18:30
Óteljandi Öskubuskur
2. þáttur - Cenerentola
Óteljandi Öskubuskur

Ævintýrið um Öskubusku er mörg hundruð, jafnvel þúsund ára gömul þjóðsaga sem er til í óteljandi útgáfum um allan heim. Í þessum þáttum fáum við að kynnast hinum Öskubuskunum, sem margar hverjar eiga sér myrkari hliðar en Disney Öskubuskan sem í hugum margra er hin eina sanna Öskubuska. Við ferðumst fram og til baka í tíma og rúmi með það að markmiði að gera góða sögu enn betri og kannski hræða okkur dálítið inn á milli með drungalegum tilbrigðum sögunnar.

Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Elstu rituðu útgáfu Öskubusku ævintýrisins í Evrópu er að finna í Ævintýrasafninu Pentamerone sem ítalinn Giambattista Basile gaf út árið 1634. Við kynnumst stúlku að nafni Zezolla sem uppnefnd var Cenerentola, en cenere þýðir aska á ítölsku. Óhugnanlegir atburðir koma við sögu í þessu ævintýri og þess vegna er mælt með því að ung börn hlusti með fullorðnum.

Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 19 mín.
e
Endurflutt.
,