• 00:06:21Orkuvinnsla í geimnum
  • 00:26:46Guðlaug í Skalla
  • 00:42:42Málfarsmínúta
  • 00:43:54Álftaparið Jón og Sara

Samfélagið

Orkuvinnsla í geimnum, Heimsókn í Skalla, málfar og dýraspjall með Guðmundi Fylkissyni.

Við ætlum forvitnast um hugmyndir um orkuframleiðslu í geimnum. Þetta hljómar dálítið eins og vísindaskáldskapur en slíkar hugmyndir hafa verið uppi í hálfa öld. Og hefur íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs gert samstarfssamning við breska fyrirtækið Space Solar sem hefur hannað sólarorkuver sem staðsett verða á sporbaug um jörðu. Þar mundu þau virkja geisla sólarinnar og miðla orkunni til jarðar með útvarpsbylgjum. Kjartan Örn Ólafsson framkvæmdastjóri Transition Labs segir okkur meira.

Guðlaug Steingrímsdóttir, kaupmaður í söluturninum Skalla við Hraunbæ í Árbæjarhverfi í Reykjavík, bauð öllum sem vildu upp á ís úr vél í gær í tilefni af fjörutíu ára starfsafmæli sínu - við ræðum við hana um þessi tímamót, sjoppurekstur og það hvað einkennir sjoppuna Skalla sem á sér meira en hálfrar aldar sögu.

Við heyrum málfarsmínútu, og svo fræðumst við um fjölskyldulíf þeirra Jóns og Söru, sem nýlega fluttust í Hafnarfjörðinn. Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður og dýravinur, hefur kynnst þessu álftapari vel og aðstoðað þau við koma ungum á legg. Hann kemur til okkar í lok þáttar.

Tónlist:

GDRN - Ævilangt.

KLASSART - Landamæri.

Una Torfadóttir, Sigurður Halldór Guðmundsson Tónlistarm. - Þetta líf er allt í læ.

Frumflutt

10. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,