Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Zelensky Úkraínuforseti heldur í Hvíta húsið í dag til fundar við Trump Bandaríkjaforseta, í kjölfar fundar þess síðarnefnda með Pútín Rússlandsforseta. Evrópuleiðtogar og framkvæmdastjóri NATO verða með í för. Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fyrrverandi utanríksiráðherra og sérstakan erindreka Evrópuráðsins í málefnum úkraínskra barna.
Staða mála í Grindavík var til umfjöllunar. Uppbygging ætti að geta farið að hefjast þar að mati Ásrúnar Helgu Kristinsdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkur.
Í gær voru gerðar töluverðar breytingar á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Ýmsar strætóleiðir ganga nú örar en áður og hægt er að taka strætó lengur fram á kvöld, til dæmis. Þetta er hluti af samgöngusáttmálanum og undirbúningur fyrir Borgarlínu. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, kom í þáttinn.
Tónlist:
Franklin, Aretha - Today I sing the blues.
KK, Jón Jónsson Tónlistarm. - Sumarlandið.
Tómas R. Einarsson - Lag 2 [Án titils].
Bergþór Pálsson - Óviðjafnanlega Reykjavík - 18. ágúst.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Breski píanó- og orgelleikarinn spilaði nokkuð oft með Rolling Stones á hljómplötum þeirra og tók öðru hvoru þátt í tónleikaferðum þessarar lífseigu hljómsveitar. Lögin sem hljóma í þættinum eru We Love You, She's A Rainbow, Sympathy For The Devil, Gimme Shelter, Loving Cup, Angie, Fool To Cry og Waiting On A Friend.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Nýstofnað Njálufélag hefur að markmiði að hefja Brennu-Njáls sögu til þess vegs og virðingar sem henni ber í íslenskri bókmenntasögu, eins og þau orða það. Af því tilefni stendur félagið fyrir Njáluvöku í Rangárþingi dagana 21.-24.ágúst, þar sem verður meðal annars lista- og fræðakvöld á Hvolsvelli og hópreið í slóð Brennu-Flosa. Margir koma við sögu á hátíðinni og tvö þeirra, Guðni Ágústsson formaður Njálufélagsins og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, stjórnarmaður í félaginu, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá Njáluvökunni, félaginu og þeirra persónulegu tengingu við Brennu-Njáls sögu.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Torfi á orfi / Snorri Helgason (Snorri Helgason)
Njáll og Bergþóra / Spilverk Þjóðanna (Spilverkið)
Could You Be Loved / Bob Marley & The Wailers (Bob Marley & The Wailers)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Á Íslandi þurfa eldri borgarar að endurnýja ökuréttindi sín örar en tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar. Guðbrandur Bogason sem hefur verið formaður Ökukennarafélagsins í 27 ár, segir það endurspegla fordómum fyrir eldri borgurum. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins er að reyna að fá lögunum breytt svo eldra fólk þurfi ekki standa í þessu veseni. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Schola Cantorum syngur Stóðum tvö í túni, íslenskt þjóðlag í útsetningu eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Textinn er úr Víglundarsögu. Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
Snorri Sigfús Birgisson leikur á píanó eigin útsetningu á íslenska þjóðlaginu Farðu að sofa fyrir mig.
Yuja Wang leikur á píanó, Intermezzo í cís moll op. 117 nr. 3 eftir Johannes Brahms.
Rachel Podger leikur á fiðlu ásamt kammerhópnum Brecon Baroque, Kammerlög (Chamber airs) fyrir fiðlu og tölusettan bassa op. 2, nr. 4 í a-moll eftir Richard Jones. Verkið er í 3 þáttum:
I. Preludio. Largo
II. Allegro
III. Giga. Allegro
Daniel Hope leikur á fiðlu með AIR Ensemble, Introduction to Scarlatti's Lessons eftir Thomas Roseingrave (umritun fyrir kammerhóp).
Quatuor Mosaïques leikur Strengjakvartett í h-moll op. 33 nr. Hob. III: 37 eftir Franz Joseph Haydn.
Fílharmóníusveit Norðurslóða (Arctic Philharmonic) leikur Vorið, úr 12 söngvum op. 33 (nr. 2) eftir Edvard Grieg í útsetningu fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Ben Palmer. Einleikari á fiðlu: Eldbjørg Hemsing. Stjórnandi: Christian Kluxen.
