Kastljós

Sódóma, Prinsinn á Rifi

Um þessar mundir eru þrjátíu ár síðan kvikmyndin Sódóma kom út. Af því tilefni er hún sýnd á nýju stafrænu formi í Bíó Paradís og almennar sýningar á myndinni verða á morgun og næstu helgi. Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Jóhannes Tryggvason settust niður með leikstjóranum og tveimur leikurum úr myndinni til þess rifja upp þessa stórmerkilegu kvikmynd.

Þjóðleikhúsið frumsýndi í vikunni í fyrsta sinn leikverk á Rifi á Snæfellsnesi, verkið Prinsinn eftir Maríu Reyndal og Kára Viðarsson. Verkið fer svo á flakk um landið, en Elsa María Guðlaugs Drífudóttir fór í Frystiklefann á Rifi á frumsýningardaginn.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

29. apríl 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,