• 00:00:00Ársskýrsla unicef
  • 00:00:00Afbrotafræðingur um ástand í Hafnarfirði
  • 00:00:00Heimsókn á Þjóðskjalasafn

Samfélagið

Ársskýrsla Unicef, múgæsingur og ótti í Hafnarfirði, heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands

Ársskýrsla Unicef kom út fyrir skömmu og við ætlum ræða við Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. Það hefur enginn farið varhluta af stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem margir þjást og börn mest af öllum. Varnarlaus börn eru fórnarlömb í stríði og þurfa reiða sig á hjálp sem því miður hefur ekki getað borist nema af skornum skammti. Þúsundir barna hafa verið drepin og særst í átökum og vinnur Unicef hörðum höndum því hjálpa börnum og hefur ítrekað krafist vopnahlés. Einnig þurfum við huga réttindum barna á Íslandi.

Við fjöllum líka um mál sem hefur skekið hafnarfjörð síðastliðnar vikur, maður eða menn hafa ítrekað veist börnum í bænum og foreldrar og börn uggandi, reiði og múgæsingur á samfélagsmiðlum virðist hafa náð nýjum hæðum eftir mynd var birt af meintum árásarmanni - fólk steig fram undir nafni og hótaði manninum ofbeldi og jafnvel lífláti. Við ræðum þetta við Margréti Valdimarsdóttur dósent í félags- og afbrotafræði.

Við heimsækjum svo þjóðskjalasafnið í lok þáttar - heyrum þar af kjörum vinnuhjúa á nítjándu öld.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Lísa Pálsdóttir.

Tónlist:

POLLAPÖNK - Enga fordóma (Söngvakeppnin 2014).

Frumflutt

3. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,