Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Héðins Halldórssonar er Kristín Marja Baldursdóttir, rithöfundur.
Tónlist og talmálsefni úr safni útvarpsins.
Í þættinum er endurflutt brot úr eftirfarandi liðum úr segulbandasafni RÚV:
Ásgeir Guðmundsson, hreppstjóri, oddviti og dýralæknir, úr Æðey í Ísafjarðardjúpi segir frá stuttum fundi sem hann átti með Einari Benediktssyni skáldi. Ragnar Jóhannesson cand. mag. ræðir við Ásgeir.
Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur, flytur brot úr erindi sem hann hélt í Útvarpinu 01.05.1959. Þar ræðir hann um kjör alþýðunnar fyrrum.
Umsjónarmaður: Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.
Í Sagnaslóð er leitað fanga úr fortíðinni. Frásagnir úr sögu þjóðarinnar.
Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson
Í þættinum er rifjuð upp frásögn af því þegar bjarndýr gekk á land í Drangavík á Ströndum í apríl 1932. Hvernig bjarndýrið var fellt og hvað varð um feldinn af dýrinu.
Umsjón: Jón Ormar Ormsson.
Lesari: Sigríður Kristín Jónsdóttir.
Þátturinn var fyrst á dagskrá 22. febrúar 2008
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas kosningar í fjórum löndum, Þýskalandi, Grænlandi, Kanada og Noregi, með aðstoð fréttamannanna Odds Þórðarsonar og Hallgríms Indriðasonar.
Hvað varð til þess að skyndilegt, og dularfullt, andlát bæjarfógetans í Keflavík var ekki rannsakað af lögreglu á sjöunda áratug síðustu aldar? Í þessum tveimur þáttum rannsaka feðginin Sindri og Snærós andlát Eggerts J. Jónssonar bæjarstjóra og bæjarfógeta í Keflavík sem lést með sviplegum hætti árið 1962, aðeins 43 ára gamall. Pólitískt valdatafl, glæpsamleg undanbrögð og fjölskylduharmleikur settu sannarlega mark sitt á friðsælt fjölskyldulíf Eggerts. Rannsóknin hefur leitt í ljós að ekki var allt með felldu, en mörgum áratugum síðar leita afkomendur Eggerts svara við þeim áleitnu spurningum sem þeir hafa haft um andlát fjölskylduföðurins.
Umsjón: Sindri Freysson og Snærós Sindradóttir.
Líf fjölskyldu Eggerts J Jónssonar kollsteyptist einn blíðan sumardag árið 1962 þegar heimilisfaðirinn varð bráðkvaddur. Afkomendur hans, börn og barnabörn, leita enn svara um andlátið sextíu árum síðar. Ný gögn í málinu hafa varpað ljósi á glæpsamlega vanrækslu þegar kom að rannsókn fráfallsins, en spurningin sem liggur í loftinu er sú sama og verið hefur um aldir alda: Hver hagnast á glæpnum?
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóðritun frá tónleikum í Tíbrárröð Salarins í Kópavogi 30. mars 2025
Draumar og þrár eru viðfangsefni þessara tónleika þar sem fléttast saman sígildir smellir og splunkuný tónlist.
Hér mætast draumkennd stef úr ólíkum áttum: Barnagælur, poppmúsík, leikhústónlist, einleiksverk og sönglög eftir nokkur af ástsælustu tónskáldum tónlistarsögunnar en tónlistin á það öll sammerkt að hverfast um drauma.
Á tónleikunum verða að auki frumflutt þrjú verk sem samin voru sérstaklega fyrir tilefnið að beiðni Ragnheiðar og Evu Þyri af þeim Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Jóhanni G. Jóhannssyni og Sigurði Sævarssyni.
Eldri íslensk einsöngslög fá að sjálfsögðu líka sinn sess, meðal annars verða flutt lög eftir Selmu Kaldalóns og Jórunni Viðar. Söngljóð verða í forgrunni en einnig hljómar þekkt einleiksverk sem lýtur að draumum, Träumerei eftir Robert Schumann.
