07:03
Morgunvaktin
Rússland og Indland, þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna og streita
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Áfram er rætt um möguleikann á friði í Úkraínu, þó ekkert samkomulag liggi fyrir. Þó ríki á Vesturlöndum hafi beitt Rússa viðskiptaþvingunum allt frá innrásinni er Pútín Rússlandsforseti ekki óvelkominn alls staðar. Indversk stjórnvöld tóku á móti honum með pompi og pragt fyrir helgi. Við ræddum um samband þessara tveggja stóru ríkja, og um stöðu friðarviðræðna við Val Gunnarsson sagnfræðing og rithöfund.

Bandarísk stjórnvöld gáfu út nýja þjóðaröryggisstefnu á föstudag. Þar er mikið talað um Evrópu - að álfan geti orðið óþekkjanleg eftir 20 ár - og Evrópusambandið er harðlega gagnrýnt. Björn Malmquist fréttamaður í Brussel fjallaði um þessa nýju stefnu og viðbrögðin við henni. Björn ræddi líka önnur Evrópumál, og við heyrðum í Jónínu Rós Hjartardóttur og Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur frá Átaki - félag fólks með þroskahömlum, sem voru í Brussel í síðustu viku.

Í síðasta hluta þáttarins var talað um streitu. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá embætti landlæknis, fór yfir mælingar á henni hér á landi. Ungar konur eru sá hópur sem finnur oftast og mest fyrir streitu, og leita þarf leiða til að jafna álag. Dóra gaf einnig góð ráð til að takast á við streituna á aðventunni.

Tónlist:

Laufey - Bewitched.

John Lennon - Woman.

Pikknikk - Gerum betur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,