Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Keramiklistakonan Kogga giftist eiginmanni sínum Magnúsi Kjartanssyni, á dánarbeði hans fyrir nítján árum. Magnús lést rétt eftir að hafa játast henni og áður en hannnáði að setja hringinn á fingur konu sinni. Því ber hún hringana um hálsinn.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
50 ár eru í dag síðan fiskveiðilögsaga landsins var færð út í 200 sjómílur. Það var sem sagt 1975. Þetta var lokahnykkurinn í útvíkkun lögsögunnar sem hófst 1949 með fjórum mílum, svo varð hún tólf, þá 50 og loks 200 sjómílur. Þessa sögu - mikilvægið; alþjóðasamningana, löndunarbönn, þorskastríðin og deilur innanlands – rifjuðum við upp í þættinum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, fór yfir söguna með okkur.
Breski dýrafræðingurinn Jane Goodall lést á dögunum, 91 árs að aldri. Goodall var um áratugaskeið ein frægasta vísindakona heims, ötul baráttukona á sviði náttúru- og dýraverndar — og einn fremsti sérfræðingur heims í frændum okkar simpönsum. Rannsóknir hennar á simpönsum í frumskógum Tansaníu áttu stóran þátt í að gjörbylta skilningi okkar á tegundinni. Vera Illugadóttir sagði frá.
Tónlist:
Spilverk þjóðanna - Lazy Daisy.
Haukur Morthens - Í landhelginni (12 mílur).
Bonga - Ilia.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Mýrin, alþjóðleg barna- og unglingabókmenntahátíð hefst á morgun í Norræna húsinu. Þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin og yfirskriftin að þessu sinni er Týnd útí mýri. Áhersla er lögð á Norrænar barna- og unglingabókmenntir og lestrargleði og sköpun höfð að leiðarljósi og ýmis konar uppákomur og viðburðir verða fyrir börn, ungmenni og alla aðra sem láta sig barnabókmenntir varða. Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur situr í stjórn Mýrarinnar.
Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna - UNICEF á Íslandi, er gestur okkar í dag. Við tölum við hana um aðkomu UNICEF að hjálparstarfi á Gaza eftir að samkomulag náðist um vopnahlé. Þörfin fyrir mat, lyf og önnur hjálpargögn er mikil og það hefur gengið illa að koma þeim til þeirra sem þurfa.
Málbjörg,félag um stam heitir núna Stamfélag Íslands og jafnframt var hannað nýtt lógó fyrir félagið. Hönnuðurinn er Sveinn Snær Kristjánsson sem byggir hönnunina á eigin upplifun af stami. Í næstu viku er alþjóðlegur vitundarvakningardagur 22.okt um stam. Sveinn Snær ræði við okkur í Mannlega þættinum.
Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir
Tónlist í þættinum í dag:
Einhverntímann/Vilhjálmur Vilhjálmsson (Harry Chapin-Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Berg og Båre/Kari Bremnes (Lars,Kari og Ola Bremnes)
Kavatína Kristínar/Uppáhellingarnir (Jón Múli-Jónas Árnason)

Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, vitnaði í Mao Zedong, formann Kommúnistaflokks Kína á árunum 1949 til 1976, á kvennaráðstefnu í Peking á mánudaginn.
Forsetinn er í opinberri heimsókn í Kína og vísað í ræðu sinni till þekktrar tilvitnunar í Mao formann þar sem hann fjallar um jafnrétti kynjanna. ,,Konur halda uppi hálfum himninum.”
Mao í er í vestrænum sagnfræðiritum talinn vera einn mesti harðstjóri tuttugustu aldarinnar og er honum stundum líkt við Jósep Stalín í Sóvétríkjunum. Vegna stefnu hans dóu á milli 30 og 45 milljónir úr hungri. Andstæðingar Mao og stefnu hans voru einnig pyntaðir, barðir og teknir af lífi.
