12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 13.ágúst 2025
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Utanríkisráðherra vonar að Miðflokkurinn snúi aftur í samstarfshóp um mótun nýrrar öryggis- og varnarstefnu. Þingmaður segir litlar líkur á því - störf hópsins hafi einkennst um of af aðlögun að Evrópusambandinu.

Leiðtogafundi í Berlín sem hófst í hádeginu er að dómi rússneskra stjórnvalda ætlað að skaða fyrirhugaðar viðræður Rússlandsforseta og Bandaríkjaforseta um leiðir til friðar í Úkraínu.

Hlið verður sett upp við Reynisfjöru áður en næsta rauða viðvörun tekur gildi. Landeigandi vonar að lokanir veki fólk til umhugsunar um hætturnar í fjörunni, en ómögulegt sé að hindra för fólks alveg.

Hamas segir að ráðist hafi verið til atlögu að Gazaborg í morgun, skömmu eftir að Ísraelsher staðfesti opinberlega áætlun um hertar hernaðaraðgerðir á Gaza.

Framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna á Akureyri segir stjórnvöld sýna málaflokknum fálæti. Nýverið var farið að rukka þjónustugjöld í líkhúsinu á Akureyri en enn vantar upp á fjármagn.

Heilbrigðiseftirlitið segir skýrt að meinadýraeyðum ber að tilkynna tilfelli um rottur og veggjalýs. Meindýraeyðir segir tilfellum hafa fjölgað - en segir það ekki í sínum verkahring að tilkynna þau.

Hagfræðingur sem kallaði yfir sig reiði íslenskrar stjórnmála- og bankaelítu í aðdraganda bankahrunsins segir ástandið í Bandaríkjunum undir Donald Trump orðið verra en það var þá. Sífellt erfiðara sé að halda uppi óháðri gagnrýni.

Leikmaður Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta hefur fengið rasísk skilaboð eftir að umræður sköpuðust um hárgreiðsluna hennar eftir síðustu umferð. Þjálfari Víkings gagnrýnir að leikmanni sé kennt um að brotið var á henni.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,