Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Reykjavíkurskákmótið hefst í dag og fram undan er sjö daga skákveisla í Hörpu. Yfir 400 skákmenn taka þátt og takmarkast þátttakendafjöldinn við plássið; enn fleiri vildu vera með. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, spjallaði við okkur um mótið; glímuna á hvítu og svörtu reitunum, um kunna erlenda þátttakendur og unga og efnilega íslenska skákmenn og líka um Friðrik Ólafsson sem lést á föstudaginn.
Þórhildur Ólafsdóttir var með okkur frá Úganda. Hún sagði okkur frá Viktoríuvatni, lífríkinu og atvinnunni sem það veitir. Nú eru uppi miklar áhyggjur af því að vatnið sé hreinlega að deyja.
Svo voru það vísindin en bandarískt líftæknifyrirtæki ku hafa vakið gramúlf upp frá dauðum - ef svo má segja. Gramúlfurinn dó út fyrir um tíu þúsund árum en þetta var gert með nýjustu erfðatækni. Næst á dagskrá er uppvakning annarra útdauðra tegunda á borð við Tasmaníutígurinn, dódófuglinn og loðfílinn. Vera Illugadóttir sagði frá þessu en deildar meiningar eru um ágæti þess að vekja upp horfnar skepnur fortíðar.
Tónlist:
ADHD - Langanes.
ADHD - Ró ró.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við héldum áfram að skoða heimilisfjármálin í dag og skoðuðum í dag þætti sem hafa verið í sýningu á Stöð 2 og kallast Viltu finna milljón. Þar taka þrjú pör, eða þrjár fjölskyldur, þátt í að taka í gegn heimilisbókhaldið, þau fá ýmis verkefni og áskoranir með það að markmiði að bæta fjárhag sinn og að búa til venjur til framtíðar þegar kemur að fjármálunum. Í upphafi skoða þau til dæmis tekjur heimilisins og útgjöld og að lokum, eftir fimm mánuði er farið yfir stöðuna og hvaða árangri þau hafa náð í að bæta stöðu heimilisins. Hrefna Björk Sverrisdóttir og Grétar Halldórsson sömdu samnefnda bók og Hrefna, sem er annar stjórnandi þáttanna, kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá þáttunum og hversu miklu er hægt að breyta á tiltölulega skömmum tíma.
Félag trérennismiða á Íslandi fagnar í ár 30 ára afmæli og heldur af því tilefni sérstakan listviðburð í samstarfi við Hönnun & Handverk (H&H) að Eiðistorgi. Í aprílmánuði mun félagið taka yfir sýningarrými Handverks og hönnunar. Þar munu félagar setja upp fullbúna vinnustofu þar sem þeir vinna svo að trérenniverkum á staðnum og fólk getur komið og skoðað handverkið þegar það verður til. Edda Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar, og Andri Snær Þorvaldsson, formaður Félags trérennismiða á Íslandi komu í þáttinn.
Svo fengum við póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Magnús er núna staddur á Spáni þar sem hann bjó um hríð fyrir nokkrum árum. Hann segir okkur frá þeirr góðu tíð sem ríkir á Spáni þar sem hagvöxtur er sá mesti í Evrópu. Sem þykir merkilegt því þar stjórna sósíalistar sem hingað til hafa ekki verið taldir snjallir i kapitalisma. Hann segir aðallega frá Alicante, borginni sem hann bjó í á sínum tíma og þykir ennþá vænt um.
Tónlist í þættinum í dag:
Verðbólgan / Brimkló (Björgvin Halldórsson, texti Kjartan Heiðberg)
Láttu mig gleyma / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og Þórður Árnason, texti Þórður Árnason)
Augun mín / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens)
Jennifer Juniper / Donovan (Donovan)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Kína kynnti í morgun áttatíu og fjögurra prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum sem svar við hundrað og fjögurra prósenta tollum á Kína sem taka gildi í dag.