Rætt er við Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. um sögu og arfleifð Mao í kínversku samfélagi. Geir svarar því meðal annars hvað honum finnist um það að forseti Íslands vitni í Mao í ræðu.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Félagsráðgjafar eru ómissandi hlekkur í geðheilbrigðisþjónustu. Með fagþekkingu, teymisvinnu og heildrænni nálgun styðja þeir fólk til aukins styrks, betri lífsgæða og samfélagslegrar þátttöku. Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands, verður gestur okkar í þætti dagsins. Félagsráðgjafar kalla eftir því að fjármagni verði ráðstafað í niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu.
Og við höldum áfram með umfjöllun um málefni Norðurslóða. Yfir 2.000 þátttakendur frá nær 70 löndum munu taka þátt í þingi Hringborðs Norðurslóða, sem hefst á morgun í Hörpu og stendur dagana 16.-18. október. Meðal þátttakenda eru ráðherrar og leiðtogar frá fjölmörgum löndum, stjórnendur vísindastofnana og alþjóðlegra fyrirtækja, auk fulltrúa loftslagssamtaka og frumbyggja á Norðurslóðum. Matthildur María Rafnsdóttir, samskiptastjóri Arctic Circle, ræðir við okkur um opnun siglingaleiðarinnar um norður íshaf.
Í sínu vikulega vísindaspjalli ætlar Edda Olgudóttir að segja okkur frá lyfjarannsóknum fyrir MS sjúkdóminn.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Tónlist í þættinum:
MOSES HIGHTOWER - Suma daga
AMABADAMA - Týnda Kynslóðin
EIVÖR PÁLSDÓTTIR - Ég veit

Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Í þættinum er fjallað um Góðtemplarahreyfinguna, skemmtanir á vegum stúkunnar og sérstaklega um SKT (Skemmtiklúbb templara), sem stóð fyrir dægurlagasamkeppni meðal íslenskra höfunda árin 1950-1960. Leikin er ýmiskonar tónlist frá þessum árum.
Flytjendur tónlistar: Söngfélag IOGT ; Alfréð Andrésson ; Haukur Morthens ; Smárakvartettinn í Reykjavík ; Alfreð Clausen ; Sigurður Ólafsson ; Ellý Vilhjálms ; Einar Júlíusson ; Erla Þorsteinsdóttir.
étur Pétursson ræðir við eftirtalda: Hauk Morthens um stúkuárin og Gúttó ; Carl Billich og Sigurð Ólafsson um SKT keppnirnar.
Freymóður Jóhannsson kynnir útvarpsdagskrá SKT 9. maí 1956.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Víðsjá heimsækir Matthías Rúnar Sigurðsson myndhöggvara á vinnustofuna í dag.
Sem barn sat Matthías mikið við eldhúsborðið og teiknaði en það var eftir að hann hóf nám í Listaháskólanum sem hann fór að höggva í stein. Þrívíddinn kallaði og sökum peningaleysis ákvað hann að höggva í alveg ókeypis stein. Úr grjótinu sem hann vinnur spretta sögur og líf sem taka á sig alls kyns form en Matthías sækir fyrst og fremst innblástur í íslenskan bókmenntaarf, goðsögur og þjóðsögur, en líka náttúruna sjálfa. Frá útskrift hefur hann sýnt víða og höggmyndir hans má finna í helstu söfnum landsins. Verk hans er reyndar líka að finna inni á þó nokkrum heimilum því Matthías hefur hannað verðlaunagripi, meðal annars fyrir Íslensku bókmenntaverðlaunin. Þessa dagana vinnur hann hörðum höndum að nýju útilistaverki fyrir Listasafn Reykjavíkur, verk sem prýða mun Urðartorg í Úlfarsárdal. Meira um það í Víðsjá dagsins.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviðu beinum við sjónum okkar að Nóbelsverðlaununum. Hvað eru þau eiginlega, hverjir eru vinningshafar Íslands og hver fá þau þetta árið? Allt um Nóbelsverðlaunin í þætti dagsins.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Hljóðritun frá opnunartónleikum áttugasta starfsárs Hljómsveitarinnar Fílharmóníu í Royal Festival Hall í London, 25. september sl.
