Hvort sem þú ætlar að fara á fætur eða sofa áfram setur Pétur Grétarsson á fóninn tónlist úr ýmsum áttum.
Lagalisti
Magnús Eiríksson - Einu sinni á ágústkvöldi.
Lárus Pálsson Leikari - Austurstræti.
Svavar Knútur Kristinsson, Kristjana Stefánsdóttir - Hverjum hefði getað dottið í hug.
Led Zeppelin - Dazed and confused.
Una Torfadóttir - Í löngu máli.
King's Singers, The - Nachtlied, Op. 138, No. 3.
Pires, Maria João - Impromptus D 935 [1827] : No. 4 in F minor. Allegro scherzando.
Mahal, Taj - Take a giant step.
Makeba, Miriam - Click song.
Brown, Ray, Oscar Peterson Quartet, Ellis, Herb, Poole, John, Peterson, Oscar, O'Day, Anita - Love me or leave me.
Moses Hightower - Stundum.
Sting- Fragile

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.
Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður var á línunni með helstu tíðindi frá Noregi eins og aðra þriðjudagsmorgna. Hann sagði meðal annars frá því að Norðmenn hafa nær alfarið snúið baki við bensín- og díselknúnum bifreiðum; langflestir nýir bílar sem seljast í Noregi eru rafbílar.
Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast formlega í dag og standa út vikuna, með hápunkti í gleðigöngunni á laugardag. Samstaða skapar samfélag er yfirskrift hátíðarinnar í ár. Helga Haraldsdóttir formaður Hinsegin daga var gestur Morgungluggans.

Gestur úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir
Sema Erla Serdaroglu hefur verið áberandi undanfarið ár í baráttu fyrir réttindum flóttafólks. Hún hefur fengið hótanir í ýmsu formi síðan hún hóf að vinna fyrir þennan hóp og hefur ekki tölu á öllum þeim hótunum sem henni hafa borist. Gjarnan er vísað í uppruna hennar en Sema er hálf tyrknesk en hefur alltaf búið á Íslandi, gekk hér í skóla og er fermd til kristinnar trúar þó hún aðhyllist engin sérstök trúarbrögð í dag. Hún ræðir ofsóknirnar, baráttuna og unglingsárin þar sem örlagarík ferð á Neyðarvistun Stuðla breytti miklu í hennar lífi.

Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Páll Ásgeir Ásgeirsson útivistafrömuður var með okkur í dag, eins og aðra þriðjudaga í sumar og gaf góð ráð í sambandi við útivist, gönguferðir og ferðalög um landið. Hann hefur undanfarið farið sólarhringinn í kringum landið og unnið sig í gegnum landshlutana og í dag var komið að Austurlandi. Páll Ásgeir sagði okkur frá áhugaverðum stöðum fyrir austan og þar er auðvitað af nógu að taka.
Safn vikunnar í þetta sinn var Tækniminjasafn Austurlands, sem er til húsa á Seyðisfirði. Elfa Hlín Sigrúnar- Pétursdóttir, safnstjóri, var á línunni og sagði okkur frá því helsta sem þar er á döfinni, meðal annars sýningunni Búðareyri - saga umbreytinga í Vélsmiðjunni, útisýningu í Hafnargarðinum sem segir frá störfum kvenna á Seyðisfirði og bygging og hönnun á nýju safni svo eitthvað sé nefnt. En Elfa sagði okkur betur frá þessu í viðtalinu.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Traustur vinur / Upplyfting (Jóhann G. Jóhannsson)
Vegbúi / Una Torfa og Elín Hall (Kristján Kristjánsson)
Farmers Market / Pulp (Andrew Mckinney, Candida Doyle, Emma Smith, Jarvis Cocker, Jason Buckle, Mark Webber & Nick Banks)
Kósíkvöld í kvöld / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Þættir þar sem sagt er frá ýmsum stöðum um allt land. Stöðum sem eiga sér sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, segir frá Laugaveginum í Reykjavík og hvernig sú gata hefur verið miðpunkturinn í lífi hans og fjölskyldunnar í gegnum áratugina.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Um þessar mundir er ein öld liðin frá fæðingu Thors Vllhjálmssonar rithöfundar. Af því tilefni les umsjónarmaður nokkra valda kafla úr skáldverkum Thors sem lýsa orðsnilld hans og innsæi. Í þessum þætti hafa orðið fyrir valinu tvær stuttar frásagnir úr bókinni Maðurinn er alltaf einn, upphafskaflinn úr hinni áhrifamiklu sögu Fljótt fljótt sagði fuglinn, tvær stuttar frásagnir úr Tvílýsi og tvö brot úr verðlaunasögunni Grámosinn glóir.
