07:03
Morgunútvarpið
21. feb - Ostar, kennarar og Heimdallur
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Bóndadagur og Valentínusardagur liðinn og konudagurinn á sunnudaginn. Allt eru þetta miklir blómadagar -annar íslensk blómarækt eftirspurninni? Við heyrum í Axel Sæland blómabónda á Espiflöt -sem vaknaði fyrir löngu síðan til sinna blómunum.

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta.

Talsverður hiti er að myndast undir pottum sjálfstæðisflokksins þar sem vika er í landsfund. Júlíus Viggó Ólafsson formaður Heimdallar lítur við hjá okkur.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda, ræða við okkur um miklar deilur um breytingar á tollflokkun á osti.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar. Þórarinn Hjartarson, hlaðvarpsstjórnandi og hnefaleikaþjálfari, og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, verða gestir okkar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,