• 00:02:40Heimsókn á skólabókasafn
  • 00:26:46Óvinsælar flugur
  • 00:45:52Pistill Birgittu Bjargar

Samfélagið

Hamlar bókafæð lestraráhuga barna? Óvinsælasta skordýr landsins og pistill frá Birgittu Björgu

VIð höldum áfram fjalla um barnabækur - eftir ritskoðunarumfjöllun síðustu daga. Kiddi klaufi er skáldsagnapersóna sem nýtur mikilla vinsælda meðal barna hér á landi - en Þór Bergmann Orrason og Kristín María Jóhannesdóttir, krakkar sem Samfélagið ræddi við á skólabókasafni Seljaskóla í Breiðholti, viðurkenndu hafa lesið sömu Kidda klaufa bækurnar mörgum sinnum og þær bötnuðu ekki beinlínis við fimmta lestur. Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur í Seljaskóla, segir allt of fáar barnabækur gefnar út á íslensku og það dragi úr lestraráhuga barna.

Við fjöllum um ákveðið dýr, nánar tiltekið skordýr sem valdið hefur miklum usla hérlendis á síðustu árum. Dýrinu er lýst svona í grein á Vísindavefnum:

„Tiltölulega stuttir vængir leggjast flatir yfir afturbol, vængæðar sérstakar. Karldýr hafa fjaðurgreindar svipur fálmara. Munnlimir eru mótaðir til rista húð og sjúga upp blóðvessa.“

Gísli Már Gíslason, prófessor emerítus í Líffræði við Háskóla Íslands ræðir við okkur um lúsmý og fleiri flugur.

Við heyrum pistil frá Birgittu Björgu Guðmarsdóttur, pistlahöfundi Samfélagsins. Hún fer yfir sögu kaffibrennslu á Íslandi, ræðir sérstaklega hylkjavélar nútímans en þó fyrst og fremst vægi ákveðinna ferla í lífi okkar.

Tónlist og stef í þættinum:

Pónik og Einar - Léttur í lundu.

Garson, Mort - Music to soothe the savage snake plant.

Beirut - Nantes.

ALVA NOTO & RYUICHI SAKAMOTO, ALVA NOTO & RYUICHI SAKAMOTO, ALVA NOTO & RYUICHI SAKAMOTO, ALVA NOTO & RYUICHI SAKAMOTO - Microon II.

Frumflutt

11. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,