• 00:00:17Þarf að fara í bað í öðru sveitarfélagi
  • 00:07:18Búsetuúrræði fyrir fatlaða
  • 00:21:06Þín eigin bókasafnsráðgáta

Kastljós

Fastur í óhentugu húsnæði, Þuríður og Rósa, ráðgáta á bókasafni

Valdimar Númi Hjaltason, tæplega fimmtugur öryrki í Hafnarfirði, hefur þurft fara í sund í öðru sveitarfélagi til baða sig. Hann býr í bráðabirgðahúsnæði hjá föður sínum meðan hann bíður eftir hentugra húsnæði, en það er alls óvíst hvenær það getur orðið. Kastljós leit í heimsókn til Valdimars.

Í framhaldinu ræðir Bergsteinn við Þuríður Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, og Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði um búsetuúrræði fyrir fatlaða og félagslegt húsnæði.

Gerðuberg hefur umbreyst í hrollvekjandi fornbókabúð í ratleiknum Þín eigin bókasafnsráðgáta, sem menningarhúsið heldur í samvinnu við Ævar vísindamann. Kastljós fór í ratleik í Breiðholti.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

21. feb. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,