12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 21. febrúar 2025
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Verkfall hófst í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla í morgun. Samband sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu ríkissáttamsejara að sátt. Við ræðum við hann í fréttatímanum.

Fimm flokka meirihluti tekur við í Reykjavík í dag. Skipting embætta er enn óráðin.

Veðurstofan hefur hækkað hættumat við Sundhúgsgígaröðina. Við heyrum í jarðeðlisfræðingi í fréttatímanum.

Andleg líðan úkraínskra barna hefur versnað frá innrás Rússa. Framkvæmdastjóri UNICEF segir stríðið valda ótta og þjáningu og raska daglegu lífi þeirra á alla vegu.

Öryrki hefur stefnt ríkinu, Reykjanesbæ og útgerðarfélagi vegna nauðungarsölu á húsi sem hann átti. Húsið var selt á þrjár milljónir á uppboði en svo auglýst til sölu á áttatíu og þrjár milljónir.

Afstaða Atlantshafsbandalagsins til Úkraínustríðsins hefur ekki breyst segir þingmaður Samfylkingarinnar, sem sótti þing NATO.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sem mætir Sviss í Zurich í kvöld.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,