12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 8. desember 2025
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Blóðbankanum hefur gengið illa að fá inn blóðgjafa undanfarið. Deildarstjóri segir að blóðgjöfum hafi verið vísað frá vegna möguleika á veirusýkingu sem berst með flugnabiti og það bæti ekki stöðuna á þessum tíma árs.

Ár er síðan Assad Sýrlandsforseta var steypt af stóli eftir nærri aldarfjórðungs ógnarstjórn. Sýrland dagsins í dag er ef til vill betra, en sérfræðingur um málefni landsins segir enn langt í land.

Stjórn Skólameistarafélags Íslands átti fund með mennta- og barnamálaráðherra í morgun vegna uppsagna tveggja skólameistara. Formaður Skólameistarafélagsins segir miður hvernig staðið hafi verið að málum síðustu daga en ráðherra hafi lofað félaginu betra samráði í framhaldinu.

Skaftárhlaup hófst um helgina. Hlaupið er ekki stórt, að sögn náttúruvársérfræðings og ógnar ekki innviðum eins og staðan er.

Félags tónskálda og textahöfunda vill ekki að Ísland taki þátt í Júróvisjón. Stjórn RÚV tekur ákvörðun á miðvikudaginn.

Fólki var mikið niðri fyrir á íbúafundi um gangagerð á Austfjörðum í gær. Seyðfirðingur segir að ef frestun á Fjarðarheiðargöngum verði haldið til streitu hafi það mikil áhrif á byggðaþróun.

Olíumálverk eftir Jóhannes Kjarval seldist á uppboði í Svíþjóð um helgina fyrir tæpa hálfa milljón króna. Framkvæmdastjóri hjá Gallerí Fold segir verkið kosta kaupandann hátt í átta hundruð þúsund þegar upp er staðið.

Hópur Skaftafellinga lýsir furðu og óánægju með breytingu á gistihúsabyggð í Skaftafelli. Ákvörðun um að fjölga húsum hafi ekki verið nægilega vel kynnt.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,