Forsætisráðherra hittir leiðtoga Evrópusambandsins síðdegis, til að ræða um tollaog tilraunir Íslands og annarra EES-ríkja til að komast hjá mótaðgerðum ESB við tollahækkunum Bandaríkjastjórnar.
Ný líkön Veðurstofunnar benda til þess að rýma þurfi færri bæi á hættusvæðum nærri Bárðarbungu en áður var talið. Í dag verður íbúafundur í Þingeyjarsveit til að rifja upp viðbrögð við eldgosum og jökulhlaupum.
Sérfræðingur í stjórnsýslurétti segir enn margt á huldu um af hverju fyrrverandi forsætisráðherra taldi sig vanhæfan til að afgreiða umsókn um hvalveiðileyfi í fyrra og skipti svo um skoðun. Það komi fyrir að ráðherrar lýsi sig vanhæfa án þess að vanhæfi sé til staðar.
Sundabraut, Ölfusárbrú og Vaðlaheiðargöng eru meðal samgöngumannvirkja sem kæmi til greina að setja í innviðafélag á vegum ríkisins. Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að breyta hugarfari við fjármögnun samgönguinnviða.
Laun kjörinna fulltrúa í Kópavogi verða lækkuð og laun æðstu stjórnenda fryst til ársloka í 670 milljóna króna hagræðingaraðgerðum sem samþykktar voru gær. Minnihluti bæjarins telur umhugsunarvert að laun bæjarstjórans lækki ekki nema að hluta.
Gjaldtaka hefst við lundabyggðina í Hafnarhólma í sumar. Formaður heimastjórnar á Borgarfirði eystra segir féð verða nýtt meðal annars í verndun og rannsóknir á lundanum. Yfir 67 þúsund gestir komu í hólmann í fyrra.
Ísland mætir Ísrael í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM kvenna í handbolta í kvöld. Leikið verður fyrir luktum dyrum.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Ungir menn virðast í auknum mæli taka ungar konur kverkataki og þrengja að öndunarvegi þeirra. Kyrkingar eða „choking“ virðast sífellt fyrirferðameiri í klámi. Í þessum þætti heyrum við í konu sem hefur orðið ítrekuðum kverkatökum og áhyggjur fagfólks af áhrifum kláms. Viðmælendur: Jenný Kristín Valberg, Drífa Snædal, Þóra Jónasóttir, Marta Kristín Hreiðarsdóttir og Jón Gunnar Þórhallsson. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Samfélagið fjallar um Hamraborgina í Kópavogi, sýn fólks á hana, listina sem þar verður sífellt fyrirferðarmeiri og ýmsar hræringar.
Tónlist í þættinum:
KRISTJÁN JÓHANNSSON - Hamraborgin (LP).
Herra Hnetusmjör - Labbilabb ásamt Friðrik Dór.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Ross, Joel - With whom do you learn trust?.
Ludvig Kári Quartet - Flameout.
Thor Wolf - Hotel Akureyri.
Foster, Ruthie - Slow Down.
KK, Karl Olgeirsson - Vefðu mig örmum húmið blítt.
Lars Jansson Trio, Sigurður Flosason - Stillness in the storm.
Fitzgerald, Ella, Count Basie and his Orchestra, Basie, Count - On the sunny side of the street.
Miles Davis Orchestra, Davis, Miles - The Buzzard song.
Duke Ellington & John Coltrane - My little brown book.
Kári Egilsson Band - The Old Streets.
Parlato, Gretchen, Loueke, Lionel - If I knew (feat. Burniss Travis and Mark Guiliana).
Riedel, Georg, Johansson, Jan - Polska från Medelpad.
Tónlist og talmálsefni úr safni útvarpsins.
Í þættinum er endurflutt brot úr eftirfarandi liðum úr segulbandasafni RÚV:
Ásgeir Guðmundsson, hreppstjóri, oddviti og dýralæknir, úr Æðey í Ísafjarðardjúpi segir frá stuttum fundi sem hann átti með Einari Benediktssyni skáldi. Ragnar Jóhannesson cand. mag. ræðir við Ásgeir.
Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur, flytur brot úr erindi sem hann hélt í Útvarpinu 01.05.1959. Þar ræðir hann um kjör alþýðunnar fyrrum.
Umsjónarmaður: Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í tilefni af Barnamenningarhátíð endurflytjum við Svipmynd af Herdísi Egilsdóttur, kennara og rithöfundi, sem hefur tileinkað líf sitt menntun barna og barnamenningu.
Herdís fæddist á Húsavík þann 18. júlí árið 1934 og fagnaði því níræðisafmæli sínu í sumar. Hún hóf kennslu í Ísaksskóla árið 1953 og starfaði þar í 45 ár, eða fram til ársins 1998.
Herdís hefur skrifað fjölda bóka, leikrit, sjónvarpsefni og námsefni fyrir börn. Þar á meðal eru bækurnar um Pappírs-Pésa og Siggu og skessuna og kennsluhandbók í lestri sem nefnist Það kemur saga út úr mér. Herdís hefur þróað merkilegar kennsluaðferðir, á borð við Landnámsaðferðina, sem vakið hafa mikla athygli. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir framlag sitt til barnamenningar og segist hvergi nærri hætt.

Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Í febrúar kom út spennandi plata með tónlistarkonunni Alaska1867. Kolfreyja Sól byrjaði að gera tónlist undir teppi úti í bíl með vinkonum sínum þegar hún var 18 ára. Það er mikið að gera hjá Alaska, fleiri lög á leiðinni og senan hefur tekið vel á móti henni, enda kemur hún sem ferskur andblær inn í íslenskt rapp.
Árið 2023 hætti Rauða serían að koma út eftir 38 ára langa sögu. Við heimsóttum konuna sem stendur að baki útgáfunni, sem hefur svo sannarlega sett sitt mark á íslenska bókaútgáfu, Rósa Vestfjörð hefur margar sögur að segja.
Fréttir
Fréttir
Íslensk hross eru beitt kerfisbundnu ofbeldi og verða það áfram á meðan blóðmerahald er við lýði, að mati dýraverndarsamtaka sem rannsakað hafa blóðtöku úr dýrunum. Lögmaður samtakanna segir stjórnvöld brjóta reglur um dýravernd.
Bandaríkjaforseti ætlar að hækka tolla á kínverskar vörur í 125% en fresta álögum á vörur frá öðrum ríkjum umfram tíu prósent í þrjá mánuði. Forsætisráðherra segir að öllu skipti að verja stöðu Íslands á innri markaði Evrópu. Hún ræddi við leiðtoga ESB um tollamál síðdegis.
Það stefnir í að raforkukostnaður garðyrkjubænda verði 30% af rekstrarkostnaði í ár. Sölufélag garðyrkjumanna skorar á stjórnvöld að grípa inn í bráðavanda.
Þrír eru áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun í mars. Sjö eru með réttarstöðu sakbornings.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ræddi í dag við forystu Evrópusambandsins um tollamál og hvernig Ísland gæti komist hjá því að lenda á milli í tollastríði Evrópu og Bandaríkjanna. Hún segir að sín skilaboð hafi komist skýrt og milliliðalaust til skila. Kristrún hefur áhyggjur af áhrifum þess á íslenskan útflutning ef ESB bregst hart við því ef vörur sem ekki eigi greiða leið inn á Bandaríkjamarkað flæði inn á þann Evrópska.
