir (Walter Kent & Kim Gannon, texti Hinrik Bjarnason)
Jólastafrófið / Helgi Björnsson (Kaye & Loman, texti Kári Waage)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Blóðbankanum hefur gengið illa að fá inn blóðgjafa undanfarið. Deildarstjóri segir að blóðgjöfum hafi verið vísað frá vegna möguleika á veirusýkingu sem berst með flugnabiti og það bæti ekki stöðuna á þessum tíma árs.
Ár er síðan Assad Sýrlandsforseta var steypt af stóli eftir nærri aldarfjórðungs ógnarstjórn. Sýrland dagsins í dag er ef til vill betra, en sérfræðingur um málefni landsins segir enn langt í land.
Stjórn Skólameistarafélags Íslands átti fund með mennta- og barnamálaráðherra í morgun vegna uppsagna tveggja skólameistara. Formaður Skólameistarafélagsins segir miður hvernig staðið hafi verið að málum síðustu daga en ráðherra hafi lofað félaginu betra samráði í framhaldinu.
Skaftárhlaup hófst um helgina. Hlaupið er ekki stórt, að sögn náttúruvársérfræðings og ógnar ekki innviðum eins og staðan er.
Félags tónskálda og textahöfunda vill ekki að Ísland taki þátt í Júróvisjón. Stjórn RÚV tekur ákvörðun á miðvikudaginn.
Fólki var mikið niðri fyrir á íbúafundi um gangagerð á Austfjörðum í gær. Seyðfirðingur segir að ef frestun á Fjarðarheiðargöngum verði haldið til streitu hafi það mikil áhrif á byggðaþróun.
Olíumálverk eftir Jóhannes Kjarval seldist á uppboði í Svíþjóð um helgina fyrir tæpa hálfa milljón króna. Framkvæmdastjóri hjá Gallerí Fold segir verkið kosta kaupandann hátt í átta hundruð þúsund þegar upp er staðið.
Hópur Skaftafellinga lýsir furðu og óánægju með breytingu á gistihúsabyggð í Skaftafelli. Ákvörðun um að fjölga húsum hafi ekki verið nægilega vel kynnt.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Örn Pálsson og Arthúr Bogason hafa stýrt Landssambandi smábátaeigenda í 40 ár. Báðir láta þeir nú af störfum.
Örn hefur verið framkvæmdastjóri sambandsins frá stofnun þess. Hann lýsir því hvernig hann tók við þessu starfi og hvaða tilgangi sambandið hefur þjónað í gegnum áratugina. Örn segir meðal annars frá baráttunni við stórútgerðina eftir að kvótakerfinu var komið á.
Kjartan Páll Sveinsson tekur við starfi formanns Landsambandsins. Hann horfir fram á veginn og lýsir því meðal annars hvernig stjórnvöld hér á landi ættu að horfa til Noregs sem fordæmis fyrir smábátaútgerðina hér á landi.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Síðustu vikur hafa hlustendur Samfélagsins heyrt pistla frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar, og Lauru Sólveigu Leffort Scheefer, forseta Ungra umhverfissinna. Þær tóku þátt í COP-30, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Belem í Brasilíu og í pistlum sínum sögðu þær frá dvöl sinni í Belem sem og því sem bar hæst á ráðstefnunni, sem var heldur tíðindamikil í ár. Þær Þorgerður og Laura ætla að setjast hjá okkur í upphafi þáttar og gera upp dvöl sína þar og fara nánar út í helstu atburði og niðurstöður COP-30.
Við förum svo í okkar reglulegu heimsókn í Þjóðskjalasafnið og hittum þar Ragnhildi Önnu Kjartansdóttur, skjalavörð. Hún ætlar að segja okkur frá helgidagabrotum sem voru framin á 17. og 18. öld ásamt jóladagatali safnsins. En við byrjum á COP-30.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
1. þáttur, Noctuelles úr verkinu Miroirs eftir Maurice Ravel. Angela Hewitt leikur einleik á píanó. Útg. 2002.
Strengjakvintett nr. 4 í g-moll K. 516 eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Þættirnir eru:
I. Allegro ;
II. Menuetto & Trio: Allegretto ;
III. Adagio ma non troppo ;
IV. Adagio: Allegro
Flytjendur: Ébène-kvartettinn (Quatuor Ébène), meðlimir kvartettsins eru fiðluleikararnir Pierre Colombet og Gabriel Le Magadure, Marie Chilemme víóluleikari og Raphaël Merlin sellóleikari. Með þeim leikur einnig Antoine Tamestit, víóluleikari.