Spilmenn Ríkínís flytja Sorg er sárleg pína, þjóðlag og þjóðkvæði úr handritinu Melódíu. Marta Guðrún Halldórsdóttir syngur og leikur á lýru og Örn Magnússon leikur á hörpu.
Guðrún Hálfdánardóttir ræðir við Brynjólf Karlsson og Jónas Hall sem kynntust þegar þeir voru 12 ára og störfuðu sem tollverðir um árabil.
Tónlist: Stolin stef - Gunnar Gunnarsson
Speak softly - Haukur Heiðar Ingólfsson
Catching Lightning - Alex Mastronardi.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Fyrr í sumar uppgötvaðist á bókasafni Columbia háskóla í New York áður óþekkt píanóverk eftir eitt af höfuðtónskáldum Íslendinga, Leif Þórarinsson. Um er að ræða tilbrigði við þjóðlegt en frumsamið stef, sem taka um 4 mín í flutningi. Á hljóðrituninni fannst líka viðtal við Leif sem er um margt forvitnilegt. Tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson segir frá þessum merkisfundi í fyrstu Víðsjá vetrarins.
Jón Hallur Stefánsson gaf nýverið út Mansöngva, tvöfalda hljómplötu þar sem hann leikur
á píanó og syngur sína eigin texta, sem fjalla um ástina í öllu sínu veldi. Jón Hallur hefur verið ötull þýðandi undanfarin ár, auk þess að skrifa glæpasögur og ljóð. Hann lýsir sköpunarferli lagasmíðanna við það að vera í hálfgerðu vímuástandi, þar sem textarnir flæða inn í ómótaða melódíuna.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við förum yfir það sem stóð upp úr í menningarneyslu okkar í sumarfríinu. Hjá Lóu voru það Netflix-þættirnir Too Much og hjá Kristjáni voru það tvær bækur þar sem New York er sögusviðið. Just Kids eftir Patti Smith og New York! New York! Ameríkuannálar Kristins Jóns Guðmundssonar. Brynja Hjálmsdóttir segir frá þáttunum Pokerface, nýju uppáhaldsþáttunum sínum.
Fréttir
Fréttir
Varanlegur friður í Úkraínu er það sem stefnt er að - sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir leiðtogafund í Washington. Hann vonast til að hitta Zelensky og Pútín í þríhliða viðræðum.
Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um tolla á járnblendi um óákveðinn tíma. Forstjóri Elkem segir frestunina mikinn létti en að nauðsynlegt sé að málið skýrist.
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir upphæð sektar á hendur Landsvirkjunar endurspegla hve alvarlegt brotið er. Grunur leikur á að starfsmenn Landsvirkjunar hafi vitað að framferði þeirra væri brot.
Útköll sérsveitar Ríkislögreglustjóra vegna tilkynninga um skotvopn hafa þrefaldast á aðeins tíu árum. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra bera ávallt vopn í aðgerðum nema í sérstökum undantekningartilfellum.
Grásleppuveiðar eru ekki sjálfbærar að mati alþjóðlegra matsaðila, sem sviptu greinina sjálfbærnivottun. Sjófuglinn Teista, sem er í útrýmingarhættu, hefur undanfarin ár drepist í hundraða tali við veiðarnar.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Evrópskir leiðtogar að Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu meðtöldum gengu á fund Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna í Washington í dag. Trump sagði fyrir fund sinn með Zelensky að mögulegt væri að þeir settust niður fljótlega með Vladimir Pútín forseta Rússlands til að ræða leið til varanlegs friðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að stríðið í Úkraínu sé efst á baugi á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Kanada. Hún telur að fundurinn með evrópsku leiðtogunum sýni samstöðu Evrópu og ekki sé hægt að önnur ríki eins og Rússland ráði því hvort Úkraína gengur í NATO.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Hvað voru krakkar að lesa í sumar? Hvaða viðburði buðu bókasöfn upp á? Hvað er fram undan í haust?
Í þessum fyrsta þætti vetrarins svörum við þessum spurningum og fleirum með hjálp Heiðrúnar Dóru, bókasafnsfræðings, og Ágústs Arnar, bókaorms.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóðritun frá tónleikum sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá 21. mars sl.
Flytjendur:
Herdís Anna Jónasdóttir söngkona og sellóleikararnir Bryndís Halla Gylfadóttir, Margrét Árnadóttir, Hrafnkell Orri Egilsson, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir,Sigurður Bjarki Gunnarsson, Sigurgeir Agnarsson, Steiney Sigurðardóttir og Urh Mrak.
