18:30
Hvað ertu að lesa?
Jólapakkið og fleiri jólabókadagatöl
Hvað ertu að lesa?

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.

Umsjón: Embla Bachmann

Vissuð þið að það eru ekki bara til dagatöl með súkkulaði? Það eru líka til bókadagatöl!

Í þætti dagsins kynnumst við einu slíku, Jólapakkinu. Höfundarnir Helga og Kristín segja frá sögunni sem skiptist í 24. kafla, einn fyrir hvern dag fram að jólum. Bókaormurinn Katrín Sólveig segir frá bókaflokkunum Handbók fyrir ofurhetjur, Lára og Ljónsi og Þín eigin saga. Auk þess uppljóstrar hún hvaða jólasögu hana langar að lesa og hvað henni finnst mega bæta við Bókatíðindi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,