07:03
Sumarmorgunn
Hamingjan við hafið og hægagangur eftir helgina
Sumarmorgunn

Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.

Við fórum hljóðlega af stað inn í þessa viku og þennan morgun, þó var það nú þriðjudagur sem mætti okkur hér í upphafi vinnuviku þar sem frídagur verslunarmanna var á mánudegi hefðinni samkvæmt. Þrátt fyrir annasama verslunarmannahelgi virðist margt fram undan og hefjast hátíðarhöld víðastrax í dag. Þar má nefna t.a.m. Hinsegin dagar, Sameinumst á Ströndum og Act Alone á Suðureyri svo eitthvað sé nefnt. Við kíktum yfir tíðindi nýlokinnar helgi og beindum sjónum að viðburðum næstu daga.

Hamingjan við hafið er bæjarhátíð sem haldin er í ágúst ár hvert í Þorlákshöfn. Fjölbreytt dagskrá bíður bæjarbúa og gesta þar sem eitthvað ætti að vera við allra hæfi – unga sem aldna. Sveitarfélagið Ölfus hefur veg að vanda að hátíðinni en einnig koma bæjarbúar að henni með ýmsum hætti. Hátíðin hefst í dag og stendur fram yfir helgina. Jóhanna Hjartardóttir sagði okkur upp og ofan af hátíðinni.

Þriðjudagslistinn er svo sannarlega ekki þreytandi:

VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Okkar eigin Osló

SIGRÚN STELLA - Baby Blue

ED SHEERAN - Sapphire

ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Mr. Blue Sky

SPILAGALDRAR - Sumarteiti

RAY LAMONTAGNE - Step Into Your Power

MEMFISMAFÍAN - Hring eftir hring eftir hring

TRAP - Happy together

HIPSUMHAPS - Hjarta

ELÍN EY & PÉTUR BEN - Þjóðvegurinn

Ágúst Þór Brynjarsson - Á leiðinni

BRÍET & ÁSGEIR - Venus

PINK - Trouble

STJÓRNIN - Láttu þér líða vel

JUSTIN BIEBER - Daisies

U2 - Angel Of Harlem

MOSES HIGHTOWER - Stutt skref

LOLA YOUNG - One Thing

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 57 mín.
,