Kastljós

Kastjólaljós

Bein útsending frá jólaþorpinu í Hafnarfirði. Rætt við Gunnar Helgason og Yrsu Sigurðardóttur um jólabækurnar. Leikararnir Hjörtur Jóhann Jónsson og Ásthildur Úa Sigurðardóttir undirbúa sig undir frumsýningu á Macbeth í Borgarleikhúsinu og Unnur Ösp Stefánsdóttir frumsýnir um jólin verkið Ellen B. eftir Marius von Mayenburg í Þjóðleikhúsinu.

Einnig er fylgst með því hvernig matreiða á ókæsta skötu auk þess sem handritshöfundur barnamyndarinnar Jólamóðir mætti nánast beint af frumsýningunni í Kastljós.

Tónlistaratriði frá Hljómórum á Ísafirði og Sigurði Guðmundssyni í Hafnarfirði.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

23. des. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,