Upptökur fóru fram 3.-6. júní 2020 í Auditorium, Seine Musicale. Útg. 2023 á plötunni Mozart: String Quintets K. 515 & 516)
Þættir úr Svítunni Abaris ou les Boréades (1764) eftir Jean-Philippe Rameau.
Hljómsveit 18. aldarinnar leikur undir stjórn Frans Brüggen.
Þættirnir sem hjlóma eru:
Ouverture ; Rondeau vif
Gavotte vive - Gavotte II
Contredanse en rondeau
Entr'acte, les vents
Air vif (torture d'Alphise)
Prelúdía nr. 9 í E-dúr úr Vel stillta hljómborðinu 1. bók, BWV 854 eftir Johann Sebastian Bach. Víkingur Heiðar Ólafsson leikur á píanó. Útg. 2025 á plötunni Opus 109.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þátturinn í dag verður uppfullur af furðulegum ökutækjum í bókum fyrir börn, Undrarútan, Ævintýrabíllinn og Brandarabíllinn.
Þá verður líka fjallað um nýja skáldsögu frá Einari Kárasyni, Sjá dagar koma, sem hann skrifaði eftir ábendingu forseta Íslands og er örlagasaga manns á Vestfjörðum í lok 19. aldar eftir að bandarísk lúðuveiðiskip fara að venja komur sínar hingað.
Svo er rætt um stærðarinnar doðrant beint úr rússnesku klassíkinni, Minnisblöð veiðimanns eftir raunsæismeistarann Ívan Túrgenev sem Áslaug Agnarsdóttir hefur verið að þýða nú nokkuð lengi en var að koma út og það eru tíðindi.
Viðmælendur: Sváfnir Sigurðarson, Áslaug Agnarsdóttir og Einar Kárason.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Ófeigur Sigurðarson lítur við í hljóðstofu, en hann þýddi nýverið smásagnasafn chileska rithöfundarins Roberto Bolaño, Putas asesinas, eða morðhórur í íslenskri þýðingu Ófeigs. Smásögurnar í safninu eru álitnar með því besta sem höfundurinn gaf frá sér og í því koma öll hans helstu einkenni og efnistök; kynferðismál, ofbeldi, ljóðlist, glötuð æska og umkomuleysi í framandi heimi. Ó eilífi foss sem rambar á fossvegum guðs er yfirskrift nýútkominnar hljómplötu og tónverks eftir Kolbein Bjarnason. Yfirskriftin er fengin úr ljóði Steinunnar Sigurðardóttur, og raunar er tónverkið allt byggt á skáldskap hennar, því Kolbeinn settist niður með 10 ljóðabækur Steinunnar sem komu út á fimmtíu ára tímabili og ákvað að velja úr þeim jafnmörg ljóð til tónsetningar. Hann segir frá ferlinu í síðari hluta þáttar, en um miðbik þáttar rýnir Gréta Sigríður Einarsdóttir í Útreiðartúrinn, eftir Rögnu Sigurðardóttur.
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Curtis Yarvin er tölvunarfræðingur og bloggari. Hann er líka maður myrku upplýsingarinnar, eða Dark Enlightenment og hann hefur lengi talað fyrir því að Bandaríkin þurfi að taka upp konungsveldi. Við kynnum okkur hugmyndir Curtis Yarvin eða Mencious Moldbug, eins og hann kallaði sig áður, og tengsl hans við Hvíta húsið.