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.
Við heimsækjum tónlistarkonuna Steinunni Eldflaug Harðardóttur, sem einnig er þekkt sem DJ Flugvél og Geimskip, í hljóðver hennar á Grandanum.
Við ræðum við Magnús Stefánsson, formann félags ljóðaunnenda á Austurlandi um ljóðlistina og nýjustu útgáfur félagsins á austfirskum ljóðum.
Við lítum komum við á Korpúlfsstöðum í Mosfellsveit þar sem fyrsta einkasýning Ingibjargar Rannveigar Guðlaugsdóttur, 86, stóð yfir um helgina. Sýningin ber heitið GIV MÍ TYGGIGÚMMÍ og sýningarstjórinn er Silfrún Una Guðlaugsdóttir, sonardóttir Ingibjargar.
Tónlist úr þættinum:
Dj. Flugvél Og Geimskip - Zosimos
Nino Rota - Mi ha anche dato 10,000 lire...
Yma Sumac - Chuncho
Martin Denny - Quiet Village
Dj. Flugvél Og Geimskip - Hjari veraldar
Dj. Flugvél Og Geimskip; Skuggasveinn - Náttdrottning
Hlökk - Mosagræna
Fréttir
Fréttir
Hættustuðull í Reynisfjöru verður lækkaður og lokunarhlið sett við útsýnispall við fjörukambinn þegar aðstæður eru hættulegar. Ráðherra ferðamála segir skýrar viðvaranir nauðsynlegar um hættur svæðisins.
Átján sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og skýrslugjafar krefjast þess að hjálparstofnun sem sér um matarúthlutanir á Gaza. Hún sé úlfur í sauðargæru. og grafi ekki aðeins undan mannúðarstarfi á Gaza heldur geti hún einnig grafið undan slíku til framtíðar.
Hollenskt fyrirtæki áformar að rækta þrettán hundruð hektara skóg í Grímnes- og Grafningshreppi og annan á sjö hundruð hekturum í Borgarfirði. Markmiðið er kolefnisbinding og ræktun nytjaskógar.
Breski olíuframleiðandinn BP tilkynnti nýverið stærsta olíu- og gasfund sinn í tuttugu og fimm ár. Fyrirtækið hefur snúið baki við áformum um kolefnishlutleysi og leggur áherslu á olíu- og gasvinnslu á ný, til að efla tiltrú fjárfesta.
Innviðaráðherra ætlar að skipa starfshóp um strandsiglingar, eftir að Eimskip tilkynntu að það hætti siglingum til Norðurlands og Vestfjarða. Mikið tekjutap landsbyggðarhafna sé áhyggjuefni.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Erna Sólveig Ásgrímsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Bandaríkjaforseti krefst þess af aðildarríkjum NATO að þau verji fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnar- og öryggismála eins og það er oftast orðað. Bandaríkin voru til skamms tíma nánast eina NATO-ríkið sem lagði meira en tvö prósent af vergri landsframleiðslu til þessa málaflokks, en nú stefna nánast öll aðildarríki Evrópusambandsins og NATO að fimm prósenta markinu. Þetta er rökstutt með vaxandi óvissu og ógnum í heimspólitíkinni almennt og stóraukinni ógn úr austri eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu sérstaklega. Og það eru ekki bara Vesturlönd sem margfalda viðskipti sín við hergagnaframeiðendur heimsins, Rússar gera það auðvitað líka og svipaða sögu er að segja af mörgum ríkjum í öllum heimsálfum.
