Tengivagninn

Stuttmyndin Aldrei einn, Bláa kirkjan á Seyðisfirði, Bach í nýjum búning og Kómedíuleikhúsið

Í þætti dagsins förum í heimsókn í bláu kirkjuna á Seyðisfirði og heyrum í Elfu Hlín Sigrúnar Pétursdóttur sem segir frá tónleikum sem haldnir eru í kirkjunni í kvöld.

Kristján Guðjónsson forvitnast um nýjustu plötu nafna síns og píanóleikara Kristjáns Martinssonar, og Elfar Logi Hafsteinsson segir okkur frá Kómedíuleikhúsinu og Act alone hátíðinni á Suðureyri.

Arngunnur Hinriksdóttir, Garðar Hinrksson og Sölvi Dýrfjörð segja okkur frá stuttmyndinni Aldrei Einn sem þau tóku upp og sýna á Flateyri.

Tónlist flutt í þætti:

Gudrid Hansdottir - Sakna Mig

Lög af plötunn 1035 - Kristján Martinsson

Party 4 U - Charli XCX

Chintamani - Celíne Dessberg

SOS - Birnir og Alaska1867

Everything in it's right place - Radiohead

Frumflutt

30. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,