Samfélagið

Áhrif makkarins á lungnaveika, Sjálfkeyrandi bílar á götunum, á bremsunni gagnvart netrisanum Temu

Í áttunda sinn á rúmlega þremur árum gýs á Reykjanesskaga og glóandi hrauninu fylgir mökkur, ýmis gös og mengunarefni sem stundum rata til byggðar, allt eftir því hvernig vindurinn blæs. Þegar mengun er mikil hefur hún áhrif, sérstaklega á þau sem eru viðkvæm fyrir. Við ætlum ræða loftmengunina, fyrst við Andrjes Guðmundsson, formann Lungnasamtakanna, og svo við Þorstein Jóhannsson, sérfræðing í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.

Fyrir nokkrum árum var mikið talað um sjálfkeyrandi bíla í mjög svo nálægri framtíð. Svo var eins og umræðan minnkaði talsvert og jafnvel talað um slíkir bílar væru ekkert sérstaklega líklegir til líta dagsins ljós og væru ef til vill tálsýn. Eða fjarlægur draumur. En er umræðan aftur taka við sér, enda bílar komnir á göturnar í þremur borgum í Bandaríkjunum. Við ætlum velta fyrir okkur sjálfkeyrandi bílum og tala við Hjálmar Gíslason frumkvöðul og mikinn áhugamann um tækniþróun. Hann tók sér far með slíkum bíl vestur í San Francisco á dögunum.

Svo fáum við Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, í neytendaspjall um kínverska netverslunarrisann Temu - sem hefur sætt gagnrýni af mörgum ástæðum.

Tónlist:

KACEY MUSGRAVES - Space Cowboy.

Bríet - Rólegur kúreki.

Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

Frumflutt

30. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,