Samfélagið

Ritskoðun barnabóka - pallborðsumræður. Vísíndaspjall með Eddu.

Er mikið varið í barnabækur í dag? Er úrvalið nógu gott? Þarf uppfæra bókakostinn og þær hugmyndir sem haldið er börnum í takt við nýja tíma? Er réttlætanlegt aðlaga barnabækur eða ritskoða þær?

Við förum á dýptina í pallborðsumræðum.

Þátttakendur:

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, bókarýnir, foreldri og sérstök áhugamanneskja um múmínbækur.

Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri BF-útgáfu, undir það heyra nokkur félög, meðal annars Almenna bókafélagið og barnabókaútgáfan Unga Ástin mín sem gefur út harðspjaldabækur fyrir yngstu börnin. BF-útgáfa gefur meðal annars út bækur byggðar á sjónvarpsþáttunum um Blæju og Hvolpasveit og svo hinn klassíska bókaflokk skemmtilegu smábarnabækurnar sem hafa notið vinsælda í áratugi - og þykja sumar umdeildar.

Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarmaður hér á Rás 1, hún varð læs þriggja ára og las alls konar klassískar bækur ung óritskoðaðar, hún hefur mikið velt fyrir sér barnamenningu og barnaefni í gegnum tíðina- og gefið út bækur um barnasöngva og leiki.

Embla Rún Halldórsdóttir, stjórnmálafræðinemi, mikill áhugamaður um bóklestur, bókaáhrifavaldur hjá Forlaginu og fulltrúi yngri kynslóðarinnar í þessu pallborði.

Vísindaspjall - Edda Olgudóttir, vísindamiðlari samfélagsins, segir okkur frá Nóbelsverðlaununum í efnafræði.

Tónlist:

THE KINKS - Picture book.

TALKING HEADS - The Book I Read.

Frumflutt

16. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,