23:05
Lestin
Meta verður MAGA, fullt tungl, áþreifanlegt internet
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Tæknibransinn í Bandaríkjunum hefur flykkt sér á bakvið við Donald Trump að undanförnu. Margir áhrifamenn í Kísildalnum lýstu yfir stuðningi við hann í aðdraganda kosninganna en þeir sem ekki þorðu að veðja á Trump hafa reynt að bæta honum það upp eftir að hann var kosinn með fjárframlögum og yfirlýsingum sem ættu að gleðja forsetann verðandi og vini hans. Forstjóri Meta, Mark Zuckerberg, hefur kannski gengið hvað lengst í slíku daðri. Hann ætlar að hætta ritstkoðun á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum sínum, leyfa fólki að segja hvað það vill um innflytjenda- og kynjamál. Hann ætlar hætta meðvituðum aðgerðum til að stuðla að fjölbreytileika í ráðningum fyrirtækisins og hefur fengið góðvin Trumps, UFC slagsmála-íþróttamógúlinn Dana White inn í stjórn fyrirtækisins. Um helgina mætti hann í 3 tíma langt viðtal til Joe Rogan þar sem hann teiknaði sig upp sem fórnarlamb ríkisstjórnar Joe Biden. Tryggvi Freyr Elínarson, hjá Datera, fer yfir stöðuna.

Það er fullt tungl. Við fáum til okkar tvo stjörnuspekina, þau Kristínu Önnu Valtýsdóttur og Öldu Villiljós, til þess að rýna nánar í núverandi tungl. Þau segja okkur einnig frá breytingum á himintunglum þetta árið, stórar og miklar breytingar sem stjörnuspekingar telja munu hafa töluverð samfélagsleg áhrif. Samtalið fer að um víðan völl og endar í óvæntri átt. Eða kannski ekki svo óvæntri, hugleiðingum um tilgang lífsins. Tungl og tilgangur, tvö náskyld fyrirbæri. Meira um það í lok þáttar.

Didda Flygenring reynir svo að ímynda sér áþreifanleika internetsins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 56 mín.
e
Endurflutt.
,