Skipulögð glæpastarfsemi hefur náð að festa hér rætur og birtist með ýmsum hætti. Þingmennirnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Grímur Grímsson ræddu um hvernig bregðast megi við. Þau telja bæði að styrkja þurfi heimildir lögreglu til afbrotavarna.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Anna Lipkind-Mazor, fiðla
Radu Rățoi, harmonika
Tónlist eftir Igudesman, Stravinsky, Bartók, Majkusiak og Piazzolla
Hljóðritun frá Organ Hall í Chişinau í Moldóvu frá 26.september 2014
Umsjón:Melkorka Ólafsdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Samfélagið fjallar um Hamraborgina í Kópavogi, sýn fólks á hana, listina sem þar verður sífellt fyrirferðarmeiri og ýmsar hræringar.
Tónlist í þættinum:
KRISTJÁN JÓHANNSSON - Hamraborgin (LP).
Herra Hnetusmjör - Labbilabb ásamt Friðrik Dór.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við héldum áfram að skoða heimilisfjármálin í dag og skoðuðum í dag þætti sem hafa verið í sýningu á Stöð 2 og kallast Viltu finna milljón. Þar taka þrjú pör, eða þrjár fjölskyldur, þátt í að taka í gegn heimilisbókhaldið, þau fá ýmis verkefni og áskoranir með það að markmiði að bæta fjárhag sinn og að búa til venjur til framtíðar þegar kemur að fjármálunum. Í upphafi skoða þau til dæmis tekjur heimilisins og útgjöld og að lokum, eftir fimm mánuði er farið yfir stöðuna og hvaða árangri þau hafa náð í að bæta stöðu heimilisins. Hrefna Björk Sverrisdóttir og Grétar Halldórsson sömdu samnefnda bók og Hrefna, sem er annar stjórnandi þáttanna, kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá þáttunum og hversu miklu er hægt að breyta á tiltölulega skömmum tíma.
Félag trérennismiða á Íslandi fagnar í ár 30 ára afmæli og heldur af því tilefni sérstakan listviðburð í samstarfi við Hönnun & Handverk (H&H) að Eiðistorgi. Í aprílmánuði mun félagið taka yfir sýningarrými Handverks og hönnunar. Þar munu félagar setja upp fullbúna vinnustofu þar sem þeir vinna svo að trérenniverkum á staðnum og fólk getur komið og skoðað handverkið þegar það verður til. Edda Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar, og Andri Snær Þorvaldsson, formaður Félags trérennismiða á Íslandi komu í þáttinn.
Svo fengum við póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Magnús er núna staddur á Spáni þar sem hann bjó um hríð fyrir nokkrum árum. Hann segir okkur frá þeirr góðu tíð sem ríkir á Spáni þar sem hagvöxtur er sá mesti í Evrópu. Sem þykir merkilegt því þar stjórna sósíalistar sem hingað til hafa ekki verið taldir snjallir i kapitalisma. Hann segir aðallega frá Alicante, borginni sem hann bjó í á sínum tíma og þykir ennþá vænt um.
Tónlist í þættinum í dag:
Verðbólgan / Brimkló (Björgvin Halldórsson, texti Kjartan Heiðberg)
Láttu mig gleyma / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og Þórður Árnason, texti Þórður Árnason)
Augun mín / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens)
Jennifer Juniper / Donovan (Donovan)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Í febrúar kom út spennandi plata með tónlistarkonunni Alaska1867. Kolfreyja Sól byrjaði að gera tónlist undir teppi úti í bíl með vinkonum sínum þegar hún var 18 ára. Það er mikið að gera hjá Alaska, fleiri lög á leiðinni og senan hefur tekið vel á móti henni, enda kemur hún sem ferskur andblær inn í íslenskt rapp.
Árið 2023 hætti Rauða serían að koma út eftir 38 ára langa sögu. Við heimsóttum konuna sem stendur að baki útgáfunni, sem hefur svo sannarlega sett sitt mark á íslenska bókaútgáfu, Rósa Vestfjörð hefur margar sögur að segja.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Fyrstu lundarnir náðu landi í Grímsey um helgina - nokkuð á undan áætlun. Svafar Gylfason, sjómaður á svæðinu, fylgist vel með stöðu mála og verður á línunni hjá okkur í upphafi þáttar.