Efnisskrá:
Astor Piazzolla - Árstíðirnar í Buenos Aires (1965) Sumar - Allegro úts. James Barralet
Brasilískt þjóðlag - Casinha Pequenina úts. Bruno Lima/Hrafnkell Orri Egilsson
Þórður Magnússon - Scherzo (2005/2025)
Heitor Villa-Lobos -Bachianas Brasileiras nr. 5 (1938) Aria (Cantilena) / Adagio Dança (Martelo) Allegretto
Astor Piazzolla - Árstíðirnar í Buenos Aires (1965) Vor - Allegro úts. James Barralet
Magnús Blöndal Jóhannsson - Sveitin milli sanda (1962) úts. Hrafnkell Orri Egilsson
Astor Piazzolla - Libertango (1974) úts. Hrafnkell Orri Egilsson
Nú vil ég enn í nafni þínu - ísl þjóðlag úts Þórður Magnússon
Einnig hljómar í þættinum:
Sinfónía númer 2 eftir Arvo Pärt.
Made in - eftir Adéle Viret
Ibuyile I'Africa (Africa is back) eftir Abel Selaocoe

Sagan er eftir Guðmund Gíslason Hagalín og gerist á síðari hluta nítjándu aldar í sveit við hafið. Umhverfið er greinilega Vestfirðir, þar fæddist höfundurinn og ólst upp og sótti sér efnivið í mörg ritverk á löngum ferli. Sagan um Márus fjallar um bóndann á Valshamri og viðureign hans við nágranna sína og meistara Jón, en Vídalínspostilla var mikill áhrifavaldur í lífi þessa fólks. Márus hneigist til að beita sveitunga sína hörðu vegna ágirndar, en Guðný kona hans sefar yfirgang bónda síns með tilstyrk meistara Jóns. - Þetta er ein af seinni sögum Guðmundar Hagalíns, kom út 1967, hún er 17 lestrar en hljóðritunin er frá 1970.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Nýstofnað Njálufélag hefur að markmiði að hefja Brennu-Njáls sögu til þess vegs og virðingar sem henni ber í íslenskri bókmenntasögu, eins og þau orða það. Af því tilefni stendur félagið fyrir Njáluvöku í Rangárþingi dagana 21.-24.ágúst, þar sem verður meðal annars lista- og fræðakvöld á Hvolsvelli og hópreið í slóð Brennu-Flosa. Margir koma við sögu á hátíðinni og tvö þeirra, Guðni Ágústsson formaður Njálufélagsins og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, stjórnarmaður í félaginu, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá Njáluvökunni, félaginu og þeirra persónulegu tengingu við Brennu-Njáls sögu.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Torfi á orfi / Snorri Helgason (Snorri Helgason)
Njáll og Bergþóra / Spilverk Þjóðanna (Spilverkið)
Could You Be Loved / Bob Marley & The Wailers (Bob Marley & The Wailers)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við förum yfir það sem stóð upp úr í menningarneyslu okkar í sumarfríinu. Hjá Lóu voru það Netflix-þættirnir Too Much og hjá Kristjáni voru það tvær bækur þar sem New York er sögusviðið. Just Kids eftir Patti Smith og New York! New York! Ameríkuannálar Kristins Jóns Guðmundssonar. Brynja Hjálmsdóttir segir frá þáttunum Pokerface, nýju uppáhaldsþáttunum sínum.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Framhaldsskólar og háskólar taka aftur á móti nemendum í dag og búast má við að umferðin þyngist nokkuð við það. Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar, verður gestur okkar í upphafi þáttar.
Evrópskir leiðtogar fylkja liði til Washington þar sem Trump fundar með Zelensky í dag. Við hverju má búast í dag? Við ræðum við Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant, ræðir fréttir úr heimi tækninnar.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, og Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verða gestir okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðuna á húsnæðismarkaði.
Íþróttir helgarinnar með Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni.
Við ræðum ADHD-einhverfu meðal íslenskra barna og unglinga. Kristín Rós Sigurðardóttir ein höfunda greinar um málið sem birtist í The Lancet Child & Adolescent Health í sumar kemur til okkar.



Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Orri Freyr Rúnarsson
Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Mál málanna í dag er fundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Volodimirs Selenskís Úkraínuforseta. Oddur Þórðarson fréttamaður fór yfir fundinn og mögulegan árangur af honum.
