• 00:02:39Viðbrögð almennings við stjórnarslitum
  • 00:23:00Stjörnu-Sævar og halastjarnan
  • 00:39:08Ástarbréf frá Holdsveikispítalanum

Samfélagið

Fólk á förnum vegi um stjórnarslitin, Stjörnu-Sævar og halastjarnan, ástarbrjef frá Holdsveikispítalanum

Það eru umbrotatímar í pólitíkinni. Við heyrum hvað fólki á förnum vegi finnst um stjórnarslitin og framtíðina - gefum fólki sem í morgun var á rölti um Kringluna, Borgartún, Katrínartún og Snorrabraut orðið.

Og úr pólitíkinni yfir í önnur stórmál, kannski á öðrum skala. Freðinn risi úr öðru sólkerfi hefur undanfarið tekið þátt í lýsa upp næturhimininn - við fáum Sævar Helga Bragason, jarðfræðing og vísindamiðlara með meiru, til þess segja okkur frá Halastjörnunni Tsuchinshan-Atlas C/2023 A3.

Við förum svo í heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands - þar segir Jón Torfi Arason, skjalavörður, okkur frá harmþrungu ástarbréfi sem fannst inni í vegg gamals húss á Ísafirði fyrir tæpum fimmtíu árum og skilaði sér nýlega til safnsins. Það reyndist vera frá manni sem skrifaði konu sinni frá holdsveikispítalanum í Laugarnesi.

Tónlist:

Nelson, Willie - Georgia on my mind.

Una Torfadóttir - Í löngu máli.

Frumflutt

14. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,