Við ræðum áhrif tolla Trumps á einhver fátækustu ríki heims við Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF.
Vorin eru tími tilfinninga og tilhugalífs. Hreiðurgerð er mikil verkfræðivinna og pörin sem leggja í slíkt hafa með sér dugnað og óbilandi trú á framtíðina. Ég verð alltaf órólegur á þessum tíma fyrir hönd hinna fiðruðu vina minna. Þetta skrifar Jökull Jörgensen sem kallar eftir ábyrgu kattahaldi þetta vorið. Við heyrum í honum.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því ísraelska í dag í fyrri leik liðanna í umspilseinvígi um laus sæti á HM á næsta ári. Mikil umræða hefur verið um leikinn sem fer fram fyrir luktum dyrum og hefur því verið beint til liðsins að keppa ekki við Ísrael vegna stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Við ætlum að ræða við Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, sem hefur sérhæft sig í félagsfræði íþrótta og ráðlagt mörgum liðum og leikmönnum.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verða gestir okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu þegar við ræðum nýjan þjóðarpúls Gallups um viðhorf landsmanna til Evrópusambandsins og ástandið í efnahagsmálum í ljósi tollastríðs.



Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við heyrðum um magnaða skemmti-siglingum um karabíska hafið með nokkrum mögnuðum stjörnum níunda áratugarins. Levi´s auglýsingapopp, "súpergrúbbunni" Funkdoobiest, við heyrðum nýja Barnamenningarhátíðar lagið og nýtt efni frá Jónfrí og sycamore tree.
Kári Egils var með plötu vikunnar á sínum stað
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-09
EMILÍANA TORRINI - To Be Free.
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
KATE BUSH - Running Up That Hill.
AMY WINEHOUSE - Back To Black.
DIANA ROSS & THE SUPREMES - Baby Love.
AMY WINEHOUSE - Back To Black.
Spilverk þjóðanna - Plant no trees.
Sycamore tree - Time Will Tell.
EMINEM - The Monster (ft Rihanna).
CeaseTone - Only Getting Started.
Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.
Flowers - Glugginn.
Ásdís - Touch Me.
FREAK POWER - Turn On, Tune In, Cop Out (Radio mix).
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
PÁLL ÓSKAR - Betra Líf.
Streisand, Barbra, Gibb, Barry - Guilty.
FUTURE ISLANDS - Seasons (Waiting On You).
FUNKDOOBIEST - Wopbabbalubop.
Young, Lola - Conceited.
FUN LOVIN' CRIMINALS - Scooby Snacks.
Mendes, Shawn - Heart of Gold.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
FLAMINGOS - I Only Have Eyes For You.
FLEETWOOD MAC - Big Love.
KINGS OF LEON - Sex On Fire.
Mono Town - The Wolf.
George Michael feat. Paul McCartney - Heal The Pain.
Ágúst Þór Brynjarsson - Eins og þú.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Fetum nýja slóð.
Inspector Spacetime - Hlaupasting.
THE BLACK CROWES - Hard To Handle.
Jónfrí - 23.
Ngonda, Jalen - Just as Long as We?re Together.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
Crockett, Charley - Lonesome Drifter.
OMD - If you leave.
Billy Ocean - Get Outta My Dreams, Get Into my Car.
Kári Egilsson - Run Boy - Kynning (Plata vikunnar vika 14 2025).
Kári Egilsson - Run Boy.
Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.
The Weeknd - Save Your Tears.
FRANK OCEAN - Lost.
Árný Margrét - I miss you, I do.
SIMPLE MINDS - Don't You (Forget About Me).
MANNAKORN - Aldrei of seint.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Kína kynnti í morgun áttatíu og fjögurra prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum sem svar við hundrað og fjögurra prósenta tollum á Kína sem taka gildi í dag.
