Samfélagið

Útrásarvíkingar, ofbeldi meðal ungmenna og hugtakið „umhverfisvænt“

Við ætlum heyra hvað nákvæmlega felst í aðgerðum sem ráðist verður í til sporna gegn ofbeldi meðal barna. Í lok júní kom út aðgerðaáætlun á vegum ríkislögreglustjóra til reyna draga úr ofbeldi meðal barna sem hefur aukist um helming á fimm árum og er mikið áhyggjuefni. Hefur enn ein nefndin verið stofnuð og enn ein skýrslan verið gefin út? Eru þetta orðin tóm hjá stjórnvöldum eða verður raunverulega gripið til afgerandi úrræða til snúa þessari uggvænlegu þróun við? Eygló Harðardóttir Verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra sem einnig situr í nýskipuðum aðgerðarhóp kemur til okkar og ræðir þetta.

Ættum við hætta nota orðið „umhverfisvænt“? Er almennt hægt segja eitthvað umhverfisvænt eða ekki? Hvernig metum við valkostina sem blasa við okkur í umhverfis- og orkumálum? Þessu veltir Stefán Gíslason fyrir sér í umhverfispistli Samfélagsins í dag.

Í lok þáttar ræðum við túrista, fasista og útrásarvíkinga. Þá flytjum við seinni hluta viðtals okkar við Guðrúnu Dröfn Whitehead um hugmyndir okkar um víkinga og birtingarmyndir þeirra í samtímanum.

Frumflutt

5. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,