• 00:00:18Kastljós: Jón Gunnarsson og Helga Vala Helgadóttir
  • 00:14:40Hnúðlax festir sig í sessi

Kastljós

Brottvísun, hnúðlax og leiksýning

Talsverð reiði er í samfélaginu vegna ákvörðunar stjórnvalda um vísa hátt í þrjú hundruð umsækjendum um alþjóðlega vernd úr landi. Um fjórðungi þeirra átti vísa aftur til Grikklands en alþjóðastofnanir á borð við Rauða krossinn hafa lagst gegn því af mannúðarástæðum. Ástandið er ekki sagt skárra í Ungverjalandi en um 20 manns á vísa aftur þangað. Í þáttinn komu þau Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.

Hnúðlax er mun útbreiddari og finnst í meira magni í íslenskum ám en áður var talið. Ekki er vitað hvort fjölgun hnúðlaxa eigi eftir bitna á öðrum tegundum eða geti orðið hrein viðbót við fánu laxfiska. Kastljós ræddi við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra hjá Hafrannsóknarstofnun.

Heimurinn hringsnýst í orðsins fyllstu merkingu í sýningunni Room for one Live sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu á fimmtudag. Potturinn og pannan í sýningunni er sviðslistamaðurinn Kristján Ingimarsson sem sló í gegn á heimsvísu með verkinu Blam! fyrir áratug. Kastljós fór á æfingu.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

24. maí 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,