22:03
PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar
Party Zone listinn fyrir febrúar
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Mál málanna er fyrsti Party Zone listi ársins, Party Zone listinn Topp 30 fyrir febrúar 2025. Sem fyrr fáum við helstu plötusnúða landins með okkur í lið og útkoman er funheitasta danstónlistin í dag. Það mun heyrast í listamönnum eins og Sasha, Hardfloor, Caribou, Moby, Girls of the Internet og meira að segja Julio Iglesias. Múmía kvöldsins er af PZ listanum fyrir 20 árum síðan.

Er aðgengilegt til 21. febrúar 2026.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,