Forsætisráðherra hittir leiðtoga Evrópusambandsins síðdegis, til að ræða um tollaog tilraunir Íslands og annarra EES-ríkja til að komast hjá mótaðgerðum ESB við tollahækkunum Bandaríkjastjórnar.
Ný líkön Veðurstofunnar benda til þess að rýma þurfi færri bæi á hættusvæðum nærri Bárðarbungu en áður var talið. Í dag verður íbúafundur í Þingeyjarsveit til að rifja upp viðbrögð við eldgosum og jökulhlaupum.
Sérfræðingur í stjórnsýslurétti segir enn margt á huldu um af hverju fyrrverandi forsætisráðherra taldi sig vanhæfan til að afgreiða umsókn um hvalveiðileyfi í fyrra og skipti svo um skoðun. Það komi fyrir að ráðherrar lýsi sig vanhæfa án þess að vanhæfi sé til staðar.
Sundabraut, Ölfusárbrú og Vaðlaheiðargöng eru meðal samgöngumannvirkja sem kæmi til greina að setja í innviðafélag á vegum ríkisins. Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að breyta hugarfari við fjármögnun samgönguinnviða.
Laun kjörinna fulltrúa í Kópavogi verða lækkuð og laun æðstu stjórnenda fryst til ársloka í 670 milljóna króna hagræðingaraðgerðum sem samþykktar voru gær. Minnihluti bæjarins telur umhugsunarvert að laun bæjarstjórans lækki ekki nema að hluta.
Gjaldtaka hefst við lundabyggðina í Hafnarhólma í sumar. Formaður heimastjórnar á Borgarfirði eystra segir féð verða nýtt meðal annars í verndun og rannsóknir á lundanum. Yfir 67 þúsund gestir komu í hólmann í fyrra.
Ísland mætir Ísrael í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM kvenna í handbolta í kvöld. Leikið verður fyrir luktum dyrum.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
1605 Forsætisráðherra Íslands fundaði í dag með leiðtogum ESB í Brussel í dag um tollamál og tilraunir Íslands til að komast undan mögulegum mótaðgerðum Evrópusambandsins vegna tollahækkana Bandaríkjamanna Björn Malmquist hefur fylgst með málunum í Brussel og við heyrum í honum.
1620 Við rákumst á pistil Jónasar Más Torfasonar lögfræðings um mál málanna þessa dagana, veiðigjöldin og fyrirhugaðar breytingar á þeim, þar ræðir Jónas um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldinu og útskýrir í máli sínu hvernig þjóðin hefur klofnað í tvær fylkingar. Við ætlum að heyra í jónasi í þættinum og heyra hans sýn á breytingu á veiðigjöldum.
1640 Kristín Sól Ólafsdóttir er róbótahugbúnaðarverkfræðingur hjá F&P Robotics Sviss, þar sem hún starfar við að hanna og þróa róbóta fyrir umönnunarstörf. Við ætlum að fá Kristínu til okkar til að segja okkur frá því hvar þessi þróun er stödd það er notkun róbóta í umönnun.
1700 Í þáttaröðinni Adolescencer er saga hins þrettán ára gamla Jamie Miller sögð. Í þáttunum er Jamie handtekinn fyrir morð og færður til yfirheyrslu þar sem hann segir endurtekið að hann hafi ekkert gert en sönnunargögn segja annað. Þættirnir hafa slegið áhorfsmet hjá Netflix og vakið gríðarlega athygli fyrir persónusköpun,handritsskrif en líka kvikmyndatök. Í nýlegu bréfi sem barst til skólastjórnenda á Íslandi frá embætti landlækni er ekki talin ástæða til að þessir þættir eða annað sambærilegt efni sé sýnt í forvarnarskyni í skólum. Ingibjörg Guðmundsdóttir er verkefnastjóri Heilsueflandi skóla,
1720 Skarpar lækkanir á heimsmarkaðsverði á hráolíu, bensíni og dísilolíu gætu verið til marks um að aðilar á markaði sjái fyrir sér kreppuástand á næstunni segir í nýlegri frétt á mbl. Is. Þórður Guðjónsson er forstjóri Skeljungs en hann er vægast sagt uggandi varandi áhrif skattahækkana Trums. Hann er einmitt staddur í Bandaríkjunum um þessar mundir og við heyrum í honum þaðan.
