Hvort sem þú ætlar að fara á fætur eða sofa áfram setur Pétur Grétarsson á fóninn tónlist úr ýmsum áttum.
Lagalisti:
Cole, Cozy, Shaw, Artie, McDonough, Dick, Berigan, Bunny, Holiday, Billie and Her Orchestra, Holiday, Billie, Peterson, Pete - Summertime.
Savanna tríóið - Hvað skal með sjómann?.
Þorvaldur Halldórsson - Á sjó.
Steely Dan - Dirty work.
Lito Barrientos - Cumbia en do menor.
Redman, Joshua, Cavassa, Gabrielle - Where Are You?.
Júníus Meyvant - Believer.
Horowitz, Vladimir - Weinen, klagen, sorgen, zagen.
Pires, Maria João - Allegretto in C minor D 915 [1827].
Tolentino, Ife - Inverno Fora de Tempo.
Sextett Ólafs Gauks - Bjartar vonir vakna.

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.
Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í gær að Bretar ætli að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki í september, nema Ísraelar samþykki langvarandi vopnahlé með tveggja ríkja lausn að leiðarljósi. Bresk stjórnvöld hafa lengi verið öflugir bakhjarlar Ísraelsríkis en tilkynning Starmers kemur meðal annars í kjölfar þess að stjórnvöld í Frakklandi tilkynntu að þau ætli að viðurkenna Palestínu í haust. Ingibjörg Þórðardóttir, blaðamaður búsett í Lundúnum, fór yfir þessi mál.
Heimsókn Ursulu Von Der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hleypti heldur betur upp íslenskri pólitík fyrir rúmri viku. Ummæli hennar þess efnis að aðildarumsókn Íslands væri einungis í dvala en hefði aldrei verið afturkölluð, kom þingmönnum stjórnarandstöðunnar í opna skjöldu. Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi utanríkisráðherra, kvaðst til að mynda koma af fjöllum og hefur sagt ESB hafa blekkt Íslendinga. Guðlaugur Þór var gestur Morgungluggans.
Tónlist:
Mad World - Tears for Fears

Gestur úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir
Þegar Patrik Atlason var lítill ætlaði hann að verða betri en pabbi sinn í fótbolta. Þegar það gekk ekki eftir sneri hann sér alfarið að tónlistinni og það hefur heldur betur skilað sér enda er hann einn vinsælasti tónlistarmaður landsins í dag. Hann reynir ekki að fela hvaðan hann kemur og segist hafa fengið meira en margir aðrir. Hann ræðir lífið, ferilinn og áfallið sem mótaði fjölskylduna þegar frændi hans var myrtur.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Útvarpsfréttir.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Elín Þóra Rafnsdóttir myndlistarkona átti sér stóra drauma um að ná langt í myndlistinni þegar hún lauk listnámi í Kaupmannahöfn í byrjun níunda áratugarins en hún lagði listina á hilluna í 18 ár meðal annars vegna barnauppeldis og brauðstrits. Hún snéri sér hins vegar aftur að myndlistinni og stundar hana nú af miklum krafti þegar hún stendur á sjötugu. Helga Arnardóttir ræddi við Elínu um gleðina við að fara á eftirlaun og hvernig hún fann listræna þráðinn á ný en hún hefur dvalið í heilan mánuð í Herhúsinu á Siglufirði, gestavinnustofu fyrir listamenn, og heldur þar einmitt sýningu á verkum sínum í dag milli fjögur og sex.
Svo kom Ása Baldursdóttir til okkar í dag og sagði okkur frá áhugaverðu efni til að hlusta eða horfa á. Í dag fjallaði Ása um óhugnalegt glæpahlaðvarp sem segir frá eldri konum sem eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Svo sagði hún frá hlaðvarpinu Bad Therapist þar sem fólk segir frá reynslu sinni af lélegum meðferðaraðilum og að lokum heyrðum við af sjónvarpsþáttaröð, læknadrama sem gerist til dæmis á 15 klukkutíma vakt á bráðamóttöku og mörgu fleiru.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Þá var auðna og yndi / Þau (Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson, texti Tómas Guðmundsson.
Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey)
Lukta-Gvendur / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Nat Simon, texti Eiríkur Karl Eiríksson)
Sunday Morning / Velvet Underground (Lou Reed & John Cale)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Jarðskjálfti af stærðinni átta komma átta varð úti fyrir Kamtsjatka-skaga í Rússlandi í nótt. Þetta er einn öflugasti skjálfti sem mælst hefur. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda Kyrrahafsríkja og milljónum gert að forða sér.
Sendiherra Íslands í Japan segir að búast megi við flóðbylgjum þar á hverri stundu en þær verði líklega ekki stórar. Japanar taki þessu með ró.
Stjórnvöldum var kunnugt um að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var ekki afturkölluð með skýrum hætti. Það kemur fram í óútgefinni skýrslu um stöðuna í aðildarviðræðunum. Skýrslan var skrifuð 2018, þegar Guðlaugur Þór Þórðarsón var utanríkisráðherra.
Rúmlega sex þúsund tonn af eldislaxi drápust í sjókvíum fyrstu sex mánuði ársins. Aldrei hafa fleiri laxar drepist á svo stuttum tíma.
Gistinóttum á hótelum fjölgaði í júní í öllum landshlutum en mest á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi. Erlendum ferðamönnum fjölgaði en Íslendingum fækkaði frá sama tíma í fyrra.
Bandaríkjaforseti segist hafa skorið á öll samskipti við kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein eftir að hann réði til sín starfsfólk úr heilsulind golfklúbbs Trumps. Óralangt sé síðan þeir höfðu nokkuð saman að sælda.
Tvær vikur eru frá því að eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni. Gosvirkni er stöðug og náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni biður fólk vinsamlegast um að „príla ekki á nýstorknuðu hrauni.“
Evrópska knattspyrnusambandið sér fram á minnst 2,8 milljarða króna tap á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem lauk á sunnudaginn, þrátt fyrir metfjölda áhorfenda.
Þættir þar sem sagt er frá ýmsum stöðum um allt land. Stöðum sem eiga sér sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Áskell Heiðar Ásgeirsson, lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, segir frá stað í grennd við heimaslóðir hans á Borgarfirði eystri, sem heimafólk kallar Víkur en er einnig þekktur sem Víknaslóðir.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-04-03
Johnson, Robert - Cross road blues (take 1).
Ingibjörg Elsa Turchi - Tímabundið.
Kristjana Stefánsdóttir - Bye, bye blackbird.
Botschinsky, Allan, Zetterlund, Monica - Love for sale.
Sunna Gunnlaugsdóttir - Sound of summer.
Henriksen, Arve, Fraanje, Harmen - Melancholia.
Williams, Leroy, Thielemans, Toots, Erskine, Peter, Thomas, Bobby, Hancock, Herbie, Molineaux, Othello, Pastorius, Jaco - Liberty city.
Green, Freddie, Young, Snooky, Foster, Frank, Cohen, Sonny, Coker, Henry, Grey, Al, Count Basie and his Orchestra, Payne, Sonny, Mitchell, Billy, Basie, Count, Fowlkes, Charlie, Newman, Joe, Jones, Eddie, Jones, Thad, Powell, Benny, Wess, Frank, Royal, Marshall, Williams, Joe - Trav'lin' light.
Mintzer, Bob, Stórsveit Reykjavíkur, Jóel Pálsson - Spirit of Iceland.
Sigurður Flosason, Legardh, Cathrine - Min stilhed og min storm.
Bivens, Cliff, Campbell, Dave, James, Elmore, Wilkins, Joe, Williamson, Sonny Boy, O'Dell, Frock - Eyesight to the blind.
James, Elmore - Goodbye baby.
Í þættinum er leikin kórtónlist með Karlakór Reykjavíkur og Árnesingakórnum, kvartettútsetningar fyrir Einsöngvarakvartettinn og einsöngslög með Kristni Hallssyni, Rannveigu Fríðu Bragadóttur og Sigurði Bragasyni.
