• 00:00:56Þingmenn um fjármálaáætlun
  • 00:14:27Vöntun á erlendum sérfræðingum
  • 00:21:33Afsakið hlé Einars Arnar

Kastljós

Fjármálaáætlun, erlendir sérfræðingar, sýning Einars Arnar

Fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2027 var kynnt í dag en samkvæmt henni heldur skuldasöfnun áfram næstu árin þótt draga muni úr henni. Áætlunin hefur verið gagnrýnd, meðal annars vegna þess hún geri ráð fyrir lægri verðbólgu í ár en þegar er orðin og hún taki hvorki tillit til stríðsins í Úkraínu eða kjarasamninga. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins og Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn ræddu málin.

Alondra Silva Munoz segist geta valið á milli þess vera háð vinnuveitenda sínum eða maka. Það veruleikinn sem blasi við sérhæfðu starfsfólki utan EES sem vilji vinna á Íslandi. Kastljós kynnti sér málið.

Kyrrðin í sveitinni hefur sjaldan verið jafn truflandi og á sýningunni Afsakið - ekkert hlé, sem Einar Örn Benediktsson - oft kenndur við Sykurmolana - sýnir í Gallerí listamönnum á Skúlagötu. Við litum í heimsókn.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

29. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,