• 00:02:08Stóra sundlaugarmálið í Mývatnssveit
  • 00:39:24Frú Ragnheiður á Akureyri

Samfélagið

Stóra sundlaugarmálið í Mývatnssveit og frú Ragnheiður á Akureyri

Í dag fjöllum við um mikið hitamál í Þingeyjarsveit; um sögu sundlaugar í Reykjahlíð, þéttbýliskjarna við Mývatn, sem var fjarlægð með stórtækum vinnuvélum af óljósum ástæðum, í óþökk íbúa svæðisins. Þótt laugarkarið hafi verið grafið upp fyrir meira en átta árum er grunnur laugarinnar enn eins og opið sár fyrir utan íþróttamiðstöð Reykjahlíðar, íbúum til ama.

Í dag heimsækjum við Reykjahlíð, ræðum við starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar á svæðinu, íbúa og sveitarstjórnarfólk til svara spurningunum: Hvað varð um sundlaugina í Reykjahlíð? Hvers vegna var hún fjarlægð og geta íbúar jarðhitasveitarinnar Mývatnssveitar gert sér vonir um komast aftur í sund í heimabyggð í náinni framtíð?

Og í lok þáttar kíkjum við í heimsókn í bíl Frú Ragnheiðar hér á Akureyri og ræðum við hjúkrunarfræðingana Berglindi Júlíusdóttur og Eddu Ásgrímsdóttur. Þær ætla fræða okkur um stöðu skjólstæðinga Frú Ragnheiðar á Akureyri og þjónustu við fíknisjúka á Norðurlandi.

Frumflutt

18. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,