Það efni sem við notuðum við gerð þáttarins var meðal annars eftirfarandi:
Blogg og textar eftir Curtis Yarvin:
- Patchwork: https://www.unqualified-reservations.org/2008/11/patchwork-positive-vision-part-1/
- Butterfly Revolution: https://graymirror.substack.com/p/the-butterfly-revolution?utm_source=publication-search
- Cathedral: https://graymirror.substack.com/p/a-brief-explanation-of-the-cathedral
- Red pill: https://www.unqualified-reservations.org/2007/04/case-against-democracy-ten-red-pills/
Bækur eftir Yarvin:
- Gray Mirror, Fascicle 1: Disturbance: https://www.amazon.com/Gray-Mirror-Fascicle-I-Disturbance-ebook/dp/B0DV36SK5P
Viðtöl við Yarvin:
- Curtis Yarvin on the End of American Democracy: https://www.youtube.com/watch?v=NcSil8NeQq8
- Welcome to the Dark Enlightenment: https://www.youtube.com/watch?v=RRzfsbIkSoo
- Should America be a monarchy: https://www.youtube.com/watch?v=RjS0lm-IPkQ&t
Greinar um nýja hægrið:
- https://www.vanityfair.com/news/2022/04/inside-the-new-right-where-peter-thiel-is-placing-his-biggest-bets?srsltid=AfmBOorbYg-hg4vJXbs4NHRn8osmrpnYTc4kjfqY31gA_9Ju0onq7nvg
Textar eftir Nick Land:
A quick-and-dirty introduction to accelerationism: https://ia800800.us.archive.org/29/items/nick_land_writings/LAND%2C%20Nick%20-%20A%20Quick%20and%20Dirty%20Introduction%20to%20Accelerationism.pdf
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Gunnar Gíslason, lögmaður á fertugsaldri, segir fjarstæðukennt að hafa setið í gæsluvarðhaldi og einangrun í nærri þrjár vikur vegna grunsemda lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Hann hafnar því alfarið að tengjast slíkri glæpastarfsemi og ætlar ekki að láta framgöngu lögreglunnar gagnvart sér, yfir sig ganga átölulaust.
Samgönguáætlun er fjármögnuð svo langt sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar nær, eða út árið 2030. Allt sem gert verður á fyrsta tímabili hennar er því fjármagnað, ólíkt því sem verið hefur þegar framkvæmdir hafa verið háðar fjárlögum frá ári til árs. Innviðafélag í eigu ríkisins verður lykilþáttur í gerðstórra samgöngumannvirkja.
Sýrlendingar fögnuðu margir í dag að ár væri liðið síðan ógnarstjórn Assads lauk. En þrátt fyrir hátíðarbrag á götum Sýrlands er mörgu ósvarað um framtíð landsins. Nanar Hawach, greinandi hjá hugveitunni International Crisis Group, segir viðsnúninginn undraverðan undir stjórn núverandi leiðtoga Sýrlands, Ahmad al-Sharaa.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Vissuð þið að það eru ekki bara til dagatöl með súkkulaði? Það eru líka til bókadagatöl!
Í þætti dagsins kynnumst við einu slíku, Jólapakkinu. Höfundarnir Helga og Kristín segja frá sögunni sem skiptist í 24. kafla, einn fyrir hvern dag fram að jólum. Bókaormurinn Katrín Sólveig segir frá bókaflokkunum Handbók fyrir ofurhetjur, Lára og Ljónsi og Þín eigin saga. Auk þess uppljóstrar hún hvaða jólasögu hana langar að lesa og hvað henni finnst mega bæta við Bókatíðindi.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Í þættinum hljómar hljóðritun frá tónleikum Gadus Morhua Ensemble sem fóru fram 14. apríl 2025 í Norðurljósum Hörpu á vegum Reykjavík Early Music Festival.
Eyjólfur Eyjólfsson flautuleikari og söngvari, Björk Níelsdóttir söngkona og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari mynda Gadus Morhua en með þeim á tónleikunum lék Guðrún Óskarsdóttir á sembal. Á efnisskránni var frönsk barokktónlist og tónlist eftir meðlimi hópsins.
Jafnframt hljómar verkið Voiceless Mass eftir Raven Chacon en fyrir verkið hlaut hann Pulitzerverðlaunin í tónlist árið 2022, sá fyrsti meðal frumbyggja Bandaríkjanna til að hljóta þau.
Í lok þáttar hljómar nýtt lag Gyðu Valtýsdóttur, Mirror.
Umsjón: Berglind María Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Síðustu vikur hafa hlustendur Samfélagsins heyrt pistla frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar, og Lauru Sólveigu Leffort Scheefer, forseta Ungra umhverfissinna. Þær tóku þátt í COP-30, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Belem í Brasilíu og í pistlum sínum sögðu þær frá dvöl sinni í Belem sem og því sem bar hæst á ráðstefnunni, sem var heldur tíðindamikil í ár. Þær Þorgerður og Laura ætla að setjast hjá okkur í upphafi þáttar og gera upp dvöl sína þar og fara nánar út í helstu atburði og niðurstöður COP-30.