Og meira af tollum og Trump - við ætlum að ræða þessi mál við Konráð S. Guðjónsson hagfræðing sem kemur til okkar í þáttinn.
og svo er það hvort Akureyri verður skilgreind sem borg - Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri verður á línunni

Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir
Íslensk hross eru beitt kerfisbundnu ofbeldi og verða það áfram á meðan blóðmerahald er við lýði, að mati dýraverndarsamtaka sem rannsakað hafa blóðtöku úr dýrunum. Lögmaður samtakanna segir stjórnvöld brjóta reglur um dýravernd.
Bandaríkjaforseti ætlar að hækka tolla á kínverskar vörur í 125% en fresta álögum á vörur frá öðrum ríkjum umfram tíu prósent í þrjá mánuði. Forsætisráðherra segir að öllu skipti að verja stöðu Íslands á innri markaði Evrópu. Hún ræddi við leiðtoga ESB um tollamál síðdegis.
Það stefnir í að raforkukostnaður garðyrkjubænda verði 30% af rekstrarkostnaði í ár. Sölufélag garðyrkjumanna skorar á stjórnvöld að grípa inn í bráðavanda.
Þrír eru áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun í mars. Sjö eru með réttarstöðu sakbornings.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ræddi í dag við forystu Evrópusambandsins um tollamál og hvernig Ísland gæti komist hjá því að lenda á milli í tollastríði Evrópu og Bandaríkjanna. Hún segir að sín skilaboð hafi komist skýrt og milliliðalaust til skila. Kristrún hefur áhyggjur af áhrifum þess á íslenskan útflutning ef ESB bregst hart við því ef vörur sem ekki eigi greiða leið inn á Bandaríkjamarkað flæði inn á þann Evrópska.
Skipulögð glæpastarfsemi hefur náð að festa hér rætur og birtist með ýmsum hætti. Þingmennirnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Grímur Grímsson ræddu um hvernig bregðast megi við. Þau telja bæði að styrkja þurfi heimildir lögreglu til afbrotavarna.


Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Nýdönsk - Fyrsta skiptið.
Bowie, David - Song for Bob Dylan.
CMAT - Running/Planning.
MASSIVE ATTACK - Paradise circus.
Peng, Greentea - Stones Throw.
Birnir - LXS.
GORILLAZ - Cracker Island (ft. Thundercat).
Spacestation - Loftið.
The Knife - Heartbeats.
St. Vincent - DOA.
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
Self Esteem - If Not Now, It's Soon.
Chemical Brothers, The - Leave home.
Raveonettes, The - Killer in the Streets
Beach House - Myth.
Jónfrí - 23.
Young, Lola - Conceited.
HOLE - Celebrity skin.
Momma - Rodeo.
Wet Leg - Catch These Fists.
Hives, The - Enough Is Enough
CeaseTone - Only Getting Started.
Laufey - Silver Lining.
My Morning Jacket - Time Waited.
Caamp - Let Things Go.
Pulp - Underwear.
Snorri Helgason - Ein alveg.
Mono Town - The Wolf.
Fender, Sam - Little Bit Closer
SOFT PLAY, Kate Nash - Slushy
Walkmen, The - The rat.
Chappell Roan - The Giver.
LCD Soundsystem - Drunk Girls
Kusk & Óviti - Læt frá mér læti
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love
Balu Brigada - The Question
Phantogram - When Im Small
Neal Francis - Broken Glass
Lizzo - Still Bad
Daniil og Hera Hnetusmjör - Langar í

Umsjón: Andrea Jónsdóttir.