Leikin eru tvö brot úr viðtali við Jónas Bjarnason, sem segir frá harðindum og hremmingu frá æskuárum sínum um og eftir 1880. Björn Bergman ræddi við Jónas þegar hann var 94 ára.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Fréttir
Fréttir
Ríkislögreglustjóri segir skipulagða glæpastarfsemi síður en svo á undanhaldi á Íslandi og að gengjum fari fjölgandi.
Hjálparsamtök segja þörf á margfalt meiri hjálpargögnum til Gaza en nú er flutt þangað.
Fyrrverandi utanríkisráðherra segir miður að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi ekki fullvissað Íslendinga um að ástæðulaust væri að hafa áhyggjur af verndartollum, í nýafstaðinni heimsókn sinni til landsins.
Arion banki hagnaðist um nærri tíu milljarða á öðrum ársfjórðungi, og samtals um sextán milljarða á fyrri hluta árs.
Lögreglan á Suðurnesjum hjálpaði fólki niður af hraunbreiðunni við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í dag. Ítrekað hefur verið varað við því að ganga á nýju og nýlegu hrauni.
Yfirvöld í Póllandi hafa heimilað uppgröft á gömlu hersvæði nasista í landinu. Talið er að gull og gersemar sem nasistar tóku ófrjálsri hendi leynist þar í gömlu byrgi.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Stjórn útsendingar: Védís Kalmansdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Á nýafstaðinni ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um svokallaða tveggja ríkja lausn til að binda enda á áratuga blóðug átök Ísraela og Palestínumanna sagði aðalframkvæmdastjóri samtakanna, Antonio Guterres, að hún væri það eina sem gæti tryggt frið og öryggi þjóðanna tveggja - en um leið fjarlægari en nokkru sinni fyrr. Ólöf Ragnarsdóttir spurði Magnús Þorkel Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Miðausturlanda hvort þessi margumtalaða lausn sé yfirleitt enn möguleg.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson

Eitt og annað úr safni Útvarps. Tónlist eða talað mál.
Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.
Í þessum þætti ferðumst við um Norðvesturland, frá miðjum Tröllaskaga og að Hrútafirði. Sérfræðingar þáttarins koma frá sitthvoru bæjarfélaginu á Norðvesturlandi, en það eru þau Anton frá Skagaströnd og Valdís Freyja frá Hvammstanga. Þau segja okkur frá alls kyns skemmtilegum og áhugaverðum stöðum til að heimsækja á ferð um svæðið. Þjóðsaga þáttarins fjallar um svarta og loðna krumlu sem á að skjótast út úr berginu í Drangey í Skagafirði og skera á reipin hjá þeim sem þar voga sér að klifra. Við ráðleggjum ykkur að passa ykkur á krumlunni og hlusta líka vel eftir áhugaverðum staðreyndum í þættinum því það gæti komið sér vel í spurningakeppninni í lokin!

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Bæverska útvarpsins sem fram fóru í Herkúlesarsalnum í München í október í fyrra.
Á efnisskrá eru verk eftir Manuel de Falla, Igor Stravinskíj, Osvaldo Golijov og Leonard Bernstein.
Einsöngvari: Rinat Shaham messósópran.
Einleikarar: Píanóleikararnir Katia og Marielle Labèque, klarínettuleikararnir Christopher Patric Corbett og Stefan Schilling, og slagverksleikararnir Raphaël Séguinier og Conzalo Grau.
Stjórnandi: Simon Rattle.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Elín Þóra Rafnsdóttir myndlistarkona átti sér stóra drauma um að ná langt í myndlistinni þegar hún lauk listnámi í Kaupmannahöfn í byrjun níunda áratugarins en hún lagði listina á hilluna í 18 ár meðal annars vegna barnauppeldis og brauðstrits. Hún snéri sér hins vegar aftur að myndlistinni og stundar hana nú af miklum krafti þegar hún stendur á sjötugu. Helga Arnardóttir ræddi við Elínu um gleðina við að fara á eftirlaun og hvernig hún fann listræna þráðinn á ný en hún hefur dvalið í heilan mánuð í Herhúsinu á Siglufirði, gestavinnustofu fyrir listamenn, og heldur þar einmitt sýningu á verkum sínum í dag milli fjögur og sex.