Við förum svo í okkar reglulegu heimsókn í Þjóðskjalasafnið og hittum þar Ragnhildi Önnu Kjartansdóttur, skjalavörð. Hún ætlar að segja okkur frá helgidagabrotum sem voru framin á 17. og 18. öld ásamt jóladagatali safnsins. En við byrjum á COP-30.
Þessi saga forsetaembættisins hefst 1. desember 1918 þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Konungur Danmerkur var áfram þjóðhöfðingi Íslendinga.
Snemma í seinni heimsstyrjöld tóku Íslendingar konungsvaldið í eigin hendur og stofnuðu lýðveldi á Þingvöllum 17. júní 1944.
Guðni Th. Jóhannesson rekur sögu fyrstu fjögurra forseta lýðveldisins. Þeir voru Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Óli Gränz er eyjapeyi og grallari. Hann missti aleigu sína í Heymaeyjargosinu og ástarlíf hans var stundum umtalað í Eyjum. Hjá Óla hefur gleðin alltaf haft yfirhöndina en stundum hefur þó gefið á bátinn. Í ævisögu sinni segir hann á hispurslausan og skemmtilegan hátt frá lífshlaupi sínu sem er engu öðru líkt. Við hittum Óla og rifjuðum upp með honum áhuaverðar sögur.
Hingað komu svo tveir leikarar, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Erling Jóhannesson, en þau komu ekki til að tala neitt um leiklistina, heldur sögðu þau okkur frá Glóð kertastjakanum, sem seldur er til styrktar Konukoti, en Ólafía Hrönn tilheyrir hópi leikhúslistakvenna sem selja kertastjakana á laugardaginn í Hjartagarðinum. Erling er líka gullsmiður og hann hannaði einmitt kertastjakann. Þau sögðu okkur betur frá þessu í þættinum.
Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Sólveig Jónsdóttir stjórnmálafræðingur og rithöfundur, en hún var að senda frá sér bókina Móðurlíf II, framhald af bókinni Móðurlíf, sem var örsagnasafn um allar mögulegar og ómögulegar tilfinningar tengdar móðurhlutverkinu. Við fengum hana til þess að segja okkur um nýju bókina og svo auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Hver á mig? e. Hörpu Rún Kristjánsdóttur
Jórvík e. Þorstein frá Hamri
Ireland in Iceland e. Manchán Magan
On Writing e. Stephen King
Antarctica e. Claire Keegan
Ferð Eiríks til Ásgarðs og Ferð Eiríks til Jötunheima e. Lars Henrik Olsen
Tónlist í þættinum í dag:
Jólasnjór / Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms (Livingston & Evans, texti Jóhanna G. Erlingsson)
Jólin held ég heima / Ellen Kristjánsdóttir (Walter Kent & Kim Gannon, texti Hinrik Bjarnason)
Jólastafrófið / Helgi Björnsson (Kaye & Loman, texti Kári Waage)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í febrúar.
Frá því að hann tók við embætti forseta hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Í þessum þáttum sökkvum við okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Curtis Yarvin er tölvunarfræðingur og bloggari. Hann er líka maður myrku upplýsingarinnar, eða Dark Enlightenment og hann hefur lengi talað fyrir því að Bandaríkin þurfi að taka upp konungsveldi. Við kynnum okkur hugmyndir Curtis Yarvin eða Mencious Moldbug, eins og hann kallaði sig áður, og tengsl hans við Hvíta húsið.
