16:05
Tengivagninn
Dínamískt jafnvægi, stuttbuxur og Safnasafnið
Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.

Í dag heimsækjum heimsækjum við Þórbergssetur á Hala í Suðursveit og ræðum við Maríu Sjöfn, myndlistarmann, um samsýninguna Dínamískt jafnvægi. Sýningunni er fléttað inn í umhverfi Hala og aðrar sýningar í Þórbergssetri, einna helst fyrirferðamikla sýningu um líf og verk Þórbergs Þórðarsonar. Við fáum líka pistil frá Ásdísi Sól Ágústsdóttur um sumarið og sumarfatnað. Að lokum heyrum við frá heimsókn Tengivagnsins í Safnasafnið við Svalbarðseyri í Eyjafirði.

Tónlist úr þættinum:

Locust - No one in the world

Emilíana Torrini - Heartstopper

Amaarae - Girlie-Pop!

Oracle Sisters - Marseille

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,