Svo kom Ása Baldursdóttir til okkar í dag og sagði okkur frá áhugaverðu efni til að hlusta eða horfa á. Í dag fjallaði Ása um óhugnalegt glæpahlaðvarp sem segir frá eldri konum sem eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Svo sagði hún frá hlaðvarpinu Bad Therapist þar sem fólk segir frá reynslu sinni af lélegum meðferðaraðilum og að lokum heyrðum við af sjónvarpsþáttaröð, læknadrama sem gerist til dæmis á 15 klukkutíma vakt á bráðamóttöku og mörgu fleiru.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Þá var auðna og yndi / Þau (Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson, texti Tómas Guðmundsson.
Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey)
Lukta-Gvendur / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Nat Simon, texti Eiríkur Karl Eiríksson)
Sunday Morning / Velvet Underground (Lou Reed & John Cale)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR

Tónlistarþættir Péturs Grétarssonar frá árinu 2011

Útvarpsfréttir.
Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.
Elsta leiklistarhátíð á Íslandi, Act alone, verður haldin í einleikjaþorpinu Suðureyri 6. - 9. ágúst. Þar verður boðið upp á einstaka dagskrá með vel yfir tuttugu listviðburðum, sviðslist í forgrunni en tónlist og margt annað í bland. Á Act alone í ár má finna eitthvað fyrir alla leiksýningar frá íslenskum gestum sem og erlendum, tónleika, sirkus, grímusmiðju og margt fleira. Við heyrðum í einleikjastjóranum Elfari Loga sem var staddur á Þingeyri og heyrðum af undirbúningi og dagskrá ársins.
Á fyrri klukkutímanum vöknuðum við varlega saman, fórum ekki of geyst inn í þennan miðvikudag, heyrðum ljúfa tóna og renndum yfir allt það helsta í veðri og tíðindavindum.
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Og co
UNA TORFA - Það sýnir sig
KK - Viltu elska mig á morgun?
MARGRÉT EIR - Heiðin há
RÍÓ TRÍÓ - Eitthvað Undarlegt
KAJ - Bara bada bastu
FOO FIGHTERS - Times Like These
STUÐLABANDIÐ - Við eldana
PLÁHNETAN & BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Ég vissi það
JUSTIN BIEBER - Daisies
HIPSUMHAPS - Góðir hlutir gerast hææægt
AMY WINEHOUSE - Our Day Will Come
RÚNK - Innipúkinn
GOSI & SALÓME KATRÍN - Tilfinningar
GEIRFUGLARNIR - Vertu mér hjá
THE CURE - Mint Car
JET BLACK JOE - Rain
LOLA YOUNG - One Thing

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.
Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í gær að Bretar ætli að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki í september, nema Ísraelar samþykki langvarandi vopnahlé með tveggja ríkja lausn að leiðarljósi. Bresk stjórnvöld hafa lengi verið öflugir bakhjarlar Ísraelsríkis en tilkynning Starmers kemur meðal annars í kjölfar þess að stjórnvöld í Frakklandi tilkynntu að þau ætli að viðurkenna Palestínu í haust. Ingibjörg Þórðardóttir, blaðamaður búsett í Lundúnum, fór yfir þessi mál.
Heimsókn Ursulu Von Der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hleypti heldur betur upp íslenskri pólitík fyrir rúmri viku. Ummæli hennar þess efnis að aðildarumsókn Íslands væri einungis í dvala en hefði aldrei verið afturkölluð, kom þingmönnum stjórnarandstöðunnar í opna skjöldu. Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi utanríkisráðherra, kvaðst til að mynda koma af fjöllum og hefur sagt ESB hafa blekkt Íslendinga. Guðlaugur Þór var gestur Morgungluggans.