Það efni sem við notuðum við gerð þáttarins var meðal annars eftirfarandi:
Blogg og textar eftir Curtis Yarvin:
- Patchwork: https://www.unqualified-reservations.org/2008/11/patchwork-positive-vision-part-1/
- Butterfly Revolution: https://graymirror.substack.com/p/the-butterfly-revolution?utm_source=publication-search
- Cathedral: https://graymirror.substack.com/p/a-brief-explanation-of-the-cathedral
- Red pill: https://www.unqualified-reservations.org/2007/04/case-against-democracy-ten-red-pills/
Bækur eftir Yarvin:
- Gray Mirror, Fascicle 1: Disturbance: https://www.amazon.com/Gray-Mirror-Fascicle-I-Disturbance-ebook/dp/B0DV36SK5P
Viðtöl við Yarvin:
- Curtis Yarvin on the End of American Democracy: https://www.youtube.com/watch?v=NcSil8NeQq8
- Welcome to the Dark Enlightenment: https://www.youtube.com/watch?v=RRzfsbIkSoo
- Should America be a monarchy: https://www.youtube.com/watch?v=RjS0lm-IPkQ&t
Greinar um nýja hægrið:
- https://www.vanityfair.com/news/2022/04/inside-the-new-right-where-peter-thiel-is-placing-his-biggest-bets?srsltid=AfmBOorbYg-hg4vJXbs4NHRn8osmrpnYTc4kjfqY31gA_9Ju0onq7nvg
Textar eftir Nick Land:
A quick-and-dirty introduction to accelerationism: https://ia800800.us.archive.org/29/items/nick_land_writings/LAND%2C%20Nick%20-%20A%20Quick%20and%20Dirty%20Introduction%20to%20Accelerationism.pdf

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Vandræðalaxinn, Jailhouse Rock Kjúklingur og gratíneraður togari án aflaheimilda eru á meðal rétta í nýrri matreiðslubók sem brýtur allar reglur en hún inniheldur 50 uppskriftir frá 35 föngum. Þrátt fyrir lauflétta titla er undirtónninn alvörugefinn en bókin er hluti af endurhæfingu fanga og leið til að virkja þá til daglegra athafna. Hugmyndin kviknaði þegar Margrét Birgitta Davíðsdóttir sá um rekstur matvöruverslunar Litla-Hrauns og verkefninu barst einnig liðsauki frá Jóa Fel. Margrét Birgitta verður á línunni.
Tæknihornið verður á sínum stað og hann Guðmundur Jóhannsson fer yfir það nýjasta með okkur.
Varað er við því í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna að Evrópa standi frammi fyrir útrýmingu siðmenningar. Óljóst sé hvort sum ríki álfunnar hafi nægan hernaðarmátt og efnahagslega stöðu til að teljast traustir bandamenn Bandaríkjanna. Við förum yfir það og fleira með Magnúsi Skjöld, Prófessor í stjórnmálafræði og Davíði Stefánssyni formanni Varðbergs.
Það var nóg um að vera í íþróttunum um helgina og íþróttadeildin á RÚV sendir fulltrúa sinn í Morgunútvarpið til að fara yfir allt saman.
Austfirðingar fjölmenntu í gær á hitafund um samgöngumál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Ingvar Þóroddsson, þingmaður Norðausturkjördæmis voru á fundinum. Sigurveig Gísladóttir íbúi á Seyðisfirði var ein fjölmargra sem sátu fundinn. Við heyrum í henni.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Jóla hvað og af hverju var á sínum stað og þar gáfu hlustendur heldur betur í með jólalaga tillögur sínar. 45 ár voru frá því að John Lennon var skotinn og Júpiter er ferlegur staður til að vera á!
Lagalisti þáttarins:
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON – Ný Jól
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON, BENNI HEMM HEMM – Undir álögum
QUEEN – Crazy Little Thing Called Love
RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR OG BRUNALIÐIÐ – Þorláksmessukvöld
ÞÓRIR BALDURSSON – Klukknahljóm
JAMIRAQUAI – Canned Heat
SKRÁMUR – Skrámur Skrifar Jólasveininum
OF MONSTERS & MEN – Ordinary Creature
BERGLIND MAGNÚSDÓTTIR – Jólagjöfin í ár! – Jólalagakeppni Rásar 2 2025
DRIFTERS – White Christmas
BLACK KEYS – No Rain, No Flowers
PÁLMI GUNNARSSON – Gleði Og Friðarjól
BJARTMAR GUÐLAUGSSON – Jólalag
LILY ALLEN – Pussy Palace
BRÍET – Sweet Escape
RAKEL SIGURÐARDÓTTIR, LÓN – Jólin eru að koma
HLJÓMAR – Undrastjarna
SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON & KRAFTGALLI – Skatan (Live í std. 12 - 13.12.2019)
HOZIER, MUMFORD AND SONS – Rubber Band Man
STEVIE WONDER – What Christmas Means to Me
DAVID BYRNE – Everybody Laughs
SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR, BAGGALÚTUR – Hótel á aðfangadag
ÍVAR HELGASON – Eitt lítið grenitré
KRISTMUNDUR AXEL, GDRN – Blágræn
SNIGLABANDIÐ – Jólahjól
HONEY DIJON, CHLOE – The Nightlife
STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR OG SALKA SÓL EYFELD – Adam átti syni sjö
ARCADE FIRE – The Suburbs
JOHN LENNON – Happy Christmas (War Is Over)
JORDANA, ALMOST MONDAY – Jupiter
ICEGUYS – María Mey
CURTIS HARDING – The Power
MÚSÍK OG MATUR – Aðfangadagskvöld – Jólalagakeppni Rásar 2 2025
MOONGLOWS – Hey Santa Claus
DIDDÚ – Einmana Á Jólanótt
KARLAKÓRINN LÓUÞRÆLAR – Á jólunum er gleði og gaman
ÍVAR BEN – Stríð
STEREOPHONICS – Maybe Tomorrow
THE LEMONHEADS – Fear Of Living

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Blóðbankanum hefur gengið illa að fá inn blóðgjafa undanfarið. Deildarstjóri segir að blóðgjöfum hafi verið vísað frá vegna möguleika á veirusýkingu sem berst með flugnabiti og það bæti ekki stöðuna á þessum tíma árs.
