12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 14. janúar 2025
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Öflug skjálftahrina varð í einni virkustu eldstöð landsins, Bárðarbungu, í morgun og mældist stærsti skjálftinn 5,1. Skjálftarnir eru af völdum kvikuinnskots. Ekki er hægt að spá fyrir um framhaldið. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna skjálftavirkninnar.

Utanríkisráðherra Katar segir viðræður um vopnahlé á Gaza á lokametrunum. Hann varar þó við of mikilli bjartsýni, ekkert sé í hendi fyrr en samkomulag hafi verið undirritað.

Í að minnsta kosti þremur tilfellum var utankjörfundaratkvæðum í síðustu alþingiskosningum ekki skilað fyrr en eftir kjördag og þau því ekki talin. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla og flutningur á atkvæðum verða tekin til skoðunar segir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar.

Donald Trump hefði verið sakfelldur fyrir tilraunir sínar til að snúa við niðurstöðum forsetakosninga 2020 ef hann hefði ekki verið endurkjörinn og rannsókn lögð niður. Þetta er niðurstaða skýrslu sérstaks saksóknara málsins.

Borgarfulltrúar sem kjörnir voru á þing í nóvember fengu hver hátt í fimm milljónir króna í launagreiðslur um mánaðamótin.

Tillögur starfshóps fyrrverandi orkumálaráðherra um breytingar á rammaáætlun ganga ekki nærri því nógu langt að mati Samorku. Nýr ráðherra orkumála hyggst ekki leggja frumvarp fyrrverandi ráðherra óbreytt fram.

HM í handbolta hefst í dag. Ísland á fyrsta leik eftir tvo daga.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,