• 00:02:39Ritskoðun barnabóka
  • 00:33:52Pistill um risafurur og tímann
  • 00:44:54Vísindaspjall um Nóbelsverðlaunin og microRNA

Samfélagið

Ritskoðun barnabóka, Nóbelsverðlaun og risafurur

Ritskoðun er ekki bara stunduð af stjórnvöldum í einræðisríkjum - hún er daglegt brauð á þúsundum íslenskra heimila, við rúmstokk barna. Er nauðsyn ritskoða barnabækur eða óþarfi? Hversu langt á ganga? Af hverju gerir fólk svona mikið af því? Samfélagið birti fyrirspurnir í nokkrum Facebook-hópum sem snúa börnum, uppeldi og menntun og fékk á fimmta tug svara frá foreldrum og kennurum sem ritskoða bækur. Við ræðum líka við Evu Mattadóttur, markþjálfa og rithöfund en hún hefur mikið velt ritskoðun barnabóka fyrir sér.

Á þessum tíma árs, ár hvert, kemur í ljós hverjir hljóta hin virtu Nóbelsverðlaun fyrir alls konar vísindi og listir og svoleiðis. Á mánudaginn var tilkynnt tveir bandarískir vísindamenn myndu hljóta Nóbelsverðlaunin í læknisfræði. Þeir uppgötvuðu míkróRNA, sem hjálpar vísindamönnum skilja hvernig gen virka í líkamanum. Til hjálpa okkur skilja hvað míkróRNA er, ætlar Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, kíkja til okkar í vísindaspjall.

Og síðan fáum við pistil frá Esther Jónsdóttur, ungum umhverfissinna. Í honum fjallar hún um risafurur og tímann, tengingar og samfélög.

Tónlist í þætti:

MGMT - Mother Nature.

ELÍN HALL - Rauðir draumar.

Frumflutt

9. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,