En þjóðríki hafa ekki ótæmandi sjóði, sem þýðir að margföldun útgjalda á einu sviði kallar á niðurskurð á öðrum. Þetta hefur ekki síst bitnað á þróunaraðstoð og hvers kyns mannúðar- og hjálparstarfi og svo hafa umhverfis- og loftslagsmál líka orðið illa fyrir niðurskurðarhnífnum, enda sársaukaminna fyrir stjórnmálafólk sem á starfsferil sinn undir velvild kjósenda að skera niður útgjöld til þessara málaflokka en þeirra, sem bitna beint og milliliðalaust á almenningi heimafyrir.
Rætt er við Evu Bjarnadóttur, teymisstjóra hjá Unicef á Íslandi, Gísla Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Rauða krossins og Margréti Sigurðardóttur Blöndal, barnalækni.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Eitt og annað úr safni Útvarps. Tónlist eða talað mál.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Bjarki Sveinbjörnsson rekur sögu Hljómsveitar Reykjavíkur í 12 þáttum frá árinu 1998
Bjarki Sveinbjörnsson rekur sögu Hljómsveitar Reykjavíkur í 12 þáttum frá árinu 1998
Í þættinum verður sagt frá tónleikum Hljómsveitar Reykjavíkur sem haldnir voru í Reykjavík 30. Júní 1930. Þá verður sagt frá óskum Otto Lagoni kapteini í danska flotanum sem hafði ort kvæði til Íslands og óskaði eftir að fá það flutt á hátíðinni, og samnginu undirleiks Carl Nielsens við kvæðabálkinn, eða Melodrama eins og Sigfús Einarsson kallað það í skrifum sínum til undirbúningsnefndar hátíðarinnar. Einnig verður fjallað um ýmis fleiri mál er varða tónlistarmálin á Alþingishátíðinni 1930.

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins

Veðurfregnir kl. 22:05.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Páll Ásgeir Ásgeirsson útivistafrömuður var með okkur í dag, eins og aðra þriðjudaga í sumar og gaf góð ráð í sambandi við útivist, gönguferðir og ferðalög um landið. Hann hefur undanfarið farið sólarhringinn í kringum landið og unnið sig í gegnum landshlutana og í dag var komið að Austurlandi. Páll Ásgeir sagði okkur frá áhugaverðum stöðum fyrir austan og þar er auðvitað af nógu að taka.
Safn vikunnar í þetta sinn var Tækniminjasafn Austurlands, sem er til húsa á Seyðisfirði. Elfa Hlín Sigrúnar- Pétursdóttir, safnstjóri, var á línunni og sagði okkur frá því helsta sem þar er á döfinni, meðal annars sýningunni Búðareyri - saga umbreytinga í Vélsmiðjunni, útisýningu í Hafnargarðinum sem segir frá störfum kvenna á Seyðisfirði og bygging og hönnun á nýju safni svo eitthvað sé nefnt. En Elfa sagði okkur betur frá þessu í viðtalinu.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Traustur vinur / Upplyfting (Jóhann G. Jóhannsson)
Vegbúi / Una Torfa og Elín Hall (Kristján Kristjánsson)
Farmers Market / Pulp (Andrew Mckinney, Candida Doyle, Emma Smith, Jarvis Cocker, Jason Buckle, Mark Webber & Nick Banks)
Kósíkvöld í kvöld / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Tónlistarþættir Péturs Grétarssonar frá árinu 2011

Útvarpsfréttir.
Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.