Tónlist:
Mad World - Tears for Fears


Útvarpsfréttir.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Siggi Gunnars velti fyrir sér dúettum, velti fyrir sér Lágheiði, spilaði alls konar tónlist auk þess að velta fyrir sér plötu vikunnar,
Spiluð lög:
10 til 11
UNA TORFADÓTTIR & CEASETONE – Þurfum ekki neitt
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON & JÓN JÓNSSON – Kæri vinur
NÝDÖNSK & SVANHILDUR JAKOBSDÓTTIR – Á sama tíma að ári
ELTON JOHN & KIKI DEE – Don't Go Breaking My Heart
UNNSTEINN MANUEL & BRÍET – Íslenski draumurinn
THE BLACK KEYS – No Rain, No Flowers
MANFRED MANN – Blinded by the Light
STÓRU BÖRNIN, SKAÐVALDUR OG FRÚ – Þrjú hjól undir bílnum
ROLE MODEL – Sally, When The Wine Runs Out
USSEL, KRÓLI & JÓIPÉ – 7 Símtöl
MEGHAN TRAINOR – Lips Are Movin'
BIRNIR & GDRN – Sýna mér
11 til 12.20
Á MÓTI SÓL – Einveran
IGGY POP – The Passenger
THE KINKS – Sunny Afternoon
TYLER CHILDERS – Nose on the Grindstone
SABRINA CARPENTER – Manchild
JOHNNY NASH – I Can See Clearly Now
GABRIELLE – Out of Reach
ELVAR – Miklu betri einn
BRÆÐURNIR BREKKAN – Í brekkunni
CMAT – Running/Planning
HJÁLMAR – Kindin Einar
ÞORSTEINN KÁRI – Skuggamynd
BON JOVI – It's My Life
NÝDÖNSK – Fullkomið farartæki
CURTIS HARDING – I Won't Let You Down
LAUFEY – Lover Girl
SIMON AND GARFUNKEL – Cecilia

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Jarðskjálfti af stærðinni átta komma átta varð úti fyrir Kamtsjatka-skaga í Rússlandi í nótt. Þetta er einn öflugasti skjálfti sem mælst hefur. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda Kyrrahafsríkja og milljónum gert að forða sér.
Sendiherra Íslands í Japan segir að búast megi við flóðbylgjum þar á hverri stundu en þær verði líklega ekki stórar. Japanar taki þessu með ró.
Stjórnvöldum var kunnugt um að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var ekki afturkölluð með skýrum hætti. Það kemur fram í óútgefinni skýrslu um stöðuna í aðildarviðræðunum. Skýrslan var skrifuð 2018, þegar Guðlaugur Þór Þórðarsón var utanríkisráðherra.
Rúmlega sex þúsund tonn af eldislaxi drápust í sjókvíum fyrstu sex mánuði ársins. Aldrei hafa fleiri laxar drepist á svo stuttum tíma.
Gistinóttum á hótelum fjölgaði í júní í öllum landshlutum en mest á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi. Erlendum ferðamönnum fjölgaði en Íslendingum fækkaði frá sama tíma í fyrra.
Bandaríkjaforseti segist hafa skorið á öll samskipti við kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein eftir að hann réði til sín starfsfólk úr heilsulind golfklúbbs Trumps. Óralangt sé síðan þeir höfðu nokkuð saman að sælda.
Tvær vikur eru frá því að eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni. Gosvirkni er stöðug og náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni biður fólk vinsamlegast um að „príla ekki á nýstorknuðu hrauni.“
Evrópska knattspyrnusambandið sér fram á minnst 2,8 milljarða króna tap á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem lauk á sunnudaginn, þrátt fyrir metfjölda áhorfenda.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Orri Freyr Rúnarsson stýrði þætti dagsins. Í Popplandi í dag var fullt af frábærri tónlist, fjallað var um plötu vikunnar, farið yfir afmælisbörn dagsins og helstu tónlistarfréttir.
