Þá er það síðasta Kvöldvakt í júní og það verður sólríkt á köflum þar sem ný tónlist frá Sault, Mark Ronson og Raye, Yazmin Lacey, Suede, Wet Leg og fleirum fer á fóninn.
Lagalistinn
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.