22:07
Sumarmál
Austurland með Páli Ásgeiri, Tækniminjasafn Austurlands og fugl dagsins
Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Páll Ásgeir Ásgeirsson útivistafrömuður var með okkur í dag, eins og aðra þriðjudaga í sumar og gaf góð ráð í sambandi við útivist, gönguferðir og ferðalög um landið. Hann hefur undanfarið farið sólarhringinn í kringum landið og unnið sig í gegnum landshlutana og í dag var komið að Austurlandi. Páll Ásgeir sagði okkur frá áhugaverðum stöðum fyrir austan og þar er auðvitað af nógu að taka.

Safn vikunnar í þetta sinn var Tækniminjasafn Austurlands, sem er til húsa á Seyðisfirði. Elfa Hlín Sigrúnar- Pétursdóttir, safnstjóri, var á línunni og sagði okkur frá því helsta sem þar er á döfinni, meðal annars sýningunni Búðareyri - saga umbreytinga í Vélsmiðjunni, útisýningu í Hafnargarðinum sem segir frá störfum kvenna á Seyðisfirði og bygging og hönnun á nýju safni svo eitthvað sé nefnt. En Elfa sagði okkur betur frá þessu í viðtalinu.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Traustur vinur / Upplyfting (Jóhann G. Jóhannsson)

Vegbúi / Una Torfa og Elín Hall (Kristján Kristjánsson)

Farmers Market / Pulp (Andrew Mckinney, Candida Doyle, Emma Smith, Jarvis Cocker, Jason Buckle, Mark Webber & Nick Banks)

Kósíkvöld í kvöld / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,