Á efnisskrá:
- Si el axígeno fuera verde eftir Gabríelu Ortiz - frumflutningur.
- Píanókonsert nr. 3 í c-moll op. 37 eftir Ludwig van Beethoven.
- Sinfónía nr, 3 í c-moll op. 78, Orgelsinfónían eftir Camille Saint-Saëns.
Einleikarar: Víkingur Heiðar Ólafsson á píanó og Olivier Latry á orgel.
Stjórnandi: Santtu-Matias Rouvali.
Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir.
Ljósmynd: Mark Allan.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Félagsráðgjafar eru ómissandi hlekkur í geðheilbrigðisþjónustu. Með fagþekkingu, teymisvinnu og heildrænni nálgun styðja þeir fólk til aukins styrks, betri lífsgæða og samfélagslegrar þátttöku. Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands, verður gestur okkar í þætti dagsins. Félagsráðgjafar kalla eftir því að fjármagni verði ráðstafað í niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu.
Og við höldum áfram með umfjöllun um málefni Norðurslóða. Yfir 2.000 þátttakendur frá nær 70 löndum munu taka þátt í þingi Hringborðs Norðurslóða, sem hefst á morgun í Hörpu og stendur dagana 16.-18. október. Meðal þátttakenda eru ráðherrar og leiðtogar frá fjölmörgum löndum, stjórnendur vísindastofnana og alþjóðlegra fyrirtækja, auk fulltrúa loftslagssamtaka og frumbyggja á Norðurslóðum. Matthildur María Rafnsdóttir, samskiptastjóri Arctic Circle, ræðir við okkur um opnun siglingaleiðarinnar um norður íshaf.
Í sínu vikulega vísindaspjalli ætlar Edda Olgudóttir að segja okkur frá lyfjarannsóknum fyrir MS sjúkdóminn.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Tónlist í þættinum:
MOSES HIGHTOWER - Suma daga
AMABADAMA - Týnda Kynslóðin
EIVÖR PÁLSDÓTTIR - Ég veit

Bjarni Guðnason las Bandamanna sögu fyrir útvarpshlustendur árið 1975
Þessi saga segir einkum af feðgum, Ófeigi og Oddi, syni hans. Þeir eiga í höggi við átta höfðingja sem nefndir eru bandamenn, en þeir hyggjast með brögðum sölsa undir sig eignir Odds. Hann hefur verið nokkuð auðtrúa og seinheppinn í aðgerðum sínum, en það verður Ófeigur gamli faðir hans sem með klókindum og talsverðri ósvífni tekst að snúa taflinu við á úrslitastund.
Sagan er skemmileg og í henni eru fjörlegri samtöl en í flestum öðrum Íslendingasögum. Bandamanna saga er þrír lestrar.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Mýrin, alþjóðleg barna- og unglingabókmenntahátíð hefst á morgun í Norræna húsinu. Þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin og yfirskriftin að þessu sinni er Týnd útí mýri. Áhersla er lögð á Norrænar barna- og unglingabókmenntir og lestrargleði og sköpun höfð að leiðarljósi og ýmis konar uppákomur og viðburðir verða fyrir börn, ungmenni og alla aðra sem láta sig barnabókmenntir varða. Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur situr í stjórn Mýrarinnar.
Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna - UNICEF á Íslandi, er gestur okkar í dag. Við tölum við hana um aðkomu UNICEF að hjálparstarfi á Gaza eftir að samkomulag náðist um vopnahlé. Þörfin fyrir mat, lyf og önnur hjálpargögn er mikil og það hefur gengið illa að koma þeim til þeirra sem þurfa.