Ásgeir Trausti- Bernskan.
Ágúst Elí Ásgeirsson - Megakjut.
Dasha - Austin.
Stuðlabandið - Við eldana.
Ed Sheeran - Sapphire.
Júlí Heiðar & Dísa - Ástardúett.
Sister Sledge - He's the greatest dancer.
Jón Jónsson - Tímavél.
Bill Withers - Lean On Me.
Pink - Raise your glass.
Friðrik Dór Jónsson & Moses Hightower - Bekkjarmót og jarðarfarir.
The Rolling Stones - You Can't Always Get What You Want (Live).
Krullur - Dómínó.
Tornados - Telstar.
Muse - Knights Of Cydonia.
Þorsteinn Kári - Valkyrja.
Supergrass - St.Petersburg.
GDRN - Parísarhjól.
Natalie Imbruglia - Torn.
sombr - Undressed.
Johnny Cash - Folsom Prison Blues.
Kári - Sleepwalking.
Placebo- Special needs.
Royel Otis - Moody.
Of Monsters and Men - Television Love.
Mumford & Sons - I Will Wait.
Land og Synir - Dreymir.
Trúbrot - To Be Grateful.
Bríet - Wreck Me.
Kaleo - Bloodline.
Billie Eilish - Bad Guy.
Black Sabbath - Paranoid.
Hjaltalín - Þú Komst Við Hjartað í Mér.
Nýdönsk - Fram á nótt.
Dua Lipa - Be the one.
Mark Ronson & RAYE - Suzanne.
Wolf Alice - The Sofa.
Kate Bush - Running Up That Hill.
B52´s - Rock lobster.
Úlfur Úlfur - Brennum allt.
White Stripes - Jolene [Live].
Snorri Helgason - Aron.
Justin Bieber - Daisies.
Supermen Lovers & OneRepublic - Starlight (The Fame).
Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Tónleikarnir “Öll í einu” á Akureyri fer fram núna um helgina. Við hringdum í einn skipuleggjanda Halldór Kristinn Harðarson.
Í nýrri skýrslu er varað við auknum netárásum þar sem árásaraðilar nota gervigreind til að búa til skaðlegan hugbúnað og dreifa svokölluðum vefveiðaskilaboðum eða phishing. Við ræddum við Arnar S. Gunnarsson, yfirmann öryggismála hjá OK, um gervigreindar óværu.
Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar, “Ástin sem eftir er”, hlaut aðalverðlaun Cinehill‑kvikmyndahátíðarinnar í Króatíu, sem lauk á sunnudaginn var. Myndin var frumsýnd á Cannes í vor. Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, var á línunni hjá okkur.
Lögreglan á Suðurnesjum varar við því að hraunjaðarinn við eldgosið á Reykjanesi geti brotist skyndilega fram. Veðurstofan mælir með því að öll nýja hraunbreiðan verði afmörkuð og skilgreind sem áhættusvæði, og varar fólk eindregið gegn því að príla á nýstorknuðu hrauni. Við heyrðum í Sigríði Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðingi á Veðurstofunni.
Við ræddum við Ágúst Mogensen sem brýnir ökumenn til að aka almennilega um helgina en nú byrjar hættulegasti tíminn í vikunni! 90 umferðaslys með meiðslum að meðaltali í ágúst, s.l. 5 ár.
Og í lok þáttar hringjum við austur í Neskaupstað en þar fer fram hátíðin Neistaflug um helgina eins og svo oft áður. María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Neistaflugs, talaði við okkur.
Fréttir
Fréttir
Ríkislögreglustjóri segir skipulagða glæpastarfsemi síður en svo á undanhaldi á Íslandi og að gengjum fari fjölgandi.
Hjálparsamtök segja þörf á margfalt meiri hjálpargögnum til Gaza en nú er flutt þangað.
Fyrrverandi utanríkisráðherra segir miður að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi ekki fullvissað Íslendinga um að ástæðulaust væri að hafa áhyggjur af verndartollum, í nýafstaðinni heimsókn sinni til landsins.
