• 00:00:47Skuldir ÍL-sjóðs
  • 00:10:56Drasl eða dýrgripir
  • 00:15:52Magnus Carlsen

Kastljós

Skuldir ÍL-sjóðs, Magnus Carlsen og drasl eða dýrgripir

Við fengum útskýringu á því hvers vegna fyrrum íbúðalánasjóður stefnir í tvö hundruð milljarða króna tap og hvaða áhrif það getur haft á almenning, sem ljóst er muni alltaf tapa, hvort sem er í gegnum ríkissjóð eða lífeyrissjóðina. Már Wolfgang Mixa, lektor í viðskiptafræði við HÍ, sem jafnframt á sæti í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins, kom til okkar.

Við sýndum brot úr viðtali við Magnus Carlsson, sem er hér á landi taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fisher-slembiskák og margir segja mesta skáksnilling sem heimurinn hefur alið af sér, og ræddum við Pál Magnússon um Carlson og mótið.

Svo kíktum við á sýningu á drasli sem orðið er dýrgripum á sýningu á Þjóðminjasafni Íslands.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

24. okt. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,