Málbjörg,félag um stam heitir núna Stamfélag Íslands og jafnframt var hannað nýtt lógó fyrir félagið. Hönnuðurinn er Sveinn Snær Kristjánsson sem byggir hönnunina á eigin upplifun af stami. Í næstu viku er alþjóðlegur vitundarvakningardagur 22.okt um stam. Sveinn Snær ræði við okkur í Mannlega þættinum.
Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir
Tónlist í þættinum í dag:
Einhverntímann/Vilhjálmur Vilhjálmsson (Harry Chapin-Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Berg og Båre/Kari Bremnes (Lars,Kari og Ola Bremnes)
Kavatína Kristínar/Uppáhellingarnir (Jón Múli-Jónas Árnason)

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Prósents er rétt rúmlega helmingur landsmanna hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði og fyrrverandi biskupsritari, gagnrýndi í Facebook færslu hvernig könnunin var framkvæmd og spurði hvort þessi kerfismikilvæga stofnun njóti ekki alltaf sannmælis umræðunnar og fagdeiglunnar. Hann verður gestur minn í upphafi þáttar.
Ingrid Kuhlman, sem hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, ræðir mannauðsmál og mikilvægi mistaka.
Arnaldur Sölvi Kristjánsson, lektor í hagfræði og nefndarmaður í fjármálastöðugleikanefnd, ræðir við mig um verðlaunahafa nóbelsverðlaunanna í hagfræði sem beindu sjónum sínum að skapandi eyðileggingu.
Við höldum áfram umræðu um lestur og ungmennabækur þegar ég ræði við Gunnar Helgason, barnabókahöfund og Margréti Tryggvadóttur, formann Rithöfundasambandsins.
Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Miðflokksins, og Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, verða gestir mínir í lok þáttar þegar við ræðum efnahagsmálin og verðbólgu, og bréf um þau mál sem Seðlabanki Íslands sendi forsætisráðherra á dögunum.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Eitt fyrsta tískumerkja lagið, Pete Townsend undir dulnefni, þrjár sprenglærðar í klassískum söng í sama bandinu, Teitur Magnússon út í garði, Hin útgáfa vikunnar í boði Beck og asnar frá sviðsljósið!
Lagalisti þáttarins:
TRABANT - The One (The Filthy Duke Remix).
ICEGUYS - Iceguys 4 Life.
Salka Sól Eyfeld - Úr gulli gerð.
THE TEMPTATIONS - Just My Imagination (Running Away With Me).
THUNDERCLAP NEWMAN - Something In The Air.
Say She She - Disco Life.
CINDY LAUPER - Time After Time.
HOOTERS - Johnny B..
Ravyn Lenae - Love Me Not.
SUPER FURRY ANIMALS - Juxtaposed With U.
HLH FLOKKURINN - Riddari Götunnar.
SUEDE - We are the pigs.
Teitur Magnússon - Nenni.
ELLE KING - Ex's And Oh's.
SISTER SLEDGE - He's the greatest dancer.
Caamp - Mistakes.
Birta Dís Gunnarsdóttir - Fljúgðu burt.
Lights On The Highway - Ólgusjór.
Sting - If I ever lose my faith in you.
Beck - I Need You Tonight
THE SMASHING PUMPKINS - Try,Try,Try.
Young, Lola - d£aler.
RICK JAMES - Give It To Me Baby.
PRINCE - Raspberry Beret.
Máni Orrason - Pushing.
Alice in Chains - No excuses.
Royel Otis - Moody.
sombr - Undressed.
Harding, Curtis - The Power.
Strummer, Joe - Ride Your Donkey.
Strings, Billy - Gild the Lily.
Ashcroft, Richard - Lovin' You.
BOB DYLAN - Knockin' On Heaven's Door.
FLEETWOOD MAC - Landslide.
Á móti sól - Fyrstu laufin.
MGMT - Time To Pretend.
ÁSGEIR TRAUSTI - Nýfallið regn.
Jordana, Almost Monday - Jupiter.
Laufey - Mr. Eclectic.
RADIOHEAD - Idioteque.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Umsjón: Andrea Jónsdóttir.