18:10
Spegillinn
Vígvæðing bitnar á mannúðaraðstoð
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Bandaríkjaforseti krefst þess af aðildarríkjum NATO að þau verji fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnar- og öryggismála eins og það er oftast orðað. Bandaríkin voru til skamms tíma nánast eina NATO-ríkið sem lagði meira en tvö prósent af vergri landsframleiðslu til þessa málaflokks, en nú stefna nánast öll aðildarríki Evrópusambandsins og NATO að fimm prósenta markinu. Þetta er rökstutt með vaxandi óvissu og ógnum í heimspólitíkinni almennt og stóraukinni ógn úr austri eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu sérstaklega. Og það eru ekki bara Vesturlönd sem margfalda viðskipti sín við hergagnaframeiðendur heimsins, Rússar gera það auðvitað líka og svipaða sögu er að segja af mörgum ríkjum í öllum heimsálfum.

En þjóðríki hafa ekki ótæmandi sjóði, sem þýðir að margföldun útgjalda á einu sviði kallar á niðurskurð á öðrum. Þetta hefur ekki síst bitnað á þróunaraðstoð og hvers kyns mannúðar- og hjálparstarfi og svo hafa umhverfis- og loftslagsmál líka orðið illa fyrir niðurskurðarhnífnum, enda sársaukaminna fyrir stjórnmálafólk sem á starfsferil sinn undir velvild kjósenda að skera niður útgjöld til þessara málaflokka en þeirra, sem bitna beint og milliliðalaust á almenningi heimafyrir.

Rætt er við Evu Bjarnadóttur, teymisstjóra hjá Unicef á Íslandi, Gísla Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Rauða krossins og Margréti Sigurðardóttur Blöndal, barnalækni.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,