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópransöngkona og Eva Þyrí Hilmarsdóttir flytja
Einnig hljóma í þessari dagskrá brot úr tónleikaspjalli sem Elísabet Indra Ragnarsdóttir átti við flytjendur og höfunda fyrir tónleikana
Efnisskrá:
Edvard Grieg (1843-1907)
Ein Traum op. 48 nr. 6 (Ljóð: Friedrich Martin von Bodenstedt)
Selma Kaldalóns (1919-1984) Draumurinn (Ljóð: Oddný Kristjánsdóttir)
Jórunn Viðar (1918-2017) Únglíngurinn í skóginum (Ljóð: Halldór Laxness)
Jóhann G Jóhannsson (1955)
Dáið er alt án drauma (Ljóð: Halldór Laxness) - frumflutningur
Gabriel Fauré (1845-1924)
Après un rêve (Ljóð: Romain Bussine)
María Huld Markan Sigfúsdóttir (1980)
Í draumi sérhvers manns (Steinn Steinarr) - frumflutningur
Christian Hartmann (1910-1985)
Dvel ég í draumahöll (Ljóð: Thorbjörn Egner/Kristján frá Djúpalæk)
Robert Schumann (1810-1856) Träumerei op. 15 nr. 7
Clara Schumann (1819-1896)
Ich stand in dunklen Träumen op. 13 nr. 1 (Ljóð: Heinrich Heine)
Leigh Harline (1907-1969)
When you wish upon a star (Ljóð: Ned Washington)
Sigurður Sævarsson (1963)
Sonnet 43 (Ljóð: William Shakespeare) - frumflutningur
Ivor Gurney (1890-1937)
Sleep (Five Elizabethan Songs, nr. 4) (Ljóð: John Fletcher)
Jóhann G Jóhannsson (1955) Draumur frú Rósu (Ljóð: Þórarinn Eldjárn)
Sergei Rachmaninoff (1873-1943)
A dream op. 8 nr. 5 (Ljóð: Aleksey Nikolayevich Pleshcheyev)
Jóhann G Jóhannsson Vögguvísan úr Skilaboðaskjóðunni (Ljóð: Þorvaldur Þorsteinsson)
----
Í lok þáttarins er örlítil áminning um þáttaröð Bjarka Sveinbjörnssonar - Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár.
Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til að taka sig saman um að yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga — landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.
Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Fullvíst má telja að ef höfn hefði komið fyrr í Flatey hefði verið hægt að koma í veg fyrir mannskaða í aftakaveðrum. Því enga alvöru höfn var að finna allt frá Grenivík í Eyjafirði til Húsavíkur. Og þarna getur veðrið breyst á örskotsstundu eins og sagan sýnir okkur. Viðmælendur í fjórða þættinum af sex eru: Elsa Heiðdís og Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsbörn, Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, Hallur Jóhannesson og Stefán Guðmundsson.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var María Anna Þorsteinsdóttir, íslenskufræðingur, en hún var íslenskukennari, prófarkalesari, handritagrúskari og útgefandi. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. María Anna talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Morgun í Yemen e. Susan Abulowa
Sporðdrekar e. Dag Hjartarson
Eldri konur e. Evu Rún Snorradóttur
Kvár e. Elias Rúni
Nýja testamentið
Tímarit Máls og menningar
Grimms ævintýri og íslenskar þjóðsögur
Hvað varð til þess að skyndilegt, og dularfullt, andlát bæjarfógetans í Keflavík var ekki rannsakað af lögreglu á sjöunda áratug síðustu aldar? Í þessum tveimur þáttum rannsaka feðginin Sindri og Snærós andlát Eggerts J. Jónssonar bæjarstjóra og bæjarfógeta í Keflavík sem lést með sviplegum hætti árið 1962, aðeins 43 ára gamall. Pólitískt valdatafl, glæpsamleg undanbrögð og fjölskylduharmleikur settu sannarlega mark sitt á friðsælt fjölskyldulíf Eggerts. Rannsóknin hefur leitt í ljós að ekki var allt með felldu, en mörgum áratugum síðar leita afkomendur Eggerts svara við þeim áleitnu spurningum sem þeir hafa haft um andlát fjölskylduföðurins.
Umsjón: Sindri Freysson og Snærós Sindradóttir.
Líf fjölskyldu Eggerts J Jónssonar kollsteyptist einn blíðan sumardag árið 1962 þegar heimilisfaðirinn varð bráðkvaddur. Afkomendur hans, börn og barnabörn, leita enn svara um andlátið sextíu árum síðar. Ný gögn í málinu hafa varpað ljósi á glæpsamlega vanrækslu þegar kom að rannsókn fráfallsins, en spurningin sem liggur í loftinu er sú sama og verið hefur um aldir alda: Hver hagnast á glæpnum?