Ár er síðan Assad Sýrlandsforseta var steypt af stóli eftir nærri aldarfjórðungs ógnarstjórn. Sýrland dagsins í dag er ef til vill betra, en sérfræðingur um málefni landsins segir enn langt í land.
Stjórn Skólameistarafélags Íslands átti fund með mennta- og barnamálaráðherra í morgun vegna uppsagna tveggja skólameistara. Formaður Skólameistarafélagsins segir miður hvernig staðið hafi verið að málum síðustu daga en ráðherra hafi lofað félaginu betra samráði í framhaldinu.
Skaftárhlaup hófst um helgina. Hlaupið er ekki stórt, að sögn náttúruvársérfræðings og ógnar ekki innviðum eins og staðan er.
Félags tónskálda og textahöfunda vill ekki að Ísland taki þátt í Júróvisjón. Stjórn RÚV tekur ákvörðun á miðvikudaginn.
Fólki var mikið niðri fyrir á íbúafundi um gangagerð á Austfjörðum í gær. Seyðfirðingur segir að ef frestun á Fjarðarheiðargöngum verði haldið til streitu hafi það mikil áhrif á byggðaþróun.
Olíumálverk eftir Jóhannes Kjarval seldist á uppboði í Svíþjóð um helgina fyrir tæpa hálfa milljón króna. Framkvæmdastjóri hjá Gallerí Fold segir verkið kosta kaupandann hátt í átta hundruð þúsund þegar upp er staðið.
Hópur Skaftafellinga lýsir furðu og óánægju með breytingu á gistihúsabyggð í Skaftafelli. Ákvörðun um að fjölga húsum hafi ekki verið nægilega vel kynnt.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Í gærkvöld boðaði Viðreisn með stuttum fyrirvara fund með íbúum Seyðisfjarðar og nágrennis. Á fundinn mættu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar og Ingvar Þóroddsson þingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi og umræðuefnið var breytt forgangsröðun í samgönguáætlun er varðar jarðgangnagerð. Við hringdum í Jónínu Brynjólfsdóttur forseti sveitarstjórnar Múlaþings
Meta byrjaði í síðustu viku að hreinsa út reikninga ástralskra barna yngri en sextán ára. Lög sem banna samfélagsmiðlanotkun barna yngri en 16 ára taka gildi í Ástralíu 10. Desember. En hvað þýðir þetta og er þetta eitthvað sem líklegt er að aðrir taki upp í framtíðinni- Skúli Bragi Geirdal er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands - við heyrðum í honum
Sunna Hlín Jóhannesdóttir oddviti framsóknar á Akureyri skrifaði opið bréf til heilbrigðisráðherra í dag á Vísi þar sem hún fjallar um vandann sem blasir við á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAK) og í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi, vandi sem sé bæði flókinn og margþættur. Við ræddum stöðuna við Sunnu Hlín.
Nýlega kom út bókin Mzungu sem segir frá Huldu sem ferðast til Kenía til að starfa á munaðarleysingjaheimili. Hulda mætir þangað ásamt vinkonu og syni vinahjóna í þeim tilgangi að láta gott af sér leiða og hún hefur einnig með hjálp góðs fólks safnað fé svo hægt sé að auka lífsgæði barnanna. Heimilið er rekið af íslenskum manni sem nefndur er Skúli í bókinni og virðist stýra því af miklum myndarskap. Þegar líða tekur á dvöl Huldu og félaga fer hana að gruna að ekki sé allt með felldu. Bókina skrifa Þórunn Rakel Gylfadóttir ásamt Simon Okoth Aora, Þórunn Rakel kom til okkar.
Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í þremur löndum og í mörgum tímabilum næsta sumar. Það hefur mikil áhrif á tímasetningar leikja sem sést vel á leikjadagskránni sem var gefin út um helgina. Hilmar Björnsson er yfirmaður iþróttafréttadeildar RUV við ræddum við hann.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað um helgina en hvernig gekk ?
Brynjar Helgi Ásgeirsson er forstöðumaður í Hlíðarfjalli við heyrðum í honum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Gunnar Gíslason, lögmaður á fertugsaldri, segir fjarstæðukennt að hafa setið í gæsluvarðhaldi og einangrun í nærri þrjár vikur vegna grunsemda lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Hann hafnar því alfarið að tengjast slíkri glæpastarfsemi og ætlar ekki að láta framgöngu lögreglunnar gagnvart sér, yfir sig ganga átölulaust.
Samgönguáætlun er fjármögnuð svo langt sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar nær, eða út árið 2030. Allt sem gert verður á fyrsta tímabili hennar er því fjármagnað, ólíkt því sem verið hefur þegar framkvæmdir hafa verið háðar fjárlögum frá ári til árs. Innviðafélag í eigu ríkisins verður lykilþáttur í gerðstórra samgöngumannvirkja.
Sýrlendingar fögnuðu margir í dag að ár væri liðið síðan ógnarstjórn Assads lauk. En þrátt fyrir hátíðarbrag á götum Sýrlands er mörgu ósvarað um framtíð landsins. Nanar Hawach, greinandi hjá hugveitunni International Crisis Group, segir viðsnúninginn undraverðan undir stjórn núverandi leiðtoga Sýrlands, Ahmad al-Sharaa.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Laufey - Santa Claus Is Comin' To Town.
Olivia Dean - So Easy (To Fall In Love).
Lily Allen - Pussy Palace.
Katla María - Ég fæ jólagjöf.
Lón - Ég hlakka svo til.
Geese - Cobra.
Arlo Parks - Last Christmas.
Bríet - Sweet Escape.
Kings of Leon - To Space.
Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Það snjóar.
Pulp - The Man Comes Around
Marvin, Lee - Wand'rin' star.
Portugal. The man - Tanana.
Honey Dijon, Chloe - The Nightlife.
Sampa the Great, Mwanjé - Can't Hold Us.
FKA twigs - HARD.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Undir álögum.
Goulding, Ellie - River.
Goose - Madalena.
Carlile, Brandi - Returning To Myself.
Vigdís Hafliðadóttir, Vilberg Pálsson - Þegar snjórinn fellur.
Wombats, The - Holy Sugar.
MORÐINGJARNIR - Jólafeitabolla.
Pretty Reckless, The - Christmas Is Killing Me
Bad Religion - White Christmas
Valdimar Guðmundsson, Baggalútur, Bríet - Jólin eru okkar.
Jeff Tweedy- Christmas Must Be Tonight.
Bahamas - The Bridge.
Flock of Dimes, Dijon, Bon Iver - Day One
Dikta - Nóttin var sú ágæt ein.
Helgar - Absurd.
Middle Kids - Driving Home For Christmas.
Water from your Eyes - Playing Classics
Gorillaz, Idles - The God Of Lying
Addison Rae - Headphones On
Avalon Emerson - Eden
Charlotte Day Wilson - Selfish
Prins Thomas - Linger
Hercules and Love Affair - Someone Else is Calling
Romy - Love You Love
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Hljómsveitin Lón varð upphaflega til í kringum jólaverkefni. Á þessari stuttskífu eru fimm þekkt jolalög sem þau Valdimar, Ómar, Ásgeir og Rakel setja í sinn einstaka búning.
Þeir þrír fyrstnefndu settust niður með Margréti Erlu og hlustuðu á plötuna.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.
Við kíkjum almennilega á þau sem tilnefnd voru til Kraumsverðlauna og verðlaunahafana ásamt því að tala við forsprakka hljómsveitarinnar BKPM um plötuna þeirra Bíddu Ha?
Lagalisti
Jóhannes Pálmason - Umla
Ásta - Ástarlag fyrir vélmenni
LucasJoshua - Parkinson
LaFontaine - Skipulögð Geðveiki
knackered - luv uUu
BKPM - Vafið Í Plasti
BKPM - Sósa (brot)
BKPM - Vínarborg
BKPM - Lag 8
BKPM - Snjóstormur
BKPM - Rífa Það Niður