Kastljós

Lokun Reykjanesbrautar og röskun á flugsamgöngum - og Pussy Riot

Meðal 10 bestu myndlistarsýninga ársins eru Flauelshryðjuverk Pussy Riot í Kling&Bang, mati menningarblaðamanna Washington Post. Sýningin er fyrsta yfirlitssýning á gjörningum Pussy Riot á heimsvísu og samvinnuverkefni þeirra og listamannanna sem starfrækja Kling & Bang. Kastljós heimsótti sýninguna.

Fjöldi farþega var innlyksa á Keflavíkurflugvelli og bjó við þröngan kost eftir ofankomuna um helgina sem lokaði Reykjanesbraut. Mörgum þykir tafirnar og röskunin hafa dregist fram úr öllu hófi og spyrja: hvers vegna var Reykjanesbraut ekki opnuð fyrr og hví hvar ekki hlúð betur fólki sem sat fast uppi á velli. Hingað eru komnir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia

Icelandair flaug með hátt í 400 farþega frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur í dag og kom vistum til fólks á Leifsstöð. Kastljós hitti Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair á Reykjavíkurflugvelli.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

20. des. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,