Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
SUMARMÁL - MIÐVIKUDAGURINN 09. JÚLÍ 2025
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR
Frjó er þriggja til fimm daga listahátíð sem fram fer á Siglufirði um helgina. Þetta er níunda hátíðin sem fram fer og verður bærinn sprúðlandi af listamönnum sem bera uppi spennandi og fjölbreytta dagskrá allt frá upplestrum, gjörningum, myndlistarsýningum og tónleikum. Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir, myndlistarkona og stofnandi hátíðarinnar sem búsett er í Alþýðuhúsinu þar í bæ og meðal annars hýsir nokkra hátíðargesti segir á fjórða tug listamanna hvaðanæva að taka þátt í hátíðinni og að andrúmsloftið sé oft töfrum gætt því listviðburðirnir séu suðupottur ólíkra listamanna. Við ræðum við Aðalheiði hér á eftir en einnig um listsköpun hennar þar sem hún segist vart geta sofnað á kvöldin fyrir spenningi yfir alltof mörgum hugmyndum sem hún fær.
Í dag kemur Ása Baldursdóttir til okkar og í þetta sinn ræðir hún um tvær hlaðvarpsseríur, önnur þar sem trúarsamfélag herjar á ungar mæður að gefa börn sín til ættleiðingar, tvöfalt líf lögreglumanns er afhjúpað í fjórðu þáttaröð Betrayal (Svik) og að lokum verður fjallað um lúxushótel á Taílandi í þriðju þáttaröð White Lotus.
Svo verður fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Beatles/love me do
Memories are made of this
Kveiktu ljós/Blandaður kvartett frá Siglufirði(erl-Hafliði Guðmundsson) Flytjendur: Karlakórinn Vísir ; Gerhard Schmidt, stjórnandi ; Blandaður kvartett syngur með kórnum
Seven Bridges road / The wilder blue
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-07-09
Beatles, The - Love me do.
Martin, Dean - Memories are made of this.
Blandaður kvartett frá Siglufirði - Kveiktu ljós.
Combs, Luke, Wilder Blue, The - Seven Bridges Road.