19:00
Tónleikakvöld
Víkingur á afmælistónleikum Hljómsveitinnar Fílharmóníu í London
Tónleikakvöld

Hljóðritun frá opnunartónleikum áttugasta starfsárs Hljómsveitarinnar Fílharmóníu í Royal Festival Hall í London, 25. september sl.

Á efnisskrá:

- Si el axígeno fuera verde eftir Gabríelu Ortiz - frumflutningur.

- Píanókonsert nr. 3 í c-moll op. 37 eftir Ludwig van Beethoven.

- Sinfónía nr, 3 í c-moll op. 78, Orgelsinfónían eftir Camille Saint-Saëns.

Einleikarar: Víkingur Heiðar Ólafsson á píanó og Olivier Latry á orgel.

Stjórnandi: Santtu-Matias Rouvali.

Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir.

Ljósmynd: Mark Allan.

Er aðgengilegt til 14. nóvember 2025.
Lengd: 1 klst. 30 mín.
,