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Þátturinn snýst um upplýsingaóreiðu sem öryggisógn. Farið er yfir þjóðarmorðið á Rohingjum í Myanmar og í hlutverk samfélagsmiðla, dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu. Rætt verður við Ingvar Örn Ingvarsson, frkv. Stjóra Cohn&Wolfe, einn stofnenda Veriate og sérfræðing á sviði upplýsingaóreiðu og fjölmiðla.
Umsjón: Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir


Veðurfregnir kl. 22:05.

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Kanadískt tónlistarfólk átti upp á pallborðið í þetta skiptið sem og Megas sem fagnar 80 ára afmæli sínu 7.apríl. Svo heyrðist fallegur sálmur og lag eftir Rósu Ingólfs. Og REM! Hvað er hægt að hafa það betra?
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Vegna beinnar útsendingar frá úrslitakvöldi Músíktilrauna kl. 17:03 þá lengdist þátturinn um klukkutíma og var til kl. 17.
Topplagið 6. apríl 1982 í Bretlandi var lagið Seven Tears með The Goombay Dance Band, plata Elvis Costello, Spike frá 1989 var "eitís" plata vikunnar og heyrðum við tvö lög af henni. The Doobie Brothers áttu Nýjan ellismell vikunnar af nýrri plötu sem er væntanleg í sumar frá þeim,. Þeirra sextánda. Lagið sem við heyrðum heitir Learn to Let Go.
Lagalisti:
Björgvin Halldórsson & Ragnhildur Gísladóttir - Ég gef þér allt mitt líf.
Damiano David - Born With A Broken Heart.
ABBA - The name of the game.
Miley Cyrus - Something Beautiful.
Glass Tiger - Don't Forget Me (When I'm Gone).
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Tracy Chapman - Baby Can I Hold You.
Future Islands - Seasons (Waiting On You).
The Goombay Dance Band - Seven tears.
Benson Boone - Beautiful Things.
UB 40 - Many rivers to cross.
Warmland - The Very End of the End (The Beginning of Something Great).
The Source ft. Candi Staton - You Got The Love (New Voyager Radio Edit).
The Kinks - Waterloo Sunset.
Ed Sheeran - American Town.
Djo - End of Beginning.
Thompson Twins - Hold Me Now.
14:00
BJÖRG PÉ - Timabært.
Go West - Call Me (80).
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
The Emotions - Best Of My Love.
Sabrina Carpenter & Dolly Parton - Please Please Please.
Elvis Costello - Baby Plays Around.
Elvis Costello - Veronica.
Noah Kahan - Stick Season.
Prince - The most beautiful girl in the world.
Mono Town - The Wolf.
Deacon Blue - When Will You Make My Telephone Ring.
Frumburður og Daniil - Bráðna.
Totally Enormous Extinct Dinosaurs - Crosswalk.
Sinead O´Connor - Mandinka.
Lorde - Royals.
15:00
Ágúst - Eins og þú.
America - A Horse With No Name.
Fontaines D.C. - Favourite.
Dasha - Austin.
Laufey - Silver Lining.
Dina Ögon - Mormor.
Haim - Relationships.
The La'S - There She Goes.
The Doobie Brothers - Learn to Let Go.
Men without Hats - The Safety Dance.
Skítamórall - Ennþá.
Lola Young - Conceited.
The Black Keys & DannyLux - Mi Tormenta.
Benson Boone - Sorry I'm Here For Someone Else.
16;00
Nýdönsk - Fyrsta skiptið.
Toto - Africa.
Emmsjé Gauti - Klisja.
Phil Oakey & Giorgio Moroder - Together In Electric Dreams.
Coldplay - ALL MY LOVE.
Eyþór Ingi & Lay Low - Aftur Heim Til Þín.
Doechii - Anxiety.
Celebs og Sigríður Beinteinsdóttir - Þokan.
Sálin Hans Jóns Míns - Á Nýjum Stað.
Wings- Jet.
Ásdís - Touch Me.
Peter Gabriel - Games Without Frontiers.
GDRN - Af og til.
Scritti Politti - The Word Girl.

Bein útsending frá úrslitakvöldi Músíktilrauna 2025.

Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Í þetta skiptið ræðum við við Oyama, sem er að gefa út plötuna Everyone Left. Oyama hafa lengi verið þekkt fyrir draumkennt og hávært shoegaze hljóð sem blandar saman kraftmiklum gítartónum og melódískri fegurð. Við förum yfir nýju plötuna, ferilinn og hljóðheim sveitarinnar