Arion banki hagnaðist um nærri tíu milljarða á öðrum ársfjórðungi, og samtals um sextán milljarða á fyrri hluta árs.
Lögreglan á Suðurnesjum hjálpaði fólki niður af hraunbreiðunni við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í dag. Ítrekað hefur verið varað við því að ganga á nýju og nýlegu hrauni.
Yfirvöld í Póllandi hafa heimilað uppgröft á gömlu hersvæði nasista í landinu. Talið er að gull og gersemar sem nasistar tóku ófrjálsri hendi leynist þar í gömlu byrgi.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Stjórn útsendingar: Védís Kalmansdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Á nýafstaðinni ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um svokallaða tveggja ríkja lausn til að binda enda á áratuga blóðug átök Ísraela og Palestínumanna sagði aðalframkvæmdastjóri samtakanna, Antonio Guterres, að hún væri það eina sem gæti tryggt frið og öryggi þjóðanna tveggja - en um leið fjarlægari en nokkru sinni fyrr. Ólöf Ragnarsdóttir spurði Magnús Þorkel Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Miðausturlanda hvort þessi margumtalaða lausn sé yfirleitt enn möguleg.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Í Eldhúsverkunum leiðir Rósa Birgitta okkur um heim þar sem suðupottar mæta saxófónum og uppskriftir dansa við diskó. Tónlist og matur – bæði krydduð og ómótstæðileg.
Unnur Sara Eldjárn - Á Laugavegi
Sergio Mendes - Constant rain
Sigríður Thorlacius - Dakíri
Delegation - Oh Honey
Donald Fagen - I.G.Y.
Frank Ocean - Pink + White
Yazmin Lacey - Bad company
David Walters Kryé Mwen
Monster Rally - Lost Kisses
Bogomil Font & Greiningardeildin - Skítaveður

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Elvar - Miklu betri einn.
BLONDIE VS. THE DOORS - Rapture Riders.
Sudan Archives - MY TYPE
Chris Lake, Abel Balder- Ease My Mind.
Blueboy, The - Sandman.
Marsibil - Það er komið sumar.
Bridges, Leon, Hermanos Gutiérrez - Elegantly Wasted.
Glass Beams - Black Sand.
BOB MARLEY & THE WAILERS - Is This Love (Dubmatix Re-Versioned).
Black Keys, The - No Rain, No Flowers.
Dr. Dre - Next episode
Tommy Richman - MIAMI.
Anderson .Paak, HANDCOCK, JANE - Stare at Me.
Tyler, The Creator - Ring Ring Ring.
LL Cool J - Phenomenon.
Friðrik Dór, Moses Hightower - Bekkjarmót og jarðarfarir.
Lizzo, SZA - IRL
Króli, USSEL, JóiPé - 7 Símtöl.
Clipse, Kendrick Lamar - Chains & Whips
Úlfur Úlfur Hljómsveit - Sumarið.
Princess Nokia - Drop Dead Gorgeous
EMMSJÉ GAUTI - Nýju fötin keisarans.
Kneecap, Mozey - The Recap
Turnstile - Look Out For Me.
Depeche Mode - A pain that I'm used to (radio edit).
Nine Inch Nails - As Alive As You Need Me To Be (Radio Edit).
Deftones - my mind is a mountain.
Smith, Elliott - Say Yes.
Ágúst Elí - Megakjut.
Zach Bryan - Streets of London.
Favors, The- The Hudson.
Sufjan Stevens- Back To Oz
Páll Óskar, Benni Hemm Hemm - Valentínus.
Pulp - Tina.
Justin Bieber - Daisies
Sombr - Undressed
Númer 3 - Múrsteinn
Blood Orange - Mind Loaded
DCFC - Soul Meets Body
Lola Young - One Thing
OMAM - Television Love
Haim - All Over Me
Wet Leg - Davina McCall
BSÍ - Það ert þú
Shirley Bassey - Light My Fire

Umsjón: Andrea Jónsdóttir.