Samfélagið

Safnarölt í Reykjanesbæ og hafbotnsrannsóknir

Samfélagið heilsar úr saumavélaherbergi byggðarsafnsins í Reykjanesbæ, sem er staðsett í Duus-safnahúsinu í Keflavík. Um helgina er haldin sérstök safnahelgi á Suðurnesjum og í tilefni þess röltum við safnanna á milli og fræðumst um starfsemi þeirra, safnkosti og jafnvel hugmyndafræði.

Við fáum til okkar Höllu Kareni Guðjónsdóttur, verkefnastjóra safnahelgar á Suðurnesjum, og Guðlaugu Maríu Lewis, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, ræðum um söfnin, menninguna og samfélagið á Suðurnesjum.

Síðan ræðum við við Bryndísi Brandsdóttur, jarðeðlisfræðing hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, um rannsóknir á hafsbotninum.

Frumflutt

25. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,