07:03
Morgunútvarpið
13. ágúst - Akademískt frelsi, efnahagsmál og Brøndby
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, verður á línunni í upphafi þáttar þegar við ræðum skemmtiferðaskip og ferðaþjónustu almennt á svæðinu.

Íslendingar á ferðalögum til Bretlands geta aftur farið að nota farsímann þar án þess að þurfa að greiða aukalega fyrir. Ég ræði við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, um reglur um reiki í Evrópu og næstu skref.

Víkingar eru mættir til Danmerkur þar sem þeir mæta Brönd­by í seinni leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu á morgun. Örygg­is­stjóri Knatt­spyrnu­sam­bands Evr­ópu hef­ur sett leik Brönd­by og Vík­ings á hæsta viðbúnaðarstig í kjöl­far óláta stuðnings­manna í fyrri leik fé­lag­anna í Foss­vogi og ríkislögreglustjóri hefur verið í samskiptum við dönsk knattspyrnuyfirvöld. Sverrir Geirdal, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings, verður á línunni frá Kaupmannahöfn.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, og Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, verða gestir mínir eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðu efnahagsmála og óvissu í alþjóðahagkerfinu.

Finn­ur Dell­sén, pró­fess­or í heim­speki við Há­skóla Ís­lands, og Kolbeinn Hólmar Stefánsson, dósent við félagsvísindasvið skólans, verða gestir mínir í lok þáttar en þeir eru ósammála um hvort brotið hafi verið á aka­demísku frelsi ísra­elsks pró­fess­ors, sem hugð­ist flytja er­indi um gervi­greind fyr­ir helgi, en fékk ekki út af mót­mæl­um.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,