Við fórum hljóðlega af stað inn í þessa viku og þennan morgun, þó var það nú þriðjudagur sem mætti okkur hér í upphafi vinnuviku þar sem frídagur verslunarmanna var á mánudegi hefðinni samkvæmt. Þrátt fyrir annasama verslunarmannahelgi virðist margt fram undan og hefjast hátíðarhöld víðastrax í dag. Þar má nefna t.a.m. Hinsegin dagar, Sameinumst á Ströndum og Act Alone á Suðureyri svo eitthvað sé nefnt. Við kíktum yfir tíðindi nýlokinnar helgi og beindum sjónum að viðburðum næstu daga.
Hamingjan við hafið er bæjarhátíð sem haldin er í ágúst ár hvert í Þorlákshöfn. Fjölbreytt dagskrá bíður bæjarbúa og gesta þar sem eitthvað ætti að vera við allra hæfi – unga sem aldna. Sveitarfélagið Ölfus hefur veg að vanda að hátíðinni en einnig koma bæjarbúar að henni með ýmsum hætti. Hátíðin hefst í dag og stendur fram yfir helgina. Jóhanna Hjartardóttir sagði okkur upp og ofan af hátíðinni.
Þriðjudagslistinn er svo sannarlega ekki þreytandi:
VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Okkar eigin Osló
SIGRÚN STELLA - Baby Blue
ED SHEERAN - Sapphire
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Mr. Blue Sky
SPILAGALDRAR - Sumarteiti
RAY LAMONTAGNE - Step Into Your Power
MEMFISMAFÍAN - Hring eftir hring eftir hring
TRAP - Happy together
HIPSUMHAPS - Hjarta
ELÍN EY & PÉTUR BEN - Þjóðvegurinn
Ágúst Þór Brynjarsson - Á leiðinni
BRÍET & ÁSGEIR - Venus
PINK - Trouble
STJÓRNIN - Láttu þér líða vel
JUSTIN BIEBER - Daisies
U2 - Angel Of Harlem
MOSES HIGHTOWER - Stutt skref
LOLA YOUNG - One Thing

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.
Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður var á línunni með helstu tíðindi frá Noregi eins og aðra þriðjudagsmorgna. Hann sagði meðal annars frá því að Norðmenn hafa nær alfarið snúið baki við bensín- og díselknúnum bifreiðum; langflestir nýir bílar sem seljast í Noregi eru rafbílar.
Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast formlega í dag og standa út vikuna, með hápunkti í gleðigöngunni á laugardag. Samstaða skapar samfélag er yfirskrift hátíðarinnar í ár. Helga Haraldsdóttir formaður Hinsegin daga var gestur Morgungluggans.

Létt spjall og lögin við vinnuna.
Fyrsti vinnudagur hjá mörgum eftir sumarfrí og Siggi Gunnars sinnti ýmsum Morgunverkum í fjarveru Dodda litla.
Spiluð lög:
10 til 11
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Ég er kominn (Live)
TRÚBROT - Ég veit að þú kemur
GRAFÍK - Komdu út
DIANA ROSS - I'm Coming Out
THE ROLLING STONES - Start Me Up
THE BLACK KEYS - No Rain, No Flowers
HJALTALÍN - Baronesse
SABRINA CARPENTER - Manchild
CROWDED HOUSE - Don't Dream It's Over
THE VERONICAS - Untouched
INXS - Never Tear Us Apart
ROYEL OTIS - Moody
11 til 12.20
UNA TORFADÓTTIR & CEASETONE - Þurfum ekki neitt
UNNSTEINN - Andandi
YEARS AND YEARS - King
NEW ORDER - True Faith
HOZIER - Too Sweet
PÁLL ÓSKAR & BENNI HEMM HEMM - Valentínus
EMMSJÉ GAUTI, BJÖRN JÖRUNDUR & FJALLABRÆÐUR - Fullkominn dagur til að kveikja í sér
GUDRID HANSDÓTTIR - Pegasus
BENSON BOONE - Mr. Electric Blue
MARÍA BÓEL - 7 ár síðan
ELVAR - Miklu betri einn
TYLER CHILDERS - Nose On The Grindstone
PARCELS - Overnight
SSSÓL - Síðan hittumst við aftur
MANNAKORN - Á rauðu ljósi
TEDDY SWIMS - Guilty
LAUFEY - Lover Girl

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína norður um helgina á hátíðina Eina með öllu á Akureyri. Hún heppnaðist með besta móti, og við heyrðum í kampakátum Davíð Rúnari Gunnarssyni viðburðarstjóra.
