Sveiflan sem sigraði heiminn (2014)

Duke Ellington hjá Capitol

11.Þáttur.

Árin eftir 1950 urðu djassinum erfið og sérstaklega stórsveitunum. Meirað segja Duke Ellington fann fyrir því, þó hljómsveit hans, Count Basies og Woody Hermnans væru þær sem spjöruðu sig best. Á árunum 1953 -55 hljóðritaði hljómsveitin fyrir Capitol með einleikara á borð við Clark Terry, Paul Gonsalves og Harry Carney, en Johnny Hodges var með eigin hljómsveit á þessum árum. Helsti smellur Ellingtons á Capitoltímanum var Satin Doll.

Frumflutt

14. ágúst 2014

Aðgengilegt til

4. júlí 2025
Sveiflan sem sigraði heiminn (2014)

Sveiflan sem sigraði heiminn (2014)

Mörg af helstu snilldarverkum stórsveita svingtímans hafa lengi verið ófáanleg , nema í misjöfnum diskaútgáfum ýmissa fyrirtækja, sem hafa nýtt sér útgáfuréttur rennur út fimmtíu árum eftir hljóðritun, og hafa þá aðeins haft aðgang útgefnu efni á lakk- og vínýlplötum.

Þetta er önnur þáttaröðin þar sem sótt er í gullkistu Mosaic og hér verður áfram fjallað um stórsveitirnar, einleikarana og söngvarana, sem heilluðu heimsbyggðina á gullaldarárum svingsins og seldu hljómplötur í hundruðum milljóna eintaka.

Umsjón: Vernharður Linnet

Þættir

,