• 00:00:24Forstjóri Símans um söluna á Mílu
  • 00:11:02Gagnrýnir skýrslu um Laugaland

Kastljós

Sala Símans á Mílu, vistheimilið Varpholt

Sala Símans á Mílu til franska sjóðsstýringafyrirtækisins Ardian var samþykkt í dag eftir samkomulag náðist við Samkeppniseftirlitið. Salan hefur verið gagnrýnd, meðal annars vegna þjóðaröryggissjónarmiða, þar sem mikilvægir fjarskiptainnviðir eru í erlendri eigu. Orri Hauksson ræddi um söluna og framtíð Símans.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gaf í gær út svarta skýrslu sem sýnir sterkar vísbendingar um börn sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti og síðar Laugalandi á árunum 1997 til 2007 hafi sætt alvarlegu andlegu ofbeldi. Þá lýsti stór hluti þeirra sem rætt var við líkamlegu ofbeldi og áreitni, meðal annars frá hendi forstöðumannsins á þeim tíma, Ingjalds Ástþórssonar. Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður ræddi við Dagnýju Rut Magnúsdóttur sem dvaldi á heimilinu.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

15. sept. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,