Það var sagt frá því í Morgunblaðinu fyrir helgi að eitthvað hefði borið á rófuskorti í verslunum en von væri á nýrri uppskeru innan tíðar. Gunnlaugur Karlsson forstjóri Sölufélags Garðyrkumanna kom til okkar og sagði frá íslensku grænmeti , hvernig gengur í framleiðslunni og uppskerunni sem væntanleg er.
Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarkona á Rás 1 skrifaði langa færslu á FB á dögunum um það hvernig hún ítrekað hefur lent í því að hlusta á leiðsögumenn í Reykjavík skreyta frásagnir sínar og hreinlega fara með rangt mál. Í þetta skipti fylltist mælirinn hjá Unu Margréti þegar leiðsögumaðurinn var með sína útgáfu af því hvernig islendingar öðluðust sjálfstæði sitt og ákvað að grípa til þess ráðs að leiðrétta leiðsögumanninn fyrir framan hóp ferðamanna. Færslan hefur vakið mikla athygli og sitt sýnist hverjum – Una kom til okkar að ræða þetta
Íslandshótel hafa hlotið Hinsegin vottun Samtakanna '78m fyrst ferðaþjónustufélaga á Íslandi. Markmið vottunarinnar er að styðja fyrirtæki og stofnanir í að skapa öruggt og mannúðlegt umhverfi fyrir hinsegin fólk, bæði starfsfólk og viðskiptavini. Um tvö ár tók að klára vottunarferlið og því fylgdu ýmsar áskoranir, en við ræddum það við þau Ernu Dís Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóri Mannauðs- og gæðasviðs Íslandshótela og Jóhannes Þór Skúlason sem situr í stjórn Samtakanna ´78.
Veiðisumarið stefnir í að verða ansi kaflaskipt. Sumar ár eru að gefa betri veiði en í fyrra á meðan aðrar eru að eiga sitt versta ár. Við ræddum þetta, og hnúðlax sem veiðimenn eru mishrifnir af, við Eggert Skúlason blaðamann og umsjónamann Sporðakasta
Heimsmeistaramót íslenska hestsins hófst í morgun í Sviss. Okkar kona er stödd á mótinu engin önnur en Hulda Geirs og við heyrðum í henni.
Fréttir
Fréttir
Hættustuðull í Reynisfjöru verður lækkaður og lokunarhlið sett við útsýnispall við fjörukambinn þegar aðstæður eru hættulegar. Ráðherra ferðamála segir skýrar viðvaranir nauðsynlegar um hættur svæðisins.
Átján sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og skýrslugjafar krefjast þess að hjálparstofnun sem sér um matarúthlutanir á Gaza. Hún sé úlfur í sauðargæru. og grafi ekki aðeins undan mannúðarstarfi á Gaza heldur geti hún einnig grafið undan slíku til framtíðar.
Hollenskt fyrirtæki áformar að rækta þrettán hundruð hektara skóg í Grímnes- og Grafningshreppi og annan á sjö hundruð hekturum í Borgarfirði. Markmiðið er kolefnisbinding og ræktun nytjaskógar.
Breski olíuframleiðandinn BP tilkynnti nýverið stærsta olíu- og gasfund sinn í tuttugu og fimm ár. Fyrirtækið hefur snúið baki við áformum um kolefnishlutleysi og leggur áherslu á olíu- og gasvinnslu á ný, til að efla tiltrú fjárfesta.