Í gær 17. ágúst var haldið upp á 1. árs afmæli verslunarinnar Prís en frá opnum hefur Prís verið ódýrust allra matvöruverslana á landinu samkvæmt ítrekuðum mælingum Verðlagseftirlits ASÍ. En hvernig hefur gengið á þessu fyrsta ári? Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís kom til okkar
20 jakkafataklæddir hlauparar lögðu í morgun af stað frá Akureyri til Reykjavíkur, en þeir munu hver um sig hlaupa sex maraþon næstu sex dagana til styrktar Krafti. Við heyrðum í tveimur hlauparanna, þeim Pétri Ívarssyni, og Jóhanni Ottó Wathne.
Samkvæmt umfjöllun í Morgunblaðinu síðustu daga eru fjölmargar fyrirhugaðar nýbyggingar ekki hugsaðar með bílakjallara. Ein rökin eru þau að þeir íbúar sem ekki eiga bíl þurfi ekki að greiða niður bílastæði fyrir aðra. Bílastæðismál virðast vera orðin mun flóknari en áður og sótt er mjög að einkabílnum og allt er þetta liður í þéttingu byggðar í Reykjavík. Sigurður Ágúst Sigurðsson formaður félags eldri borgarar í Reykjavík kom til okkar.
Nýstofnað Njálufélag að frumkvæði og undir forystu Guðna Ágústssonar gengst fyrir Njáluvöku sem hefst í Rangárþingi á fimmtudag. Tilgangur félagsins er að hefja Brennu-Njáls sögu til þess vegs og virðingar sem henni ber í íslenskri bókmenntasögu, og verður mikið um dýrðir á hátíðinni, sem nær hápunkti með útihátíð á Rangárbökkum þar sem 99 manna hópreið í slóð Brennu-Flosa lýkur með því að eldur verður borinn að táknrænni endurgerð Bergþórshvols. Guðni kom og sagði okkur betur af þessu.
Didda Flygenring og Sigríður Hafdís Hannesdóttir hafa í sumar safnað sögum og minningum Eskfirðinga sem til þessa hafa ekki þótt nógu merkilegar til að vera ritaðar. Þær halda áfram að safna á bæjarhátíðinni Útsæðinu um helgina og sýna afraksturinn með bæjargöngu í næstu viku. Við slógum á þráðinn til Diddu.
Fréttir
Fréttir
Varanlegur friður í Úkraínu er það sem stefnt er að - sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir leiðtogafund í Washington. Hann vonast til að hitta Zelensky og Pútín í þríhliða viðræðum.
Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um tolla á járnblendi um óákveðinn tíma. Forstjóri Elkem segir frestunina mikinn létti en að nauðsynlegt sé að málið skýrist.
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir upphæð sektar á hendur Landsvirkjunar endurspegla hve alvarlegt brotið er. Grunur leikur á að starfsmenn Landsvirkjunar hafi vitað að framferði þeirra væri brot.
Útköll sérsveitar Ríkislögreglustjóra vegna tilkynninga um skotvopn hafa þrefaldast á aðeins tíu árum. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra bera ávallt vopn í aðgerðum nema í sérstökum undantekningartilfellum.
Grásleppuveiðar eru ekki sjálfbærar að mati alþjóðlegra matsaðila, sem sviptu greinina sjálfbærnivottun. Sjófuglinn Teista, sem er í útrýmingarhættu, hefur undanfarin ár drepist í hundraða tali við veiðarnar.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Evrópskir leiðtogar að Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu meðtöldum gengu á fund Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna í Washington í dag. Trump sagði fyrir fund sinn með Zelensky að mögulegt væri að þeir settust niður fljótlega með Vladimir Pútín forseta Rússlands til að ræða leið til varanlegs friðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að stríðið í Úkraínu sé efst á baugi á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Kanada. Hún telur að fundurinn með evrópsku leiðtogunum sýni samstöðu Evrópu og ekki sé hægt að önnur ríki eins og Rússland ráði því hvort Úkraína gengur í NATO.

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
"Það er eitt sungið viðlag á plötunni. Annars er hún bara rapp. Ég geymdi aðeins Klisju-Gauta og Malbiks-Gauta - ekki að það sé farið... Ég fjarlægðist rapp og ég fjarlægðist hjólabrettið, en ég er að finna það aftur. Þetta er kjarninn minn og þarna liggur hjartað mitt," segir Emmsjé Gauti.
Hann settist niður með Margréti Erlu Maack og þau hlustuðu á Stéttina saman.