Samfélagið

Snerpa Power, öryggi smábátasjómanna, tíð og Ólympíuleikar

Við tölum við Írisi Baldursdóttur. Hún er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Snerpa Power sem hefur sérhæft sig í gerð hugbúnaðar sem gerir stórnotendum rafmagns og öðrum þátttakendum á raforkumarkaði kleift fullnýta lifandi gagnastrauma og sjálfvirkni til lækkunar á raforkukostnaði og stuðla ábyrgri nýtingu endurnýjanlegra auðlinda, eins og það er orðað í kynningu. hefur Snerpa Power verið valið til vera stofnaðili norska rannsóknarsetrinu SecurEL, en tilgangur þess er gera raforkukerfið betur í stakk búið til styðja við kolefnisleysi.

Ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Alda ör­yggi býður ís­lensk­um smá­báta­sjó­mönn­um sér­hannað ör­ygg­is­stjórn­un­ar­kerfi fyr­ir smá­báta end­ur­gjalds­laust. Um er ræða snjallforrit, sem er sagt nú­tíma­væða, auðveld­a og ein­fald­a allt ut­an­um­hald ör­ygg­is­mála hjá smá­báta­sjó­mönn­um á sta­f­ræn­an máta. Þeir Gísli Níls Einarsson, framkvæmdastjóri Öldunnar og Gunnar Rúnar Ólafsson, þróunarstjóri Öldu öryggi spjalla við okkur um öryggi sjómanna.

Við heyrum málfarsmínútu og í lok þáttar kemur Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður í heimsókn. Hann ætlar tala við okkur um Ólympíuleikana sem verða settir í París þann 26. júlí næstkomandi.

Frumflutt

3. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,