Innviðaráðherra ætlar að skipa starfshóp um strandsiglingar, eftir að Eimskip tilkynntu að það hætti siglingum til Norðurlands og Vestfjarða. Mikið tekjutap landsbyggðarhafna sé áhyggjuefni.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Erna Sólveig Ásgrímsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Bandaríkjaforseti krefst þess af aðildarríkjum NATO að þau verji fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnar- og öryggismála eins og það er oftast orðað. Bandaríkin voru til skamms tíma nánast eina NATO-ríkið sem lagði meira en tvö prósent af vergri landsframleiðslu til þessa málaflokks, en nú stefna nánast öll aðildarríki Evrópusambandsins og NATO að fimm prósenta markinu. Þetta er rökstutt með vaxandi óvissu og ógnum í heimspólitíkinni almennt og stóraukinni ógn úr austri eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu sérstaklega. Og það eru ekki bara Vesturlönd sem margfalda viðskipti sín við hergagnaframeiðendur heimsins, Rússar gera það auðvitað líka og svipaða sögu er að segja af mörgum ríkjum í öllum heimsálfum.
En þjóðríki hafa ekki ótæmandi sjóði, sem þýðir að margföldun útgjalda á einu sviði kallar á niðurskurð á öðrum. Þetta hefur ekki síst bitnað á þróunaraðstoð og hvers kyns mannúðar- og hjálparstarfi og svo hafa umhverfis- og loftslagsmál líka orðið illa fyrir niðurskurðarhnífnum, enda sársaukaminna fyrir stjórnmálafólk sem á starfsferil sinn undir velvild kjósenda að skera niður útgjöld til þessara málaflokka en þeirra, sem bitna beint og milliliðalaust á almenningi heimafyrir.
Rætt er við Evu Bjarnadóttur, teymisstjóra hjá Unicef á Íslandi, Gísla Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Rauða krossins og Margréti Sigurðardóttur Blöndal, barnalækni.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Benni Hemm Hemm, Páll Óskar - Valentínus.
Leon Bridges, Hermanos Gutiérrez - Elegantly Wasted.
THE SPECIALS - Ghost Town.
Black Keys, The - No Rain, No Flowers.
TAME IMPALA - Wings Of Time.
sombr - 12 to 12.
Úlfur Úlfur - Sumarið.
NIRVANA - Dumb.
Wet Leg - Davina McCall
Purrkur Pillnikk - Augun úti.
Of Monsters and Men - Television Love.
Burna Boy - Don't Let Me Drown.
Santa Fe Klan, Manu Chao - Solamente.
Basement Jaxx - Bambina
Chris Lake, Abel Balder - Ease My Mind.
Caribou - Volume.
Torfi - ÖÐRUVÍSI.
Empire of the sun - Walking On A Dream (BLONDISH Remix)
Lorde - Shapeshifter.
Paul Kalkbrenner - Ninety - Two
CHRIS CORNELL - Patience.
Favors, The - The Hudson.
Pulp - Tina.
Tyler Childers - Nose On The Grindstone.
Ten Years After - I'd love to change the world.
Zach Bryan - Streets of London.
Teddy Swims - God Went Crazy.
Geese - Taxes
Anderson .Paak, HANDCOCK, JANE - Stare at Me.
Kanye West - School Spirit.
Mark Ronson, RAYE - Suzanne.
Friðrik Dór, Moses Hightower - Bekkjarmót og jarðarfarir.
NAS - Get Down [ God's Son ].
Tyler, The Creator - Ring Ring Ring.
Elvar - Miklu betri einn.
Sudan Archives - MY TYPE.
USSEL, Króli, JóiPé - 7 Símtöl.
BSÍ - Það ert þú<3
Yeah Yeah Yeahs - Gold Lion
Sombr - Undressed
Saint Etienne - Glad
Yello - I Love You
Soulwax - Run Free
Nine Inch Nails - As Alive As I Need You To Be
Deftones - My Mind Is a Mountain
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson