
Veðurstofa Íslands.
Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til að taka sig saman um að yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga — landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.
Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Fullvíst má telja að ef höfn hefði komið fyrr í Flatey hefði verið hægt að koma í veg fyrir mannskaða í aftakaveðrum. Því enga alvöru höfn var að finna allt frá Grenivík í Eyjafirði til Húsavíkur. Og þarna getur veðrið breyst á örskotsstundu eins og sagan sýnir okkur. Viðmælendur í fjórða þættinum af sex eru: Elsa Heiðdís og Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsbörn, Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, Hallur Jóhannesson og Stefán Guðmundsson.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, Heiðar Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir og Jónas Már Torfason, lögfræðingur og formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna.
Þau ræddu tollahækkanir Trumps, fjármálaáætlun, stöðu Grindvíkinga og áhrif samfélagsmiðla á börn.
Umsjón: Urður Örlygsdóttir
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Tollarnir sem Trump kynnti á miðvikudag taka gildi í dag. Kínverjar tilkynntu um tolla á Bandaríkin í gær en önnur ríki fara sér hægar í viðbrögðum. Áhyggjur eru miklar af áhrifum á fataiðnaðinn í fátækari ríkjum sem fá á sig tolla.
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur viðbúið að samdráttur verði í komu bandarískra ferðamanna hingað til lands út af tollastefnu Trumps.
verð hlutabréfa í kauphöllinni hér á landi lækkaði talsvert í gær, annan daginn í röð
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Rússar verði að gera það upp við sig á næstu vikum hvort þeir vilji frið eða ekki. Bandaríkjastjórn vilji ekki festast í stanslausum samningaviðræðum.
Rúmlega þrjú hundruð skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn á Reykjanesskaga. Vísbendingar eru um að landris undir Svartsengi sé hafið á ný.
Nýjar ferðaleiðbeiningar utanríkisráðuneytisins til hinsegin fólks eru viðbragð við bakslagi á heimsvísu, segir utanríkisráðherra. Ráðuneytið þurfi æ oftar að aðstoða hinsegin fólk á faraldsfæti.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Stríðið í Sýrlandi tók snöggan endi eftir tæplega 14 ár í byrjun desember. Eftir situr þjóð í sárum, helmingurinn á flótta og heil kynslóð sem ólst upp við borgarastríð. Þótt síðustu mánuðir hafi ekki verið friðsamlegir með öllu eru Sýrlendingar farnir að þora aftur heim að vitja heimila sinna. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við mann sem býr hér á Íslandi en er í Sýrlandi núna eftir meira en áratug á flótta. Við heyrum hans sögu.
Svo förum við til Úkraínu með Birni Malmquist, en hann fór nýlega til Kyiv og reyndar víðar um Úkraínu. Í borginni Poltava hitti hann Tetiönu Bardinu, sem er aðstoðarborgarstjóri í Poltava. Hún lýsir mannskæðri árás Rússa á skóla í borginni í fyrra og segir erfitt að búa við það að önnur slík árás geti verið gerð á hverri stundu. Björn hitti líka Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi og einnig gagnvart Úkraínu. Hann lýsir þeim verkefnum sem Ísland styrkir í Úkraínu. En síðustu þrjú ár hafa íslensk stjórnvöld varið um ellefu og hálfum milljarði króna í stuðning við Úkraínu, rúmlega helmingur þess hefur farið í hernaðarlega aðstoð og hinn helmingurinn í mannúðar- og efnahagslegan stuðning.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Áslaug Rún Magnúsdóttir féll fyrir klarinettinu sem barn og lék meðal annars á það í hljómsveitinni Samaris forðum daga. Með tímanum fór hana þó að langa til að skapa eigin verk og hefur samið og gefið út talsvert af tónlist, ýmist ein eða í samstarfi við aðra, oftar en ekki með það að leiðarljósi að skapa augnablik sem verða trufluð um leið og þau eru að komast á flug.
Lagalisti:
mixtape_2 intimacy edition - Endless Beach House
Óútgefið - love and desire
en samling af vinterlig musik - Tarantula
Woodwind Quintet - Sensitive Town
Woodwind Quintet - Eternal Liquid Sad
I Am Here Now, When Will You Be Here Again? - Cowboy Strand
OASIS PLAYLIST - 1/ Hultas Sessions

Tónlist úr ýmsum áttum
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Þátturinn snýst um upplýsingaóreiðu sem öryggisógn. Farið er yfir þjóðarmorðið á Rohingjum í Myanmar og í hlutverk samfélagsmiðla, dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu. Rætt verður við Ingvar Örn Ingvarsson, frkv. Stjóra Cohn&Wolfe, einn stofnenda Veriate og sérfræðing á sviði upplýsingaóreiðu og fjölmiðla.
Umsjón: Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir
Mörg af helstu snilldarverkum stórsveita svingtímans hafa lengi verið ófáanleg , nema í misjöfnum diskaútgáfum ýmissa fyrirtækja, sem hafa nýtt sér að útgáfuréttur rennur út fimmtíu árum eftir hljóðritun, og hafa þá aðeins haft aðgang að útgefnu efni á lakk- og vínýlplötum.
Þetta er önnur þáttaröðin þar sem sótt er í gullkistu Mosaic og hér verður áfram fjallað um stórsveitirnar, einleikarana og söngvarana, sem heilluðu heimsbyggðina á gullaldarárum svingsins og seldu hljómplötur í hundruðum milljóna eintaka.
Umsjón: Vernharður Linnet
11.Þáttur.
Árin eftir 1950 urðu djassinum erfið og sérstaklega stórsveitunum. Meirað segja Duke Ellington fann fyrir því, þó hljómsveit hans, Count Basies og Woody Hermnans væru þær sem spjöruðu sig best. Á árunum 1953 -55 hljóðritaði hljómsveitin fyrir Capitol með einleikara á borð við Clark Terry, Paul Gonsalves og Harry Carney, en Johnny Hodges var með eigin hljómsveit á þessum árum. Helsti smellur Ellingtons á Capitoltímanum var Satin Doll.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Í þættinum opnum við inn í heim pólskra furðusagna og vísindaskáldskapar. Pólverjar eiga einhvern merkasta og áhugaverðasta höfund 20. aldar á því sviði, Stanisław Lem.
Þekkturstu verk Stanisławs Lem eru smásagnasafnið Cyberiada og Solaris, sem tvisvar hefur verið kvikmynduð, 1972 kom mynd í leikstjórn Andrei Tarkovsky og 2002 í leikstjórn Steven Soderbergh. Þetta eru fjölbreytt verk sem teygja sig yfir allt rófið, allt frá svokölluðu hörðum vísindaskálskap yfir í mjúkan en alltaf eru undirliggjandi flóknar heimspekilegar spurningar um siðferði, trú, mörk mannlegrar skynsemi, hvað tækni getur og hvaða áhrif hún hefur á okkur mennina sem hana búa til. Maður gegn vél, allt sem góður vísindaskáldskapur þarf að búa yfir. Pawel Bartoszek segir frá, en hann hefur lesið bækur Lem frá því í menntaskóla og við ræddum vísindaskáldskap, tæknisiðferði og ýmislegt þessu tengt.
Við byrjum á heimsókn frá Mariolu Alichu Fiema, sem kennir pólsk fræði við Háskóla Íslands. Þar fá nemendur yfirlit yfir sögu Póllands allt frá miðöldum fram að seinni heimsstyrjöld. Og í gegnum helstu bókmennta- og listaverk hvers tíma er reynt að skyggnast inn í pólska þjóðarsál. Ég ræddi við Mariolu um bókmenntirnar í gegnum aldirnar, hvar þetta byrjar allt saman en líka hvernig pólsk menning á Íslandi blasi við henni.
Viðmælendur: Mariola Alicja Fiema og Pawel Bartoszek.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Rósa Guðrún Sveinsdóttir - Meiriháttar.
Ingi Bjarni Skúlason - Það sem er.
Davis, Richard, Getz, Stan, Jones, Elvin, Evans, Bill - Melinda.
Taylor, Art, Flanagan, Tommy, Barretto, Ray, Ammons, Gene, Watkins, Doug - My romance.
Sigmar Þór Matthíasson - Don.
Lehman, Steve, Octet - No neighborhood rough enough.
Danish Radio Big Band - Home.
Kvartett víbrafónleikarans Milt Jackson - Stress and trauma.
Óskar Guðjónsson, Magnús Jóhann Ragnarsson - Hundaeigandi.
Vliet, Jeroen van, Smits, Koen, Gulli Gudmundsson - Glíma.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Tónlistin í þættinum: Betty Roché syngur sex lög. All Too Soon, Can't Help Loving That Man, Route 66, Something To Live For, Take The A Train og All My Life. Kvartett Kaspers Villume leikur fimm lög: Blame It On My Youth, The Speedmaster, Song, My Man's Gone Now og All The Things You Are.John Coltrane og kvartett flytja sex lög: I Wish I Knew, Souleyes, Chim Chim Cheree, Young To Go Steady, Nature Boy og Dear Lord.
Þáttaröðin Brot úr íslenskri menningarsögu er unnin í samstarfi Rásar 1 og námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. (Áður á dagskrá 2008)
Í þættinum er fjallað um upphaf rokksins á Íslandi um miðjan sjötta áratug 20. aldar. Í þættinum er rætt við Gest Guðmundsson, félagsfræðing um hvernig rokkið barst um landið, hvernig því var tekið, og Jónas Jónasson, útvarpsmann sem var annar tveggja umsjónarmanna óskalagaþáttar ungs fólks 1956 þar sem Elvis Presley var fyrst kynntur í íslensku útvarpi.
Lesari ásamt umsjónarmanni: Hugrún R. Hólmgeirsdóttir.
Lesið úr Morgunblaðinu 27. júní 1956, bls. 8 og Morgunblaðinu 29. október 2000, bls. B-7.
Umsjón: Eggert Þór Bernharðsson.
Í Sagnaslóð er leitað fanga úr fortíðinni. Frásagnir úr sögu þjóðarinnar.
Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson
Umfjöllunarefni þáttarins er einhenti bóndinn á Hóli í Kelduhverfi. Lesið úr Árbók Þingeyinga 1969, Slysið á Ásheiði 1895. Viðtal við Sigurgeir Ísaksson á Akureyri.
Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson.
Lesari: Bryndís Þórhallsdóttir.
Þátturinn var fyrst á dagskrá 15. febrúar 2008

Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan flögrar í kringum franska söngvarann Charles Trénet, kvintett George Shearing og Elly Vilhjálms, ásamt tónlist í flutningi Sid Merriman, sem var dulnefni danska tónskáldsins Huga Gylmark. Þar að auki hljóma lög með Jóhanni Möller, Smárakvartettinum í Reykjavík og Bert Kaempfert.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, Heiðar Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir og Jónas Már Torfason, lögfræðingur og formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna.
Þau ræddu tollahækkanir Trumps, fjármálaáætlun, stöðu Grindvíkinga og áhrif samfélagsmiðla á börn.
Umsjón: Urður Örlygsdóttir
Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Útvarpsfréttir.

Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Söngkonan Marína Ósk Þórólfsdóttir hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin á dögunum fyrir jazzsöng. Hún er gestur Felix í Fram og til baka og segir af fimm augnablikum þar sem kviknaði á ljósaperu og lífið tók aðra stefnu. Lífið hefur leitt Marínu frá Suðurnesjum til Akureyrar og Amsterdam og nú inn í Mál og menningu á Laugarvegi þar sem hún syngur fyrir gesti og gangandi mörg kvöld í viku.
í fyrri hluta þáttarins verður dagurinn, 5. apríl, skoðaður í tali og tónlist.

Gísli Marteinn Baldursson leiðir hlustendur inn í laugardaginn, tekur stöðuna á fólki og fréttum, spilar góða tónlist og fær til sín vel valda gesti.
Útvarpsfréttir.
Tollarnir sem Trump kynnti á miðvikudag taka gildi í dag. Kínverjar tilkynntu um tolla á Bandaríkin í gær en önnur ríki fara sér hægar í viðbrögðum. Áhyggjur eru miklar af áhrifum á fataiðnaðinn í fátækari ríkjum sem fá á sig tolla.
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur viðbúið að samdráttur verði í komu bandarískra ferðamanna hingað til lands út af tollastefnu Trumps.
verð hlutabréfa í kauphöllinni hér á landi lækkaði talsvert í gær, annan daginn í röð
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Rússar verði að gera það upp við sig á næstu vikum hvort þeir vilji frið eða ekki. Bandaríkjastjórn vilji ekki festast í stanslausum samningaviðræðum.
Rúmlega þrjú hundruð skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn á Reykjanesskaga. Vísbendingar eru um að landris undir Svartsengi sé hafið á ný.
Nýjar ferðaleiðbeiningar utanríkisráðuneytisins til hinsegin fólks eru viðbragð við bakslagi á heimsvísu, segir utanríkisráðherra. Ráðuneytið þurfi æ oftar að aðstoða hinsegin fólk á faraldsfæti.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.
Helgarútgáfan var á sínum stað á Rás 2 þennan laugardaginn. Þar fylgdist Kristján Freyr með öllu því sem var á sveimi um allt land í mannlífi og menningu og spilaði taktvissa tóna upp á sitt einsdæmi. Almarr Ormarsson knattspyrnu- og íþróttafréttamaður leið við í heimsókn og sagði okkur frá Bestu deild karla sem er nú farin af stað. Ágústa Ragnarsdóttir formaður Lúðrasveitar Þorlákshafnar var á línunni frá Þorlákshöfn og sagði hlustendum frá mjög skemmtilegum tónleikum Lúðrasveitarinnar í Þorlákshöfn þar sem fólk gat komið og sungið með. Loks litur þeir Pétur Jóhann og Sveppi við í hljóðver á leið í Háskólabíó en þar fór fram 5 ára afmæli hlaðvarps þeirra er kallast Beint í bílinn.
Þátturinn var að venju stútfullur af stórfínni tónlist:
Frá kl. 12:45
BJARTMAR GUÐLAUGSSON - Með vottorð í leikfimi.
LILY ALLEN - Ldn.
LIONEL RICHIE - Dancing On The Ceiling.
KUSK - Sommar.
STEREOPHONICS - Have A Nice Day.
Young, Lola - Conceited.
PETER GABRIEL - Big Time.
MUNGO JERRY - In the summertime.
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
Ngonda, Jalen - Just as Long as We?re Together.
Timberlake, Justin - Selfish.
Sharon Jones & The Dapkings - How Long Do I Have To Wait For You.
PRINCE - Raspberry Beret.
MÅNESKIN - SUPERMODEL.
Frá kl. 14:00
Skriðjöklar - Bíllinn minn og ég.
YELLO - The Race.
Calvin Harris - Feels (ft. Pharrell, Katy Perry & Big Sean).
R.E.M. - What's the Frequency, Kenneth.
Una Torfadóttir, Leikhópur úr sýningunni Stormur - Málum miðbæinn rauðan.
SYKURMOLARNIR - Regína (á íslensku).
Sloan - Underwhelmed (LP version).
Royel Otis - Murder on the Dancefloor (triple j Like A Version).
COLDPLAY - Speed Of Sound.
Frá kl. 15:00
Mammaðín - Frekjukast.
Ágúst Þór Brynjarsson - Eins og þú.
Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar - Hærra (bergmál fyrralífs-mæðra).
EDDY GRANT - I Don't Wanna Dance (80).
ABBA - Super Trouper.
CORNERSHOP - Brimful Of Asha [Norman Cook Remix].
WANNADIES - You.And.Me.Song.
ROLLING STONES - She's a Rainbow.
SYKUR - Svefneyjar.
KEANE - Everybody?s Changing.
QUEENS OF THE STONE AGE - Make It With Chu.
Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!
Nóg var um að vera hjá Röggu í dag í tónlistarþættinum Smellur. Hún fekk Þóru Ásgeirsdóttur til sín í viðtal og þær spjölluðu um Á allra vörum, tónlistarmaðurinn BLOSSI var með GMT, þrjú ný lög kynnt til leiks og Eins smells undur á sínum stað!
Tónlistin:
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
DOLLY PARTON - 9 to 5.
RIHANNA - Diamonds.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - All over the world.
JUNGLE - Busy earnin'.
HIPSUMHAPS - Góðir hlutir gerast hææægt.
HUMAN LEAGUE - Don't You Want Me.
Pláhnetan - Funheitur (Geimdiskó).
GDRN - Parísarhjól.
BLOSSI - Milli stjarnanna.
Lady Gaga - Shadow of a Man.
Rosalía, Wisin & Yandel - Besos Moja2.
Röyksopp - The girl and the robot.
Chappell Roan - The Giver.
Mumford and Sons - Rushmere.
GCD - Mýrdalssandur.
Fleet Foxes, Cyrus, Noah - Don't Put It All On Me.
St. Vincent - DOA (From Death of a Unicorn).
Birnir - LXS.
ROD STEWART - Do Ya Think I'm Sexy.
TOM TOM CLUB - Genius of Love.
BSÍ - Vesturbæjar beach.
Los Del Rio - Macarena.
BAHA MEN - Who Let The Dogs Out.
DEEE-LITE - Groove is in the heart.
Alien Ant Farm - Smooth Criminal.
Una Torfadóttir - Yfir strikið.
Alien Ant Farm - Smooth criminal.
DANIIL & FRIÐRIK DÓR - ALEINN.

Fréttastofa RÚV.

Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Létt og skemmtileg Næturvakt sem sýndi frábært samstarf þáttarstjórnanda og hlustenda. Fullt af óskalögum og kveðjum.
Tónlist í þættinum:
SCREAMING TREES - Nearly Lost You.
Mark Lanegan - Satellite Of Love (Fríkirkjan 30.11).
Lights On The Highway - Ólgusjór.
Kristó - Svarti byrðingurinn.
THE BEATLES - While My Guitar Gently Weeps.
NIRVANA - Lithium.
Spacestation - Loftið.
VORMENN ÍSLANDS - Átján rauðar rósir.
Bubbi Morthens, Bubbi Morthens - Strákarnir á Borginni.
Laufey - Silver Lining.
BEN E. KING - Stand By Me.
Spilverk þjóðanna, Megas - Útumholtoghólablús.
ORGY - Blue Monday.
KYLESA - Scapegoat.
ALICE IN CHAINS - Would.
Magnús Eiríksson, Kristján Kristjánsson Tónlistarm. - Ljúfa Anna.
Utangarðsmenn - Hiroshima.
AC/DC - Whole Lotta Rosie.
Helgi Björnsson - Hafið Og Fjöllin.
BAGGALÚTUR - Snæfjallaströnd.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Draumavélin.
LADDI - Of Feit Fyrir Mig.
ABBA - Dancing Queen.
Kristín Á. Ólafsdóttir - Ég er einskis barn.
Spencer, Jon Blues Explosion - Ole man trouble.
JEFFERSON AIRPLANE - White Rabbit.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Þú Fullkomnar Mig.
ELVIS PRESLEY - Amazing Grace.
FRANKIE GOES TO HOLLYWOOD - Power of love.