Kastljós

Glæpir og afbrotavarnir, Sanna Marín, leirlistarsýning

Lögregla verður áfram með aukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífaárásar í Bankastræti á fimmtudag og hótana sem hafa gengið manna á millum á samfélagsmiðlum í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi en ríkisstjórnin afgreiddi í morgun frumvarp hans um afbrotavarnir. Kastljós ræddi við Fjölni Sæmundsson, formann Landssambands lögreglumanna, og Margréti Valdimarsdóttur, dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri.

Evrópa þarf vera sameinuð og sýna styrk gegn yfirgangi Rússa, segir Sanna Marín, forsætisráðherra Finnlands. Sanna Marín hélt ásamt Katrínu Jakobsdóttur opna málstofu í Þjóðminjasafninu í dag þar sem hún ræddi umsókn Finna Nató og öryggismál í Evrópu. Kastljós ræddi við Sönnu Marín.

Knúskrúsir, lófaskálar og endurunnið mávastell er meðal þess sem sjá á sýningu Leirlistafélags Íslands á Korpúlfsstöðum. Við litum í heimsókn.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

22. nóv. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,