• 00:00:17Njósnir í Evrópu
  • 00:10:32Broddi kveður
  • 00:19:28Sjö ævintýri um skömm

Kastljós

Njósnir í Evrópu, Broddi kveður og Sjö ævintýri um skömm

Tugir rússneskra njósnara hafa verið reknir úr landi í hinum ýmsu löndum Evrópu á undanförnum dögum og vikum en talið er njósnastarfsemi Rússa hafi aukist mjög undanförnu. Sigríður Dögg ræðir við Friðrik Jónsson sérfræðing í utanríkismálum um njósnir og njósnara fyrr og nú.

Broddi Broddason fréttamaður les sinn síðasta fréttatíma á morgun en hann hættir störfum eftir 36 ára feril hjá Ríkisútvarpinu. Guðrún Sóley ræddi við Brodda og samferðarfólk hans í tilefni tímamótanna.

Sjö ævintýri um skömm nefnist nýtt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins um helgina. Guðrún Sóley leit við á æfingu.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

31. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,