Kastljós

Stríð í Úkraínu, netárásir í stríði og nýtt íslenskt tónverk

Sindri Björnsson, sem hefur búið í Úkraínu síðastliðin þrjú ár, flúði ásamt konu sinni og tveimur börnum frá Kænugarði fyrir nokkrum dögum. Eftir langt og strangt ferðalag komust þau yfir landamærin til Ungverjalands í gær og dvelja þar er á hóteli. Kastljós ræddi við í Sindra um stöðuna.

Olga Dibrova sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi er stödd hér á landi og segist sannfærð um Úkraína muni hafa betur í baráttunni við Rússa. Það í genum Úkraínumanna berjast fyrir föðurlandið. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við Olgu í dag.

Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis á Íslandi, ræddi um netöryggi og netárásir í tengslum við stríðið í Úkraínu og getu Rússa til slíkra árása.

Splunkunýr píanókonsert sem saminn var sérstaklega fyrir Víking Heiðar Ólafsson hljómar í fyrsta sinn hér á landi í Grænu röðinni annað kvöld. Tónskáldið Daníel Bjarnason samdi verkið og stýrir jafnframt hljómsveitinni á tónleikunum. Guðrún Sóley heimsótti þá félaga í Hörpu.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

1. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,